Tuesday, March 4, 2008

Bus driver...Move that bus!

Þá er ég búin að gera allt sem ég ætlaði að gera við herbergið mitt í bili. Fyrst var það finna skrifborð. Ekki mikið pláss inn í herberginu út af rúminu svo eitt lítið og sætt væri ideal....

Gunnu fannst ekki eins sjálfsagt og mér að maður keypti sér bara eitt stykki skrúfjárn og skellti því saman sjálf. Og þá er ég komin með borð, með skúffu takiði eftir...

(oftast er tölvan ekki á borðinu. Svo þetta er ansi þröngt þarna í myndinni, bara svo engin fer að gera grín af litla borðinu mínu.)

Næst var rúmið. Ég fór ferð í Jysk, hungverska Rúmfatalagerinn til að finna einhver ágætis en ekki of dýr rúmföt. En sjaldan kaupir maður eitthvað hérna og það er að 100% í lagi. Í þessu tilfelli, keypti ég hálf aflituð rúmföt:o( Sem fer alveg gríðalega í taugarnar mínar, enda soldið smámunasöm. En ég er að reyna díla...

Svo er síðasta myndin bara af skápunum og hillu...bara til að fá svona heildarmyndina.

Þið getið séð 'fyrir' myndirnar ef þið skrólið aðeins niður.


xoxo

2 comments:

Eva Margrét said...

úúúú þetta lítur rosalega vel út hjá þér elskan..get ekki beðið eftir að koma og kúra í nýju aflituðu rúmfötunum...(hvenær sem það verður)..
kiss kiss
EVE

Brynjar said...

HAHA:) þetta skrifborð minnir mig á kommóðuna sem ég keypti í herbergið mitt úti í DK.

Fannst hún alveg nógu stór í búðinni en svo þegar ég kom heim þá komust sokkarnir mínir ekki einu sinni fyrir í henni..

ástarkveðjur