Tuesday, December 18, 2007

Litli jólabærinn, Debrecen.

ég er stolt af ungverjum og metnaðinn í jólastemmninguna niðri bæ. Kíkti aðeins með strákunum í kvöld og tók nokkrar myndir....

enduðum svo í jólaglögg og gúllas ;o)

Sunday, December 16, 2007

Jólagjafakaup




Þá skelltum við okkur til Budapest á laug, ég og Gunna. Gunna reif mig á fætur til að ná 10 lestinni og eftir litin svefn nóttin áður svaf ég alla leiðina meðan Gunna lærði og talaði við manninn í fallegu bleikuskyrtunni. Fengum okkur hádegismat á Tom George, góður tikka masala réttur og steik fyrir Gunnu. Síðast komumst við aldrei að Hetjutorginu svo núna var það algjört must, fallegt torg..en þarf víst að fara aftur og sjá það á kvöldi til. Á leiðinni aftur í neðanjarðarlestina, rakst ég augun á kunnuglegt skilti.....GLORIA JEAN'S....úúuú. Löbbuðum þar inn, meiri hlutinn kanar þarna, surprise surprise. Ég ákvað að bjóða Gunnu upp á uppáhaldsdrykkinn hennar mömmu og nú orðinn ein af mínum, Cappuccino Chiller, sem var í þetta sinn mesta ógeðið sem ég hef nokkurn tímann keypt. Gloria, þessi staður er til skammar! Ég gerði statement og drakk mitt ekki, en Gunna að reyna að vera jákvæð og kurteis...kláraði sinn. Síðan var haldið að aðalverslunnar götunni og kíkt á jólabásana....keyptum okkur jólaglögg og fengum flotta Budapest bolla með....eða við keyptum þá...því jeee, best að bjóða ekki upp á plastglös svo við fengum að bera bollana í gengum Budapest. en jú, nú á ég 'budapest bolla'.
Búdapest er mjög falleg og hvað þá svona fín skreytt!:) En ekki nóg með að vera svona jólaleg með jólabásana, jólaglögg, jólaljós....en þegar við komum út úr búðinni var byrjað að snjóa!!! yndislegt!

Ferðin kláraðist með að kíkja í mollið, 'West End' og fá sér samloku á Submarine....eftirlíking, eða hvað sem er hægt að kalla þetta, Subways. Viðbjóður...ekki svo heppin með mat í Búdapest...en mæli með Tom George! En ef fólk þekkir mig rétt, þá er ég búin að vera frekar óheppin með mat síðan að ég kom frá París árið....2003. Það er ekkert að fara breytast.


heim eftir 3 daga! ég hlakka alltof mikið til...veit ekki alveg hvað ég á að gera þangað til...en 'þetta reddast'.:)

Tuesday, December 11, 2007

Afsakið Hlé...

Síðasta vika var mjög leiðinleg og var bara engin tími til að blogga, því miður. En eins og ég vona flestir vita þá kem ég heim EFTIR 9 DAGA! Legg af stað frá Debrecen um miðja nótt og keyri til Budapest og á flug þaðan klukkan 8.30 svo til London og síðasta stopp Seltjarnarnes, þar á ég von á gómsætan kvöldmat sem ég hlakka alltof mikið til að borða...spá í að byrja að spara mig. En vandamálið er að ég má velja og þjást af valkvíði, hugmyndir einhver? veit að Sirrý mun hafa einhverja skoðun á þessu!:) Svo eru næstu dagar fram að jólum pakkfullir af einhverju...þetta er yndislegt.
Síðasta vika tók ég nokkur próf og hélt leiðinlegan fyrirlestur á föstudaginn sem ég kveið alltof mikið fyrir, en vonandi batnar þetta með tímanum....en eina ferðina enn, gékk vel þrátt fyrir að enginn skildi efnið nema kennarinn, en það skiptir ekki máli, 3 bónusstig í hús. Var svo í morgun í fyrsta munnlega prófinu mínu hérna, en svo flestir vita þá verða flest prófin munnleg...svo best að byrja þetta vel. Þá eru bara tvo próf eftir og flýg ég svo heim...
Það fréttist aðeins hérna í síðustu færslu en þá er verið að skipuleggja ferð í lok jan/byrjun feb ef allt gengur vel með lokaprófin. Þá er sú hugmynd að fara til Ísreals, en Gunna Dóra og Drífa eiga marga vini þar sem vilja endilega sína okkur það sem landið hefur að bjóða. Væri nú gaman að upplifa Ísreal með ísrealum, og þá er þetta tækifærið! Svo er verið að plana brettaferðina ennþá, þá til Slóvakíu eða Pólands. Þetta eru ekki leiðinleg plön og svo er líka gaman að vera með smá gulrót prófloks. En þetta kemur allt í ljós, nægur tími til að hugsa og ákveða, fyrst koma mér HEIM!


Íbúðin er skreytt. Setti upp tvær seríur þann fyrsta og ég er búin að hlusta á jólalög stanslaust. Fékk svo jóladagatal frá heiman og ekki gleyma smákökur frá elsku mömmu:)....svo er aðventukaffi á sunnudaginn. Hafðu svo ekki áhyggjur mamma, ég verð mætt til að kveikja í síðasta kertinu...



p.s. væri ekki leiðinlegt ef þið væru búinir að kæla einn Malt í gleri fyrir mig strákar;)

Thursday, November 29, 2007

jólabarn?

Fólk segir að þegar maður eldist verður maður líkari og líkari foreldrum sínum, ég held bara að þetta sé satt á vissan hátt. Ég er byrjuð að hlusta á jólalög á léttbylgjunni og það er ekki einu sinni komin desember. Hingað til hef ég bara látið stóra jólabarnið heima, mömmu, sjá um jólastemmninguna þangað til prófin klárast en samt á meðan er ég alveg að njóta góðs með því að borða endalaust af smákökum á meðan ég les og meira. En nú ég er byrjuð...byrjuð að hlusta á jólalög, skoða jóladóttið út í búðum, jólablómin (var næstum því búin að festa kaup á svoleiðis um daginn, nema stoppaði mig af og sagði ekki fyrr en í desember), ég hlakka ótrúlega mikið til þangað til að þeir kveikja á ljósunum niðri bæ....og hvað þá stóra jólatréið sem stendur fyrir framan gulukirkjuna í miðbænum. En engin getur gefið mér upplýsingar um hvenær það verður kveikt á því, en ég væri ekkert á móti því að vera viðstödd. Rölta svo um bæinn og sitjast niður á nýfundið kaffihús og fá sér heitt súkkulaði. Ó það minnir mig á Þorláksmessu með stelpunum, Kaffi tár og heitt súkkulaði 'to go':o)..úfff, smá heimþrá í gangi hérna, sérstaklega þegar ég var ekki lengi að tárast við lagið 'Komdu um jólin. Vertu hjá mér, stjörnur og snjórinn...' En ég KEM HEIM um jólin svo þetta er allt í góðu:o)


jæja, í það sem er að gerast hérna í Debrecen. Sum fög hérna á fyrstu önn hristi ég hausinn við. Við áttum að fara í próf í vikunni í sálfræði, og það átti að vera þegar annar tíma er alltaf hjá okkur en kennarinn var búinn segja okkur að við þurftum að halda smá 'presentation' og kynna ritgerð sem við erum að skrifa í Communication Skills. Svo þrátt fyrir að allir á fyrsta ári voru viss um að þau voru að taka fara taka sálfræðipróf voru við ekki viss og ákveðum, sem bekkur, að læra ekki undir það og segja bara að þetta væri hans misstök. Jæja, þá er ég undirbúinn til að kynna ritgerðina mína nema ég sef yfir mig...ég verð að gefa sjálfum mér svona hálftíma til að komast í þennan tíma (fyrsta skipti sem ég sef yfir mig hérna, btw). En ég vakna tuttugu mínútur í og stelpurnar heyra bara 'SJITT' úr herberginu mínu, fer ég fram í einu stress kasti að ég verð hálftíma of sein í þennan tíma...en gunna minnir mig á að það er hægt að taka leigubíl...jáhá, auðvitað. Hringir hún fyrir mig og afhendir mér súrmjólk dós á leiðinni út...'þú verður að borða eitthvað', þessi elska. Jæja, long story short....þá var kennarinn alveg miður sín og cancellerað kallinn tímanum þegar við löbbuðum inn. Svo ég borgaði 1000 forintur og nástum því lenti í bílslysi með leigubílnum bara til þess að fá að vita þetta! (minna ykkur á að 1000 forintur er svona 400 kr ísl svo þetta er ekki heimsendir) En samt pirrandi. Nú verð ég með tvo próf í næstu viku á sama dag og þessa kynningu...og svo einhvern fyrirlestur um mismunandi lipíð í frumumhimnum eða eitthvað svoleiðis, blah blah....ekki beint sátt. úfff...þá er ég búin að koma því frá mér.

Annars gengur allt vel, er bara að reyna að byrja læra meira til að kannski minnka álagið í janúar. Alltaf erfitt að byrja þegar það er svona langt í prófin mín en kannski smitast ég af stressi frá hinum sem er að taka þau fyrr:)

3 vikur í mig! - Stína

Sunday, November 25, 2007

Gobble, Gobble


Já það var Thanksgiving hérna á Simonyi á fimmtudaginn fyrir litla kanan. En vegna skorts á tíma og pening...og kannski kalkún og fat, þá var frekar óhefbundinn Thanksgiving dagur hérna. Það er ekkert meira bandaríkin fyrir mér heldur en epla pæ, sakna þess alveg úber mikið, sérstaklega þessi litlu sem mamma keypti alltaf í Brennan's fyrir mig og ég át með bestu lyst eftir skóla. En ég ákvað að skella í slíka böku tilefni dagsins og fór með Gunnu út í Interspar til að versla epli og fleira. Gunna, þetta yndi, ákvað að koma mér svo einu sinni enn á óvart og bjóða mér í Thanksgiving hádegismat...á engan annan stað heldur en Wasabi. Góð ástæða fyrir því að borða sushi á Thanksgiving er út af...þú veist Pearl Harbour og þá voru þeir í stríði við Japan og japanir borða sushi...auðvitað, duh. Svo við borðum yfir okkur á sushi eins og maður á að gera á Thanksgiving og eftir smá lærdóm var komin tími á eftirrétt, þá eplapæ, vanilluís og bambus. Svo var toppað daginn af með fótbolta, kannski ekki amerískan en fótbolti samt.

Ein önnur stór frétt...ég fann HAFRAMJÖL! eða kannski ekki ég. Ég þurfti að fá nýútskrifan debrecen lækni til þess að finna það fyrir mig, hún Björg. Björg er s.s. fyrrverandi læknanemi í DOTE og fyrrverandi eigandi herbergis míns. En hún reddaði þessu fyrir mig og núna kann ég að segja haframjöl á ungversku og get byrjað daginn minn rétt hérna með hafragraut:o)





25 dagar:)

Tuesday, November 20, 2007

Krummi krunkar úti...


Hver þarf vekjaraklukku þegar þú hefur fleiri þúsund krákur fyrir utan gluggan þinn? Já, Simonyi gatan fyllist af krákum eldsnemma um morgunin og sitja öll á risa tréin fyrir utan og skíta á gangstéttina. Maður verður annaðhvort að labba út með regnhlíf eða þá hettu ef skítur á ekki að lenda á þig. Held ég sleppi því að kíkja á frægu Hitchcock myndina því þá er ég ekki viss um að ég fari út í Boot Camp á morgnana...hmmm, pæling samt:)

Svo um helgina hætti gasið okkar að virka og íbúðin okkar varð frystikista. Ég svaf í tveimum ullarsokkarpörum, buxum, síðermabol, peysu og tveimum sængum yfir mig....samt varð mér ekkert sérstaklega hlýtt. Þvoði hárið mitt í ísköldu vatn sem gaf mér höfuðverk, þetta var allt mjög skemmtilegt. En eins og oftast reddaði Gunna þessu og bankaði upp á hjá nágranna okkar sem er verkfræðingu og hann fiffaði þetta eitthvað til og núna búum við í saunu....nei grín....bara kósí, með ofnalykt;)

Helgin byrjaði með að fara í afmæli hjá strák á 6. ári á föstudaginn. Þetta var rosalegt afmæli og voru allir MJÖG hressir. Svo var haldið á Masquerade Party á Silence þar sem við fengum grímur á leiðinni inn. Frekar sniðugt....þeir elska þessa þema hérna. Á laugardaginn vaknaði ég mega hress og kát, að sjálfsögu, og fór nánast beina leið á McD's. Hélt aldrei að ég mundi fara svona oft á McDonald's eins og ég geri núna...ekki hægt. En eftir það, fórum við, Ófeigur og Doddi, á innanhús fótboltamót sem var haldið hérna í Debrecen yfir helgina. Kíktum á Brazilia vs. Ungverjaland og Tyrkkland vs. Iran. Brazila vann mótið, fengu bikar...allt voða fancy. En gaman að þessu...Iranar eru með svaka stuðningslið hérna miklu öflugari heldur en Ungverjarnir, soldið spes.


Jæja, eftir þessa færslu verð ég að segja fyrir utan þetta augljósa þá sakna ég rosalega HEITU sturtuna okkar á Bollagörðunum með þessari svaka bunu því þessi hérna er svona tíu sinnum minni:( og American Style.

Einn mánuður í 'Stínu heim':)

Tuesday, November 13, 2007

ohhh...mi perro mas guapo

varð að skella inn þessa mynd af sætasta hundi í heimi....sem er alltaf til í partí;)..tekílakongurinn.



Þessi mynd er í boði Evu.....la cocoracha...la cocoracha...lalalalala.

Monday, November 12, 2007

Nýjar Myndir

var að uploada nýjar myndir frá Búdapest og Golyabalinu.

Saturday, November 10, 2007

Budpest


Ég drífði mig til Búdapest á fimmtudaginn með Dodda og Ófeigi. Við fórum í dags ferð og vorum mætt í 7 lestina hérna í Debrecen, eftir 3ja tíma svefn. Ferðin til Budapest gékk mjög vel, fórum beina leið að Dóná eftir að fá okkur morgunmat á Burger King. Ástæðin fyrir þessa ferð var að versla mér föt, því 20 kg fyrir unga stelpu í háskóla er bara ekki nóg!:) Við vorum ekki lengi að finna verslunagötuna tæma bankareikningin. Leiðin lá svo á umtalaðan og hype-aðan mexikanski staðurinn Iguana. Það kom ekkert annað til greina en fara á þennan stað því mér var lofað svaka góðan mat. Við vorum ekki klár hvar staðurinn væri svo ég tókum leigara, ekki vissi leigubílsstrjórinn heldur hvar staðurinn væri svo við enduðum með að taka rándýran leigubílsferð fyrir vegalengd sem við höfðum verið 10 mín að ganga. Ég var fyrir mestum vonbrigðum þegar maturinn kom....hann var bragðslaus og bara já, ógeð. Enduðum svo ferðina með að kíkja inn í moliið og kláruðum síðustu forinturnar okkar þar:) Lestin heim átti að vera klukkan 19 aftur með 'hraðlestinni' en vegna þess að við reiknuðum ekki með miðaröðina þá misstum við af henni. Endðuðum með að taka vellyktandi sígunalestina klukkutíma síðar. Klukkan tólf vorum við loksins komin til Debrecen aftur....en fyrir suma var þetta ekki endirinn. Doddi gleymdi töskunni sinni á skítapub sem við fundum í undergroundinu þar sem var bara skuggalegt lið og rónar en okkur dauðlangaði í bjór. Doddi fór aftur til Búda klukkan sjö á föstudag kíkti á barinn og ótrúlegt þá var taskan hans þar. Barþjóninn þar hefði séð róna með töskuna og fannst hún einum of fín fyrir hann og tók töskuna af honum. Eina sem vantaði var smá klink, húfa og rakspíri....sem er kannski það eina sem rónin vantaði. Skildi eftir mynavélina, ipod, og vegabréfið. Góð endir á skemmtilegri og eftirminnilega ferð.

Var að klára horfa á fyrsta heila 90 mín Liverpool leik síðan ég kom og auðvitað vinna þeir....allir leiki sem ég kíki á enda vel...held að Liverpool ætti bara að redda því svo ég gæti auðveldlega séð alla leik víst ég er svona ómissandi!!

Núna þegar þessi leikur er búin get ég farið að gera mig til fyrir Golyabal sem er nýnema ball fyrir alla læknanema hérna. Ballið er í aðalbyggingunni og er svaka fancy...sýni ykkur myndir seinna.

Sunday, November 4, 2007

það er ekki bara fallegt fólk sem býr á simonyi....


heldur yndislegar stelpur sem koma koma mér sí á óvart!...ég var s.s. heima í gær að læra undir drepleiðinlegt biophysics próf sem er í vikunni þegar ég fæ sms frá Gunnu að eitthvað hafi komið upp á og ég yrði að koma með Drífu á Plaza (mollið í Debrecen) og við þurftum að ræða málin. Ég var farin að búa til allskonar hluti sem gæti verið að. Jæja svo var haldið á Plaza með Drífu og hringir Gunna um að eitthvað væri að leigusamningnum okkar og við værum að fara ræða við landlorðinn. Þær leiða mig inn í hús og svo inn í snyrtistofu og beint í tveggja tíma andlitsnudd! ég var svo sjokkeruð og kjaftstopp að ég hefði ekki einu sinni sagt hvað ég heiti. Þær eru svo æðislegar og gera allt til þess að láta mér líða vel hérna og ekkert annað kæmi til greina. Ekki nóg með þetta en svo eru þær búinar að bjóða mér herbergið eftir áramót og lengra!...lá rós á koddanum mínum með falleg skilaboð frá Gunnu:) svo ég verð áfram á Simonyi og get þá komið mér ennþá betur fyrir. Ég hefði ekki geta verið meira heppin eftir að koma svona seint í skólann, til ókunnugs lands og ekki svo ánægð með þetta allt saman....datt inn í herbergi sem átti að vera tímabundið...en vegna þess að ég hef komist í gegnum öll próf sem Simonyi tens hafa sett fyrir og allt gengur eins og í sögu. Rós, dekur, knúsar og kossar....Simonyi.

Það er greinilega ekki svo erfitt að búa með mér...þau sem hafa kvartað á Big Blue;)

Friday, November 2, 2007

Halloween

Á miðvikudaginn var Halloween og ælta ég að byrja með að leyfa ykkur að giska hvað ég er....

(hint: tvo orð á ensku...fyrsta orðið er litur. Svo er ég með frímerki á kinninni og heimilisfang)

Eins og hefðin er hjá mér þá bjó ég til drulluköku og nýjan blóðfordrykk fyrir nokkra vini hérna í Simonyi...svo var lá leiðin í partí hjá Maríu og Hrafnhildi þar voru allir mættir í búning og mjög góð stemmning. Í næsta íbúð var svo annað partí hjá norskum 1.árs nemum svo þetta var í raun eitt huge partí. Það var bara ein manneskja sem náði að giska hvað ég væri án þess að gefa henni hintin. Nokkrar myndir fylgja....




Monday, October 29, 2007

DOTE

Þá er kannski kominn á færslu um skólann sem ég er læknisfræði nemi í þessa dagana, verð að hafa eitthvað fyrir alla. Þá er ég að tala um University of Debrecen. Skólinn var stofnaður minnir mig 1912, ári eftir Háskóla Íslands. Hérna kenna þeir læknisfræði bæði á ensku og ungversku en mér skilst að þessar tvær deildir hittast aldrei, nema á einu balli. Til þess að byrja með eru þessi leiðinlegu grunnfög sem er allsstaðar kennd, en maður verður víst alltaf að byrja á þessu leiðinlegu og er alltaf best að sigta út fólkið sem virkilega nennir þessu og nennir þessu ekki.
Fögin sem er á fyrsta önn eru....

Biophysics: sem ég veit ekki alveg með, þau eru að kenna mann á helstu læknisfræðileg tæki eins og MRI, CAT, PET, CT....þið skilið. Svo er eitthvað um frumurhimnur og flutning á hinu og þessu. Þetta er svona frekar drepleiðinlegt fag en maður verður víst að læra þetta...svo þeir segja. Biostatistics er innifalið í þessu sem er eiginlega bara venjuleg tölfræði nema að dæmin hafa eitthvað með sjúkdóma og sjúklinga að gera. Við erum búin með tölfræðina og tóku prófi í því í síðustu viku. Þetta fag er svona það erfiðasta núna og eru margir sem hafa haft erfitt með það.

Medical Chemistry: það er bara voða fancy að bæta 'medical' in í þetta...en við erum bara að tala um efnafræði hérna. Við erum búin að taka próf úr Almenn efnafræði og er Lífræn og Ólífræn eftir....samt er það svo allt sem prófað um jólin, en eru miðannar próf af og til. Voða lítið að segja um þetta.

Medical Latin: þetta er bara læra svona læknisfræði 'terminology' um líkaman, þá beinin, vöðvar, æðir og bara latínu orð fyrir hitt og þetta tengt líkamanum. Þetta er bara allt í lagi tími...soldið bara páfagaukalestur.

Communication Skills: þetta er kúrs um almenn samskipti lækna og sjúklinga.

First Aid: sem er bara skyndihjálp sem er alltaf gott að læra þrátt fyrir að búin að fara á nokkur svona námskeið.

Medical Psychology: ég er ekki búin að vera neitt svaka dugleg að mæta í þessa tíma því maður fær allar glósurnar og svona en þetta er bara svona venjulegur sálfræði kúrs....enough said:)


Þetta er alveg ágætis skóli...ég kannski hef ekki mikið upplifað hvernig er að vera í 'læknisfræði' hérna en það byrjar strax á næstu önn þegar anatómían byrjar. En allavegana er erfitt að leiðast hérna eða vera einmanna því maður getur alltaf fundið íslending við næsta borð þegar maður er að læra og er ég líka svo heppin að búa með tvo sprelligosa, að lítill tími fæ ég til þess að leiðast.

-stína-

Saturday, October 27, 2007

Þá er það staðfest...

...Að ég kem heim um jólin:)
Ég ætla ekki að hafa þetta neitt 'surprise'...svo þið getið verið vel undirbúin!!

Ég verð komin á hið fagra Seltjarnarnes fyrir kvöldmat, c.a. sex leytið, þann 20. desember þ.e.a.s. ef allt gengur vel!
wííííí....

Skelli svo inn eina mynd af Simonyi genginu...
(ég, Gunna Dóra og Þorgerður Drífa)

Wednesday, October 24, 2007

Eitt stykki góðverk.


Ég er að fara í próf á eftir í Biostatistics.....ég er ekkert sérstaklega stressuð fyrir þessu prófi, en ef ég næ yfir 75% þá fæ ég að sleppa þessum hluta í lokaprófinu sem er þýðir lengri tíma til að eyða á klakkanum í jóla fríinu.

Jæja þá kemur færslan...ég fæ stundum rosalegt æði fyrir einhverju og á erfitt með að einbeitta mér fyrr en ég fæ þetta sem ég þrái. Einmitt áðan langaði mig alveg rosalega í heitt kakó...ég er ekki lengur heima hjá mér svo það er ekki sjálfsagt að fara inn í eldhús og þar er til kakó, neibb...það þýddi ferð í Heliker. Fyrir þá sem hafa þurft að hlusta á mig í sumar og sumum tilfellum upplifað ýmis skemmtileg atriði þá er ég öll í þessu 'karma' trúi. Ég trúi að ef maður gerir góða hluti fær maður það til baka. Anyways...þá er alveg hægt að finna nokkra betlara hérna um Debrecen og er einn sem er soldið að hanga í kringum Heliker og ég, í þetta sinn, fór inn í búðina keypti eitt stykki Nesquick og banana, borgaði gömlu afgreiðsludömunni og fékk afganginn...gékk svo út og lagði banana og klink í hattinn hjá karlinum:)
Hann sagði reyndar eitthvað á ungversku sem ég skildi ekki...ég vona bara að honum finnist bananar góðir, annars hefur hann klinkið til þess að kaupa sér bjór eða eitthvað.

Gott að safna góðu karmai svona rétt fyrir próf;) En ef ekki...þá er best að halda áfram að reikna og lesa!

Monday, October 22, 2007

Toto, I've got a feeling we're not in Kansas anymore.

Ef ég mundi lifa svona eins og geri hérna í Debrecen annarsstaðar eins og t.d. á íslandi mundi ég þurfa að vera fáranlega vel sett því annars mundi það ekki koma til greina. Hérna eru nokkur dæmi um hvernig 'ríka lífið' er í Debrecen eða það sem er skemmtilega öðruvísi...

- Ég fer reglulega út að borða. Að elda heima geri ég bara á svona 'special occasions' eins og sunnudögum og svona...annars hef ég alveg reynt á pakkasúpur og pasta en finnst þeir eitthvað öðruvísi hérna en heima.

- Við stelpurnar erum með þrifkonu. Hún mætir hingað á föstudagsmorgni og sér um að þurrka af, ryksuga, skúra og klósettin. Við borgum svona 1/6 það sem maður gerir heima og þetta mjög algengt meðal íslensku (og aðra) nemum hérna.

- Hérna eru áfengisbúðaferðir ekki nauðsynlega fyrir djammið. Maður getur sest niður á bar eða veitingahúsi og bankareikningruinn finnur ekkert frekar fyrir því.

- Ungverjar djamma helst á miðvikudögum.

- Þeir heilsa með 'see-ya' og kveðja með 'halló' (auðvitað ekki skrifað svona, en svo þið skilið)

- Breyta dögunum...laugardagur verður mánudagur...laugardagur verður föstudagur...ahhh.

- Veðrið er jafn skrítið og á íslandi. Ég var á leiðinni út um daginn og byrjaði ekki bara koma haglél, svo bara var það búið og kom fínasta veður. Svo tveim dögum áður var c.a. 20 stiga hiti.

-Próftímabilið er yfir jólin og áramót...en plús aðrar 5 vikur. (Samtals sex)

- Þetta er nóg í bili...best að halda áfram að læra undir þetta blessaða próf.

Svo er ég búin að pína sjálfan mig í að setja upp svona myndasíðu..hingað til hef ég náð að forðast því ágætlega vegna þess að ég er bara alltof óþolinmóð að bíða eftir að þær upload-ast. En ég þakka Kötu fyrir flestar partí-myndir því eins og oft áður er ég of löt.

Þetta er svo íslensku krakkarnir í bekknum mínum mínus tvo....(Doddi, ég, Bjartur (niðri), Ófeigur og Kata)

-stína

Sunday, October 21, 2007

Ef í gær var mánudagur..hvaða dagur er þá í dag?




Já, það var mánudagur hérna í Ungverjalandi í gær. Það þýddi að við þurftum að mæta í alla mánudags tímana okkar í gær en þá fáum við frí á morgun í staðinn. Svona er þetta hérna maður verður að vinna upp fríin sín, það er ekkert gefins. Það verður þannig aftur eftir viku og þá verður föstudagur á laugardegi og þá önnur löng helgi.

Þá kom Brynjar Örn í heimsókn til mín og ég sótti hann út á Debrecen lestarstöðunni þriðjudagskvöldið. Hann kom inn í fínu Simonyi íbúðina með einu skilyrði að hann staupaði eitt palinka skot.....þetta Palinka er 60% áfengt og heimabruggað hjá einhverjum gömlum ungverja. Eins og þið sjáið var þetta keypt í gallon flösku sem er nauðsynlegt því maður fær ekki nóg af þessu (kaldhnæðni). Þetta er allavegana eitthvað sem þið..framtíðargestir geta hlakkað til fyrir.

Brynjar fékk að kynnast Debrecen lífinu hérna...við fórum að sjálfsögu á Palma, fórum á Sushi staðinn Wasabi og svo kíktum út á ungverska eðaldjammið á miðvikudaginn. Við fórum soldið illa með drenginn því að hann endaði með að missa af tveimum lestinum en náði loksins 15 lestina:)

Jæja, þá er fyrsti kominn og farinn og bíð ég spennt eftir næsta gestnum mínum. Ef það verður að sannfæra ykkur þá taliði bara við hann Brynjar og ég er viss um að hann getur sagt ykkur góðar sögur um lífið og fólkið í Debrecen.


(sátum úti á svölum í c.a. 18 stiga hita...reyndar var byrjað að kólna þegar myndin var loksins tekinn)

-stína

Wednesday, October 17, 2007

Simonyi 29





Já, það kalla ég 'heima' hérna. Blokkin er á aðal tramma götunni og kemst maður á helsta staði á þessu. Litið hef ég séð sem er ekki á tramma leiðinni þema eina götu til hliðar þar sem ég versla inn í matinn. Við búum á hefstu hæð og getur verið algjört horror að labba upp með tvo þunga innkaupspoka...en þá sleppur maður bara einum 'rass, maga, og læri' tíma.


Á horninu er Palma(neðan) og Heliker. Palma er aðal staðurinn að borða og er bókað að hitta á minnsta lagi einn íslending þarna inni. Gunna er vel þekkt þarna. Ég labba inn, spyr fyrsta þjónin hvar Gunna Dóra er og þeir vísa mér til hennar. Þessi staður er mikið stundaður, ég er búin að vera í tvær vikur og um daginn labbaði ég inn sagði ekki orð nema brosti og gaurinn benti mér á borðið hennar Gunna...afar heimilislegt. Heliker er supermarkaður sem er að mínu mati frekar óþolandi...ég á til dæmis mjög erfitt með að kaupa mér nokkra banana. Fyrsta tilraun fór ég með tvo upp að kassanum og konan blaðrar eitthvað á ungversku og ég gjörsemlega týnd, þá hefði ég gleymt að vigta þá og fá límmiða. Í annað skipti, vigtaði ég og setti límmiða en var stoppuð því ég gleymdi að setja í poka! Svo er alltaf einn kassi opin og massíf röð svo ekki sens að skreppa og kaupa mjólk, og er einnig með fáranlegan opnunnar tíma.

Tuesday, October 16, 2007

3.vikan byrjuð.

Ég var að koma heim og ég er búin að vera í efnafræði prófi og biophysics tilraun, klukkan er ekki orðin tíu. Reyndar mjög fljót tilraun hjá mínu hópi en án gríns var prófið sett fyrir 6.45 í morgun...mjög hressandi svo mæta glorhungruð í tilraun.


Þá var þessi helgi mjög merkileg því Ice Obese unnu stelpumótið í fótbolta. Við rústuðum úrslitaleiknum 13-0, leikurinn flautaður af því dómarinn nennti ekki að telja hærra. Sorglegt að segja að fyrri leikurinn okkar á móti þeim fór 0-0. Hérna er mynd af Simonyi tríóinu í upphitunardressinu...Ice Obese flygja vonandi síðar en ég verð að ræna þeim einhversstaðar.

(ég er ekki alveg búin að læra á timer-inn)

Eftir mótið var borðað og svo tók við að fagna sigrinum, eða allavegana við stelpurnar því strákarnir náðu ekki eins góðum árangi. Partý og djamm niðri í bæ á Silence og bíddu annað gott nafn...Basis! Lögðum af stað heim þegar gamla fólkið var að fara ná í sunnudagsblaðið:)

Ég er orðin ansi góð að rata hérna...enda reyni ég alltaf sjálf. Hef reyndar villst einu sinni eða tvisvar sem er bara nauðsynlegt. Svo í gær tók ég nokkrar myndir af Háskóla Sjúkrahús svæðinu...mjög sætt, eins og annar lítill bær. Svo sjáiði tvo læknanemar (Kata og Bjartur) tilbúnir í næsta tíma...skyndihjálp. Ég held að dúkkan lifi þetta af.















Ég fæ svo fyrsta gestinn minn í kvöld. Sá síðast sem ég kvatti á leiðinni og þá í Köben meðan beið fluginu til Budapest. Hann kemur hingað og svo planið að fara til Budapest með honum í einn dag.

Thursday, October 11, 2007

Igen = já

Trabant er mjög vinsæll bíll hérna og rauði liturinn...ég hef allavegana oft rekist augun á rauðum trabant. Nema kannski þetta er alltaf sá sami....

(háskóla/sjúkrahúsa svæðið...myndvélin mjög flink)

Annars er það bara þannig að ég kíkti út á miðvikudagsdjammið, annað árið var að klára prófturn og þurftu 'allir' að halda upp á því. Miðvikudagar eru aðaldjamm dagar ef maður ætlar að taka vel á því. Ástæðan fyrir því að það eru svo margir hérna sem búa í sveitum út um allt og þá fara heim um helgar. Maður sér strax hverjir eru ungverjar (fyrir utan það að vera 'ljóta fólkið' ) því þau mæta á föstudögum í skólann með ferðatöskur. Jájá...best að eyða ekki tíma í að fara heim og kippa í töskuna áður enn er farið í lest/bíl. Svo eru stífar æfingar fyrir fótboltamótið um helgina. Gunna er búin að panta sérstaka boli fyrir okkur og ætlum við ekki bara að vinna þetta en vinna þetta með stæl. Svo inn á milli fótboltans og bjórsins kíki ég á bækurnar.


-The new girl, Mariah-

Sunday, October 7, 2007

Fyrsta helgin í Debrecen.

Jæja, þá er komið sunnudagskvöld og örugglega tími til þess að blogga um fyrstu helgina hérna, fyrsta fylleríið (sorrý mamma og pabbi), fyrsta fótboltaæfingin, fyrsta...jæja, þið nái þessu.. soldið mikið fyrsta í gangi hérna.

Föstudögum erum við í skólanum til 19.00 sem er algjört horror svo við eigum svo sannarlega skilið að kíkja aðeins út eftir það. Eins og öll kvöldin hérna þá fórum við út að borða á alveg æðislega góðan japanskan stað...Wasabi...og þá voru þetta nokkur bekkjasystkinin mín Ófeigur, Doddi, Bjartur og Kata og svo Vaka sem er á 3. ári. Ég borðaði yfir mig af sushi færibandinu...mesta úrval sem ég hef séð. Málið er að maður verður að sitja þarna í marga tíma til þess að fá fyrir sinn pening...þetta var mjög dýrt, eða þannig...dýrt fyrir svona 'ungverja' eins og mig. Svo fórum við á Imperial þar sem við spiluðum púl er nokkra tíma. Ég vann 2/3...sem er helv. gott. Við þurfum ekkert að ræða hvernig ég fór að því....það fylgir ekki sögunni. Svo enduðum við á Silence...mjög hipp og kúl staður:) Skemmtistaðirnir hérna eru oft með ensk nöfn...og þá kem ég með bestu..Silence, Da Cool, og El Tornado. Mjög töff. S.s. fyrsta djammið í Debrecen var mjög ljúft allir enduðu á skallanum en ekkert vesen það er náttla svo ódýrt að hella manni fullan hérna í Ungó.

Laugardagur...vaknaði ég eldhress og út í hádegismat fór ég með Ófeig og Drífu. Við fórum á Pálma sem er heitasti staðurinn hérna og er ég búin að borða þar 5/7 dögum síðan ég kom. En svo eftir hádegismat og smá göngutúr var búið að renna af mér og þynnkan kom inn sterk og var ég ónýt fram að kvöldmat. Jæja, aftur fórum við út að borða á Ungverskan/Afrískan stað. Fólkið hérna er mikið fyrir að hafa svona þema á veitingastöðum þeirra en maturinn eða tónlistin ekkert endilega í samhengi við það. Við erum með saloon, sjóræningaskip, afrískt...eina sem ég hef séð hingað til.

Sunnudagur...loksins fór ég út í búð og verslaði vel inn mat svo ég get byrjað að nesta mig (koma mér í rútínu er algjört must) og keypti smá skóladót....hálf vandræðalegt að eiga bara eina stílabók:) Kíkti á fyrstu fótboltaæfingu...þá með ísl. stelpum hérna í námi. Það er mót í næstu viku og verð ég í sigursæla liði Gunnu. Þær unnu í fyrra svo það er ekkert annað en verja titilinn!

jæja...það fylgja engar myndir þessa færslu því ég var aldrei með myndavélina. En bráðum detta vonandi myndir af íbúðinni, blokkini...svona skemmtilegt. Nei og svo bekkjasystkinum og meðleigendum. En annars er ný skólavika að byrja og það er bara eintóm skemmtun!

kveðja...'nýja stelpan',

Stína

Thursday, October 4, 2007

And what was the cause of death, doctor???


Jæja...í dag byrjaði læknisfræði. Ég smyglaði mér inn í krufningu í dag með Drífu (meðleigandi) og 3. árs bekkjasystkini hennar. Það er ekki eðlilegt að fyrsta árs nemi skellir sér beint í að kryfja og hvað þá fyrstu vikuna!....en enda er ég engin eðlilegur fyrsta árs nemi;) Þetta var mjög sérstakt...við löbbuðum inn og skelltum okkur í slopp. Þar inni lágu þrjú lík, öll skorin og innyflin á borðunum. Lyktin var ekkert eins og í blómabúð en samt ekki eins slæm og fólkið var að reyna vara mig við. Jæja, svo umkringdum við borðið og kennarinn byrjaði...fyrst kom sjúkrasagan um 85 ára gamla manninn síðan byrjaði að skoða allt sem leiddi til dauða mansins.
Eftir að vera í svona ógeðislega leiðinlegum grunnfögum fékk ég aðeins að kíkja í framtíðina í dag og sá afhverju ég er hérna sem var nauðsynlegt eftir erfiðan gærdag með hugsuna að snúa heim. En það er gott að hafa heimþrá...sýnir hvað maður hefur það gott heima:)



Næsta önn byrjar anatomían þá byrjar maður að skera....

Wednesday, October 3, 2007

Fyrir þau sem voru á þjóðhátíð...eða heyrt sögurnar.















Ég fékk póst í dag á facebook....skemmtilegt var að þetta var sænskur strákur sem er á íslandi í hálft ár. Hann sagði mér alla söguna sína og hvar hann býr og vill læra íslensku og þá kynnast íslendskum krökkum. Það er kannski ekki svo venjulegt að fólk er bara að senda ókunnugum póst á facebook en þessi strákur hefði tekið eftir prófíl myndinni minni og leyst svo vel á hana...það var ekki ég eða útsýnið sem greip hann heldur var það fallegi gítarinn minn (eða hálfur gítarinn minn). Sá sænski er nefnilega mikið fyrir að spila á gítar og hefur meiri segja lengi verið að kenna. Hann vill endilega að ég hafi samband við hann svo ég get kennt honum íslensku á meðan við tökum "JAM SESSION"!


Þetta er bara mest fyndið og hljógum við mikið af þessu hérna...enda þekkja stelpurnar hérna vel gítar hæfileikana mína.

its off to Debrecen I go...

jæja...þá kemur færslan sem allir eru búinir að bíða eftir í heila þrjá daga. Fyrsta færslan verður ekki sérstaklega "skemmtileg" því ég ætla bara að segja hvernig fyrstu dagarnir voru.

Á leiðinni til Debrecen stoppaði ég við í Köben í c.a. sex tíma....ég og Brynjar (vinur minna af nesinu sem er skiptinemi í Köben) áttum alveg yndislegan dag saman. Við hittumst á Strikinu og borðuðum 'All you can eat' pítsu sem var bara mjög góð sérstaklega því ég var alveg glorhungruð. Við löbbuðum um Nýhöfn og fengum okkur einn öl og skoðum okkur um. Ég greip svo í eitt stykki hjól og við náðum að hjóla um sum af hverfunum en komumst ekki til Kristjaníu sem við tökum næst! En skemmtilegt að segja að þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brynjar tekur á móti mér mjög döpur miðleið því ég hitti hann einu sinni óvænt á Minneapolis flugvellinum og þar líka ný búin að kveðja alla í Wisconsin.

Svo var flugið til Budapest....þar sótti Leo leigubílstjóri mig. Hann er traustur leigubílstjóri íslendingana hérna. Við náðum því miður ekki að tala saman alla þessa leið frá Budapest til Debrecen...2-2 1/2 tíma....því hann talaði ekki orð ensku en var oft að benda og tja sig og ég skildi ekki orð.

Ég komst svo til Gunnu og Drífu sem eru á 5. og 3. ári í heilu lagi og fór ég beina leið til Debrecen engin detour gegnum Slóvakíu eða eitthvað slíkt. Þetta er yndisleg íbúð sem þær búa í og hafa þær boðið mér til þess að vera fram að áramótum sem ég þáði að sjálfsögu eftir að frétta af húsinu sem ég ætlaði að flytja inn í dag fengu innbrotsþjófa í heimsókn meðan stelpurnar sáfu uppi. Þeir voru ekkert var við þessu en tölva, ipod og pening stolið. þannig að ég var að taka upp úr tösku og koma mér fyrir í nýja herbergi mínu.
(aðalbyggingin)
Skólinn byrjar ágætlega...einn kennari tók ekkert sérstaklega vel á móti mér í dag en ég bara brosti og afsakaði mig og við sjáumst svo hvað gerist. annars eru sum fögin frekar auðveld eins og efnafræði og biostatistics svo ég ætla að fara á morgun og ath hvað ég get fengið metið sem væri algjört snilld og mundi flýta fyrir náminu svona pinku.

jæja...þetta er nógu löng færsla og eru kannski sumir hættir að lesa. En þetta var fyrsta færslan svo detta inn nýjar upplýsingar seinna um hitt og þetta sem er áhugavert og skemmtilegt hérna í Debrecen.
(mér finnst litirnir hérna sérstaklega fallegir í debrecen)
ég sakna ykkar alveg ótrúlega mikið!

Missjú,

Stína