Monday, March 31, 2008

Gumball3000

...continued.
Á föstudaginn fylltu um 150 erlendir læknanema götur og bari Debrecen...betur þekkt sem Gumball. Byrjað var næðst niðrí bæ á Debrecen lestarstöðinni, þar inni á mjög skemmtilegum bar með alveg yndislegum og fallegum gömlum ungverskum körlum sem var einkenni þessu fyrstu bari sem áfengið var ódýrt og erlendir nemendur láta sjá sig einu sinni á ári. Þaðan þurftum við að ganga alla leiðina að háskólasvæðinu og stoppað á 17 bari. Skylda er fyrir strákana að drekka bjór eða skot á hverjum stað en stelpur máttu taka á annan hvern, en víkingarnir taka ekki þátt í svoleiðis aumingjaskap! pffff....
Þetta var sjúklega gaman, allt öðruvísi stemmning en maður hefur kynnst áður...fylla alla local ungverska barina af rugluðum og fullum framtíðar læknum, mjög góð sjón. Sumir fengu að kynnast nýrri menningu eins og til dæmis einn bekkjarbróðir okkar frá Vietnam sem ákvað að kíkja út með okkur í fyrsta skiptið. Þessi strákur er búinn að bjóða mér og Kötu til Vietnam í sumar....veit ekki hvort hann hefur skipt um skoðun eftir þetta kvöld en þegar ég var á öðrum bjór, leit hann á mig...'you're having ANOTHER?'...eina sem ég gat svarað var 'hun, I have 15 to go!;o) Hér hefur maður nú fengið að kynnast ólíkum hefðum og menningu....það getur líka engin unnið íslendingana í drykkju, það gerist allavegana seint! Enda held ég það voru nú flestir íslendingar sem náðu að klára án þess að svindla...fórum alla leið og sigruðum Gumball3000. Viðurkenni samt að ég sleppti tveimum börum í byrjun þar sem það voru svona nokkur skref á milli bari en náði að taka 15, geri betur næst...en það er nú jafnmikið ef ekki meira en fólkið sem náðu ekki einu sinni út að enda. Treysti sjálfum mér ekki með myndavél á djamminu svo ég vil þakka Andra og Kristó fyrir myndirnar.


Laugardagurinn fór í þreytu og þynnku....fór í bíó, borgaði 1200 ft til að sjá hálftíma af The Bucketlist... hraut ég í gengum restina. Náði byrjun og svo endan...og ég get alveg sagt ykkur hvað gerist þarna á milli, hún var það spennandi. Svo er ég farin að setja lykilorð á myndasíðuna mína því ég er komin með stalker ef ekki tvo...þar sem ég var að fá 100-200 visits á dag. Lykilorð: stina. Og ekki misnotað það!



Vorið er komið:o)
Ein mynd af fallegum vorblómum í Debrecen

xoxo

9 comments:

Anonymous said...

he he vá snilld maður..við þurfum að koma þessu upp hérna á Íslandi.
sakna þín allt of mikið
xoxo
E

Anonymous said...

Haha ég er stolt af þér/ykkur að hafa höndlað þetta!! vel gert! Laugavegurinn virðist vera alveg tilvalinn í svona maraþon, spurning hvort við komum upp svona hefð, byrjum í sumar!? ;) kv. Hera

Anonymous said...

hera... spurning hvað það myndi kosta....???? við erum að borga 80 krónur á mesta suddabarnum hérna... þannig frekar ódýrt fyllerí.. þetta myndi hlaupa á 100kúlum heima á íslandi ;o)

SVEKK að búa á íslandi ;o) ódýr bjór og yndislegt veður í landi ungverjans... gotta love it ;o)

kv. gunna dóra

Anna María said...

Ótrúlega gott að heyra í þér í gær! Sakna þín kiss kiss!

Anonymous said...

Ég ELSKA profile myndina þína á síðunni hún er svo ROSALEGA sumarleg og minnir mig á svo ROSALEGA góða tíma síðasta sumar:)
love you og get ekki beðið eftir sumrinu

Anonymous said...

he he já þetta er bara ég
xoxo
EVE

Anonymous said...

Shit, djöfulsins snilldar djamm hlýtur þetta að hafa verið=) Ég er ekkert smá abbó=( En ég verð nú að viðurkenna að ég hefði ekki einu sinni meikað þennan hálftíma af Bucket list eins og þú =) hetjan mín,,,,=) Þða var frábært að heyra í þér um daginn og ég fékk alveg sting í hjartað, vildi bara koma þessu á framfæri og segja þér hversu mikið þig vantar hérna á klakann=) he he
Miss u=)
Anna

Brynjar said...

haha, ég er stalkerinn og nú veit ég passwordið

Anonymous said...

við viljum blogg við viljum blogg:)
veit að það er mikið að gera hjá þér love, það er bara svo gaman að kíkja inn á síðuna þína í próflestrinum....
knúúúúúúúús
Eva Margrét