Monday, September 22, 2008

fjölskylda og vinir....


Núna ætla ég að kveikja á skype-inu og vera með það á öll kvöld sem ég er heima...sem ætti að vera nú mjög oft því ég á að vera læra. Svo endilega hringiði í mig ef þið viljið tjatta eða bara segja nokkur orð, þá helst eitthvað skemmtilegt slúður...ég er orðin rosa góð að hlusta á svoleiðis.

SkypeMe! @ stinajona



Sunday, September 21, 2008

halló, halló...

Jæja gott fólk þá er komið að því. Vara ykkur við smá langloku....

En ég sem sagt kom hingað til Debrecen þann 7. sept í c.a. 35° hita, c.a. 10° núna:( en á að hitna aftur, takk fyrir. En ég fór beint í nýja íbúðina á Korhaz utca, "Spítala Gata". Mjög sætt hús og búum við á 2. hæð eða 1. hæð eins og ungverjar kalla það. Þetta er mjög lítil og sæt íbúð, en alveg nógu stór víst við notum eiginlega bara helmingin af henni. En ég labbaði inn og sá alveg hvað þurfti að fara, þá ljótu brúnu teppin á gólfinu, skærbláu garðdínurnar, allir dúkar hér og þar og ljós brúnt loðteppi sem hékk á veggnum við hliðin á stóra rúminu mínu...ég sá bara fyrir mig asthma!:) Fyndnast var samt þegar ég sagði Njalla, samleigandi, að ég væri búin að taka alla þessa dúka sem láu hér og þar út um alla íbúð, fæ ég frá honum...'hvaða dúkar?'. What?!?!? þá var hann í fyrsta lagi ekki búin að taka eftir þeim þegar þeir láu út um allt, hvað þá að ég væri búin að taka þá...strákar. Svo var skápurinn minn ekki nægilega stór fyrir mig svo ég nota skápana frammi...ælti ég eigi ekki svona 70% af fötunum þar. Svo fylli ég hillurnar mínar, 1/3 bækur, 2/3 peysur, skór og skartgripi. Rúmið frekar hart og lítið, fyrir minn smekk:) svo góðu vön, en mér tókst að detta úr því og vakna við það að hnéin skullu í gólfið. Kannski maður týmir að splæsa í nokkrar dýnur í Kika, sem er ný hérna...á að vera svona semí Ikea.

Smá um Köben ferðina mína....
Skemmtilegt að segja að ég fór ekki bara til Köben en kíkti aðeins til Roskilde. Já, það er ekki ferðalega hjá mér nema að gera eitthvað flippað. En þá tók ég lestina frá Kastrup þegar ég átti að taka metró, smá misskilingur en ég komst aftur að central stationið og í leigubíl til Heru og fína fína íbúðin hennar sem er í Österbro. Það var no time to waste og við kíktum á Stroget í búðir og bjór þangað til að þriðja skvísan mætti frá Aarhus, Gerður. Það var þá klassískt að fá okkur pítsu og bjór og nóg af spjalli svo við komumst ekki út þetta kvöld, tíminn bara flaug frá okkur en redduðum því næsta dag. Þá á laug fórum við aftur í miðbæinn, Stína þurfti að finna afmælisgjöf...sem svona semí tókst:) Svo hitti ég danska vin minn í late lunch...fékk ég smá local Köben túr þá hafmeyjan og svona, algjör túristi. Um kvöldið, þurftum við algjörlega að 'pína' okkur út...einmitt. Fórum í mat og svo á stað sem við vorum búin að rekast á með 2 fyrir 1 kokkteila;) komu svo Bjarne og vinir hans að joina okkur og sýndu okkur Köben skemmtanalífið...Næsta dag var kveðjustund, eina ferðina enn...og ég til Kastrup, og þá beint á Kastrup enginn hjáleið, thank god!

Skólinn er byrjaður á fullu...þú gleymir að lesa einn dag þá ertu komin aftur á. Ég er núna í anatómí, þá vefjafræði og fósturfræði, lífeðlisfræði, lífefnafræði og einu sinni á viku í ungversku. Alveg nóg að gera, en þetta lítur út fyrir að vera skemmtileg önn, brjálæði en skemmtileg. Fyrsta próf er eftir viku svo 2 held ég vikuna eftir.

Er að fara á Coldplay á þriðjudaginn:)

Fer svo að taka myndir af íbúðinni og set þær inn.

Svo fara færslurnar að vera meira reglulegar vonandi.

xoxoxoxoxoxo

p.s. Sigga Magga....yndislegar myndir, það er ekki leiðinlegt að eiga svona ofurfallega fjölskyldu;)



Tuesday, September 9, 2008

Byrjar Ballið....

Ég er komin aftur til Debrecen með nýtt númer og heimilisfangið (ath til hægri).
Frábær helgi í Köben, svaka hiti hérna, byrja bara strax að opna bækurnar...
Ég skrifa svo almennilega færslu þegar netið kemur í næstu viku:o)

xoxo