Tuesday, February 12, 2008

Próf Svo Vín

Próf á föstudaginn og svo vín er rétt! en í þetta skipti er ég ekki að tala um bjór, rauðvín eða gin...ég er að tala um Vín í Austurríki;) Við erum búin að panta bíl, íbúð í eina nótt í Búdapest svo tvær nætur á Wombat hostel í Vín. Leggjum af stað á föstudaginn eftir prófið mitt, loksins loksins að gera eitthvað að viti hérna:)

Annars er allt gott að frétta! Komin með netið, var reyndar komin með það fyrir viku bara búið að vera smá bloggleiði. Mér gékk bara þokkalega vel á prófunum, sem hljápar mann smá í að koma sér í gírinn fyrir þessa önn sem verður mikið erfiðari en skemmtilegri. Ég er í anatómíu, molecular biology, frumulíffræði og erfðafræði. Anatómían lítur bara vel út...á morgun fær hópurinn minn líkið okkar sem við munum læra ýmislegt af. Það er alveg nóg að gera núna....held að 'djamm dýrið' fer að leggjast í dvala eða næstum því;) þið vitið hvað er sagt, 'all work and no play...'

Ég er byrjuð í ungversku. Er ein af okkur á fyrsta ári, er með krökkum á BMC sem er eiginlega svona 'pre-med', undirbúningur fyrir fyrsta árið. Mér líður eins og algjör ellismellir þarna með þeim, en ég hef ekki verið svona mikið 'teachers pet' síðan bara í 2. bekk:) Ég er nátturlega búin að læra smá síðan ég kom, svo er ég líka að aðstoða með enskuna hjá kennarnum og sumum krökkum....get a little give a little:)

Ekkert annað í fréttum...en ferðasaga kemur nú eftir helgi:)

Szia

7 comments:

Anna María said...

úff..þekki þessa tilfinningu með að vera kennarasleikja því í einu faginu mínu er ég með tannlæknanemum á 2. ári og sjúkraþjálfurum á 2. ári og ég er búin að læra meirihlutann af þessu áður í öðrum fögum og er ein af fáum sem svara spurningum kennarans og er örugglega farin að fá illt auga hinna nemendanna. :S
en hlakka til að heyra skrall-sögur frá Vínarborg, þú verður að drekka mikið vín og borða vínarbrauð í hvert mál ;)

Anonymous said...

Gott að heyra í þér skvís...góða skemmtun í Vín ;)

sirry said...

Sælar damen.
Það er víst ferðahegli í vændum hér..en get nú ekki sagt að hún sé eins framandi og þín...þannig öfund!! wombat hostelin eru mjög skemmtileg..allavega back in the good old days..smá reminicing. en nóg um þig og mína öfund og walk down memory lane..
það er nú mest ágætt að frétta hér. ég er búin að liggja veik heima og horfa á allt sjónvarpsefnið mitt og komin með vægt gossip girl fráhvarf. Helvítis "Writers Strike". ég er farin að gráta og væla í söknuði; B, S and Lonely Boy!!

Jæja..langaði bara að segja break a leg. Og góða skemmtun og allt solleis. Lovjú gurl. xoxo.

Sirrý..veika..vælandi...stóra......gamla........systir...

Anonymous said...

Sakna þín ;)

Unknown said...

ú ú ú leynilegur aðdáandi:)

Góða skemmtun í Vín dúllan mín.
bið að heilsa öllum....love you og miss you

Anonymous said...

Ha ha þetta var pottþétt Eva sem að setti þetta inn, og svo bara ÚUU leyndur aðdáandi.=)
Nei segi svona, en ég er nú alveg sammála aðdáandanum, sem að eru án efa nokkrir. EIns og við segjum "There is something about Stina!". Jæja skvís, frábært að þér hafi gengið vel í prófinum og búin að þessu helv....=) Annars er mér bara nokkuð létt að heyra að líkið komi á morgun, var farin að hafa áhyggjur af þessu.....
Annars bara Luv U og túddelú=)

Hildur Sólveig said...

Ewww... dead people. ;) En til hamingju að vera búin í prófinu eða prófunum!