Saturday, February 23, 2008

Við erum út um allt...

Það er byrjað að hlýna úti og komið peysuveður...yndislegt! Bráðum fer maður að taka smá lit og hætt að vera endurskýlsmerki út á götu. Skólinn gengur vel, anantomían er mjög skemmtileg...nóg að læra, en í verklegum tíma erum við komin með konu og byrjuð að leita af taugum og æðum í handleggjunum og axlir. Furðulegt samt að þeir eru ákveðnir í það að steikja okkur þarna inni í tímum, allir gluggar lokaðir og held að engin loftræsting sé í gangi. Ef við erum að kvarta núna...veit ekki hvernig þetta verður þegar hitinn er kominn í 30 stig.

Ég fór út í Mediamart á aðan sem er soldið eins og BT samt með mikið meira...en ég fór að skoða geisladiska og dvd, bara svona til að sjá hvað væri í boði hérna. Ég er að scanna yfir tónleikaDVDin og rekst ég augu á MEZZOFORTE LIVE IN LONDON...ungverjarnir kunna á þetta! Ég þurfti samt að taka diskinn upp og vera alveg viss að þetta væri íslenska Mezzoforte, ekki það að eitthvað annað sé til. En mjög skemmtilegt að sjá svona falleg íslensk nöfn í Mediamart....ah:)

Thats about it...í dag.

XOXO

Tuesday, February 19, 2008

When in Vienna....

Á föstudaginn hófst ferðalagið okkur til Vínar. Ég kom út úr erfðafræði prófinu klukkan sjö og biðu bílarnir tveir eftir mér fyrir utan og fyrsta stopp: Búdapest, eða það var planið. Við drógum í bílana...í fyrsta bílnum var Gunna, Kári, Andri og ég. Í seinni bílnum var Drífa, Ófeigur, Bjartur og Doddi. Þegar við vorum komin klukkutíma frá Debrecen komst í ljós að ekki allur farangurinn minn komst í bílinn eftir smá misskiling, það versta var að vegabrefið mitt var þá ekki með bíllinn þurfti að snúa við og hinn hélt áfram til Búdapest því við vorum með pantað borð á veitingastað. Svo fyrsta stopp, fyrir okkur fjögur: Debrecen, en ég náði í vegabréfið mitt og annað, staupuðum (ekki Gunna driver) eitt ópal skot og stoppuðum á Mc Donalds fyrir Kári...þá til Búdapest við fórum!:) Endaði í smá djamm þar, pínu mistök.

Laugardagurinn náðum við að koma okkur á fætur klukkan tíu, nokkrum klukkutímum á eftir áætlun:S En ferðin var mjög fín til Vínar, lentum í smá umferðarteppu en hópurinn lét sér ekki leiðast á meðan. Vín er ekki sú auðveldasta borg til að rata komumst við svo að. Keyrðum inn í borgina um fjögur leytið og óperan byrjaði tímalega klukkan sjö og tvennt sem við þurftum að gera áður: ná í miðana á óperuna og finna hostelið. Fundum hostelið eftir smá tíma en lentum í smá 'Amazing Race' þegar það kom að þessum miðum.
Kíktum fyrst á State Óperuna og þar benti maður í skikkju að við þurftum að fara í Volks Óperuna því þar var Marriage of Figaro sýnd, svo við fórum í það að leita að því...long story short, hringir konan með miðana í mig og segir að miðarnir eru í State Óperuna en sýningin værin í reyndar í Volks, tíminn tifar svo einn bíll fer í það. Allt í góðu við hlaupum um óperuna, tölum við nokkra skikkjumenn og loksins finnum við miðakonuna,´en núna var bara að koma okkur að hostelinu aftur. Við finnum aldrei hostelið fyrir sjö og endaði með að strákarnir klæddu sig í jakkafötin á götunni og ég ekki með nein föt í þessum bíl nema háhæla sko en náði að reddaði mér bara ágætlega. Mér fannst ég samt ekki gera mömmu mína stolta með að vera í gallabuxum í óperunni, en ekkert gat ég annað gert og ekki hefði ég viljað missa af því. Eftir óperuna vorum við búin á því og enduðum snemma í rúmið því við þurftum að nýta sunnudaginn vel sem við gerðum.
Á sunnudaginn vöknuðum við eldsnemma og fórum af stað....byrjuðum niðri bæ kíktum á St. Stephan's Cathedral, Natural History safn, löbbuðum um, kíktum á Mózart safnið og íbúðin hans og síðasta stopp í Schönbrun Palace...kvöldmatur var á Little Buddha veitingastað, þar sem við fengum endanlausan mat, einn besti fiskiréttur sem ég hef fengið, butter fish, og yndisleg þjónusta:) mæli með þessum stað. Snemma að 'sofa' aftur þessa nótt því við þurftum að vera komin út úr bænum fyrir ummm...segjum sjö:)

Þetta hljómar allt yndislegt og flest allt fullkomið kannski, en ég skal segja ykkur eitt...það fór nánast allt úrskeiðist á einhvernhátt en reddaðist alltaf að lokum og varð þetta snilldarferð með eðalhópi. Ég óska þess að ég gæti lýst allt fyrir ykkur, því mikið getum við hlegjið að öllu þessu rugli í dag og flest allt þá...en það eru svona óskipulögð ævintýri sem gera svona ferðir svo eftirminnilegar.
Takk fyrir mig:)

(myndir komnar á myndasíðuna)

Tuesday, February 12, 2008

Próf Svo Vín

Próf á föstudaginn og svo vín er rétt! en í þetta skipti er ég ekki að tala um bjór, rauðvín eða gin...ég er að tala um Vín í Austurríki;) Við erum búin að panta bíl, íbúð í eina nótt í Búdapest svo tvær nætur á Wombat hostel í Vín. Leggjum af stað á föstudaginn eftir prófið mitt, loksins loksins að gera eitthvað að viti hérna:)

Annars er allt gott að frétta! Komin með netið, var reyndar komin með það fyrir viku bara búið að vera smá bloggleiði. Mér gékk bara þokkalega vel á prófunum, sem hljápar mann smá í að koma sér í gírinn fyrir þessa önn sem verður mikið erfiðari en skemmtilegri. Ég er í anatómíu, molecular biology, frumulíffræði og erfðafræði. Anatómían lítur bara vel út...á morgun fær hópurinn minn líkið okkar sem við munum læra ýmislegt af. Það er alveg nóg að gera núna....held að 'djamm dýrið' fer að leggjast í dvala eða næstum því;) þið vitið hvað er sagt, 'all work and no play...'

Ég er byrjuð í ungversku. Er ein af okkur á fyrsta ári, er með krökkum á BMC sem er eiginlega svona 'pre-med', undirbúningur fyrir fyrsta árið. Mér líður eins og algjör ellismellir þarna með þeim, en ég hef ekki verið svona mikið 'teachers pet' síðan bara í 2. bekk:) Ég er nátturlega búin að læra smá síðan ég kom, svo er ég líka að aðstoða með enskuna hjá kennarnum og sumum krökkum....get a little give a little:)

Ekkert annað í fréttum...en ferðasaga kemur nú eftir helgi:)

Szia