Monday, March 31, 2008

Gumball3000

...continued.
Á föstudaginn fylltu um 150 erlendir læknanema götur og bari Debrecen...betur þekkt sem Gumball. Byrjað var næðst niðrí bæ á Debrecen lestarstöðinni, þar inni á mjög skemmtilegum bar með alveg yndislegum og fallegum gömlum ungverskum körlum sem var einkenni þessu fyrstu bari sem áfengið var ódýrt og erlendir nemendur láta sjá sig einu sinni á ári. Þaðan þurftum við að ganga alla leiðina að háskólasvæðinu og stoppað á 17 bari. Skylda er fyrir strákana að drekka bjór eða skot á hverjum stað en stelpur máttu taka á annan hvern, en víkingarnir taka ekki þátt í svoleiðis aumingjaskap! pffff....
Þetta var sjúklega gaman, allt öðruvísi stemmning en maður hefur kynnst áður...fylla alla local ungverska barina af rugluðum og fullum framtíðar læknum, mjög góð sjón. Sumir fengu að kynnast nýrri menningu eins og til dæmis einn bekkjarbróðir okkar frá Vietnam sem ákvað að kíkja út með okkur í fyrsta skiptið. Þessi strákur er búinn að bjóða mér og Kötu til Vietnam í sumar....veit ekki hvort hann hefur skipt um skoðun eftir þetta kvöld en þegar ég var á öðrum bjór, leit hann á mig...'you're having ANOTHER?'...eina sem ég gat svarað var 'hun, I have 15 to go!;o) Hér hefur maður nú fengið að kynnast ólíkum hefðum og menningu....það getur líka engin unnið íslendingana í drykkju, það gerist allavegana seint! Enda held ég það voru nú flestir íslendingar sem náðu að klára án þess að svindla...fórum alla leið og sigruðum Gumball3000. Viðurkenni samt að ég sleppti tveimum börum í byrjun þar sem það voru svona nokkur skref á milli bari en náði að taka 15, geri betur næst...en það er nú jafnmikið ef ekki meira en fólkið sem náðu ekki einu sinni út að enda. Treysti sjálfum mér ekki með myndavél á djamminu svo ég vil þakka Andra og Kristó fyrir myndirnar.


Laugardagurinn fór í þreytu og þynnku....fór í bíó, borgaði 1200 ft til að sjá hálftíma af The Bucketlist... hraut ég í gengum restina. Náði byrjun og svo endan...og ég get alveg sagt ykkur hvað gerist þarna á milli, hún var það spennandi. Svo er ég farin að setja lykilorð á myndasíðuna mína því ég er komin með stalker ef ekki tvo...þar sem ég var að fá 100-200 visits á dag. Lykilorð: stina. Og ekki misnotað það!



Vorið er komið:o)
Ein mynd af fallegum vorblómum í Debrecen

xoxo

Thursday, March 27, 2008

Páskahelgin

Helgin fór alveg nákvæmlega eins og ég lýsti planinu, klikkaði voða lítið á því....sumir eru meira að segja einu dekki fátækari.

En Páskadagur var þannig....
Ég sat upp í rúmi og opnaði páskaeggin mín (í fleirtölu) og las málshættina upphátt fyrir sjálfan mig, hló og sagði svona 'ahah' eða 'jáhá'...'þessi er nú góður'. Svo tók ég myndir af þessu öllu svo þið fáið að vera með í hamingjunni hjá mér....og súkkulaði átinu.

Málshættarnir: 'Sjálfs er höndin hollust' og 'Af góðum hug koma góð ráð'.

Treystiði mér, ég náði brandarnum.....en svo lærði ég eins og fyrirmyndar nemi þar til 'the unmentionable' tók sér stað.

Við krakkarnir héldum svo af stað til Bjarts þar sem við elduðum nautalundir í dijon sinnepi, piparsósu, salat og kartöflur.


Ég og Ófeigur stálum greinar frá í nágrenninu, páskagreinar með gulumblómum. Svo til að halda hefðir mömmu hérna í Debrecen, skreytti ég þær með páskaeggjum og kanínum:o) makin' my mamma proud.

Í eftirrétt var súkkulaðikaka a la Frænku, sem klikkar aldrei.


Við vorum þrusu góðir kokkar saman og bjuggum til gómsætan páskamat og ekki ætluðum við að komast neitt lengra frá sófanum vegna ofáts þar til það var gerð eitt 'beer run' í Nonstop og áður en við vissum af vorum við komin í ísrealískt grímupartí....enduðum með að dansa eins og vitleysingar fram að morgni.


Kata, ég, Ófeigur, Doddi & Bjartur

Á morgun er annað próf, en eftir það er hið árlegt GUMBALL.....to be continued;o)


xoxo

Thursday, March 20, 2008

Páskaplanið

Í fyrsta lagi...hversu óheillagt er að hafa próf á Föstudaginn Langa??? ég er allavegana núna stödd að skoða vefjafræði sýni til að undirbúa mig undir próf á morgun. Það gengur líka það vel að ég sá að það var komin tími á nýja færslu!
Við fáum þá frí á mánudaginn svo það er löng helgi framundan og ég þarf ekkert að gera upp þann dag, jeij! Helgarplanið...

Föstudagur: Mæta í próf, fá 10, klára skóladaginn, mæta aftur í 3. manna bylgju á Debrecen körfuboltaleik og bjór...framhaldið, aldrei að vita??.

Laugardagur: Debrecen 'Loki' fótbolta leikur á móti liðinu Búdapest MTK sem situr efst fyrir framan mínu liði í deildinni. Versla í matinn svo kannski smá lærdómur, tjaaa það er samt ólíklegt víst það er páskahelgi...annars alveg óákveðið.

Sunnudagur: Manchester Utd vs. Liverpool...þar eftir ræðst algjörlega hvernig leikurinn fer! hvort ég fari í fýlu og ræni hinu dekkinu hans ófeigs eða fari að njóta páskamatsins með vinum....nei smá grín, eða hvað? allavegana ákeðið að það erpáskamatur hjá Bjarti, þar sem við, ég, Bjartur, Kata og Ófeigur ætlum að elda gómsæta páskaveislu og bara hafa það extra gott saman. Þetta eru fyrstir páskar sem ég eyði ekki með fjölskyldunni...look, i'm a big kid now! (segja þetta með Pull-ups auglýsinguna í huga, þið sem getið)

Mánudagur: Klára páskaeggin....jábbs...páskaeggin, í fleirtölu! þarf ekki nema flytja til útlanda 22. ára og fá loksins TVO páskaegg. Life is good.


xoxo

Tuesday, March 11, 2008

Loki



Nei, ég er ekki að tala um Snorru-Eddu hérna heldur fótboltalið Debrecen sem eru með nickname...LOKI. Ég er búin að vera suða í Ófeig núna í marga mánuði að fara á leik og loksins hættu þeir í þessu endalausa fríinu sínu og spiluðu leik í gær. Þeir eru með gott lið hérna, búnir að vinna titilinn hérna í Ungverjalandi síðan 2005 og þeir sem eru miklir fótboltaáhugamenn muna kannski eftir því þegar þeir spiluðu á mót Man. Utd í Meistaradeildinni árið 2005.


Ég, Kata og Ófeigur kíktum á völlinn í gær eftir skólann. Þetta var fínt leikur, fór 2-0 fyrir Debrecen. Ég og Kata vorum afar æstar þarna í stúkunni með hinum gömlu körlunum að hrópa og syngja á ungversku/íslensku. Ég er sjálf voða mikið fyrir að reyna að vera með í einhverjum hefðum eða venjum og það fór ekki framhjá okkur að ungverjarnir eru stanslaust að éta sólblómafræ (mér sýndist það vera það) á meðan. Þeir setja það upp í sér, ná fræið í miðjunni og spýta svo hún hýðið, í endan myndast svona fræjahýðihrúga fyrir framan hvern mann. Fórum við svo í hálfleik að kaupa okkur einn poka og skildum ekki beint hvað var æðið með þetta, þetta var alltof mikið vesen fyrir svona lítið bragð. En eins þrjósk og ég get verið hélt ég áfram að naga fræinn allan seinnihálfleik....

Best var samt að horfa yfir í næstu stúku og sjá allt fólkið með fræin sín....þetta minnti mig á Willi Wonka og þegar íkornin eru að opna hneturnar, höndin upp svo niður, upp svo niður...aldrei að vita kannski vorum við ekki beint að ná þessu, er kannski sólblómarfræjarfyrirtæki hérna í debrecen??? mmmm....

tók vídeó af þessu öllu...enjoy:



nóg af fótbolta í gangi, svo er það bara meistaradeildin í kvöld. jippíkæjæjeiiiii...
xoxo

Monday, March 10, 2008

Brain Freeze

Gasið er bilað hjá okkur aftur. Sturtan er búin að vera svo fín eftir að ég kom aftur út en núna í dag fékk ég að finna fyrir svakalegan brain freeze, þar sem sturtan gefur bara frá sér ÍSkalt vatn. Hálftími liðin og ég er ennþá að bíða eftir að höfuðverkurinn fari.



Voða lítið að frétta nema að ég fór í fyrsta anatómíu prófið mitt á föstudaginn í Upper Limb. Mætti upp í Anatómíu Deildina þar sem hægt væri að skera tensionið með hníf það var svo mikið stress í loftinu. Ég náði ekki að vera með þeim fyrstu inn, svo ég beið fyrir utan með ipodinn í eyrunum og horfði niður á gólfið til að forðast að sjá vonsvikna svipi af fólki sem væri að ganga út úr prófinu með fall...en þegar kom að mér fór ég inn, fékk 'posterior antebrachial region' s.s. aftan á framhandlegginum. Fór ég að líkinu mínu, svaraði spurningum prófarans, fékk einkunn og gékk út mjög sátt:o) Þá var ekkert annað en að kíkja á Debó föstudagslífið eina ferðina enn, en núna var nú sérstakt tilefni, svo þá er það allt öðruvísi. Steakhús, púl, shhhhh....Silence, McDonald's svo Simonyi að sofa.

Ég er líka orðin svakalega sjúk í bíó hérna....ég og Gunna erum orðnar alveg eins skraut inn í bíósalnum enda erum við ekki óvanar því að fara tvisvar yfir helgi. Erum líka byrjaðar að taka það að okkur að sjussa þess ungverja sem fatta ekki að allir geta ekki lesið textan og verða að HEYRA. Heima fer ég mesta lagi í bíó þrisvar á ári, svo þetta eru miklar framfarir. Fór á No Country for Old Men, mjög góð mynd...öðruvísi, alltaf gaman af myndum sem eru ekki beint eftir Hollywood uppskrift.

Svo skulum við ekki gleyma þessum skemmtilega Liverpool leik...eina ferðina enn. Gotta lov'em!:)

xoxo

Tuesday, March 4, 2008

Bus driver...Move that bus!

Þá er ég búin að gera allt sem ég ætlaði að gera við herbergið mitt í bili. Fyrst var það finna skrifborð. Ekki mikið pláss inn í herberginu út af rúminu svo eitt lítið og sætt væri ideal....

Gunnu fannst ekki eins sjálfsagt og mér að maður keypti sér bara eitt stykki skrúfjárn og skellti því saman sjálf. Og þá er ég komin með borð, með skúffu takiði eftir...

(oftast er tölvan ekki á borðinu. Svo þetta er ansi þröngt þarna í myndinni, bara svo engin fer að gera grín af litla borðinu mínu.)

Næst var rúmið. Ég fór ferð í Jysk, hungverska Rúmfatalagerinn til að finna einhver ágætis en ekki of dýr rúmföt. En sjaldan kaupir maður eitthvað hérna og það er að 100% í lagi. Í þessu tilfelli, keypti ég hálf aflituð rúmföt:o( Sem fer alveg gríðalega í taugarnar mínar, enda soldið smámunasöm. En ég er að reyna díla...

Svo er síðasta myndin bara af skápunum og hillu...bara til að fá svona heildarmyndina.

Þið getið séð 'fyrir' myndirnar ef þið skrólið aðeins niður.


xoxo

Monday, March 3, 2008

Legendary

Sumarið 2007 var lengendary...ég var heima allan tímann og hef ekki skemmt mér eins vel áður. Ég fór svo að hugsa um sumar í gær, eftir að ég væri búin að taka ákvörðun með sumarvinnu að ég ákvað að búa til eitt skemmtilegt sumaralbúm og setja það á netið. Ég tók alveg slatta af myndum í sumar, en fáir fengu að sjá þær nema ég:) En ég reyndar rændi myndum frá Önnu Maríu, Hildi og Ívari...svo ég á ekki allan heiðurinn!...takk fyrir mig...þá er bara að toppa það.

http://imageevent.com/stinajona/sumar2007

UPDATE:
ég er að fara vinna sem flokkstjóri í unglingavinnunni;) allir velkomnir til að 'join the party':o)

Sunday, March 2, 2008

Extreme Makeover: Simonyi Edition

Síðan ég kom hingað í herbergið á Simonyi 29 er ég hægt og rólega búin að vera gera það að mínu.
Þetta byrjaði allt með að færa húsgögnin aðeins til og frá. Fullt af skápum og eitt KING size rúm.
Það er nauðsynlegt þegar maður flytur að gera herbergið sitt mjög persónulegt því þá strax byrjar maður að líða eins og heima hjá sér...ég þekki þetta nú alveg ágætlega, enda eru þau ekki fá skiptin sem ég hef þurft að flytja.
Svona var þetta....(ég er búin að týna myndum frá því ég kom fyrst, svo hérna eru myndir í janúar eftir að ég er færði rúmið og skápa)





to be continued...(þar til á morgun, get ekki látið ykkur bíða lengri en það).

Annars allt gott að frétta. Fyrsta anatómípróf á föstudaginn, er orðin pínu stressuð...en þá er bara best að læra meira:o)