Saturday, December 27, 2008

Ungverskar Jólamyndir

Jólin í Debrecen 2008...Þórður Gunnar, Njáll Ingi, Bjartur, Ófeigur Orri og yours truely, Kristín Jóna.

Dugleg í jólaundirbúningnum, extra touch frá henni ömmu að senda mér jólasvuntu:)



Alltaf einhver sem stelst í laufabrauðmylsurnar...Njalli.

Svo var það að finna piparkornið í súpunni...

...og að sjálfsögðu vann stelpan piparkornagjöfina í ár;)

Þessi 'ungversk' jól þurftu smá íslensktbragð og bauð hann Doddi upp á þetta æðislegt hangikjöt. Íslenskt malt og 'appelsín' líka í boðinu.

Restina af kvöldinu fór í að opna nokkra pakka og svo horfa á National Lampoon's Christmas Vacation...classic.

Litla ungverska fjölskyldan mín. Allir með gjafirnar sínar frá Baby Jesus (sem kemur með gjafirnar hérna í ungverjalandi í staðin fyrir jólasvein)


Nú er það bara að byrja 24/7 lestur...eða nánast það;) Kærar þakkir fyrir jólakveðjur, jólakort og jólapakka:*:* Skelli inn væntanlega næst áramótamyndum...svo bíðið spennt:)

xoxo

p.s. ef þið viljið sjá myndirnar betur þurfiði bara að smella á þær. ég gerði síðustu óvart soldið litlar:)


Monday, December 8, 2008

Komdu um jólin, vertu hjá mér...?

Ég hef svo sem ekkert spennandi að segja nema að gefa ykkur hugmynd um hvenær ég kem heim, eða meira hvenær ég verð ekki heima. Þá þarf ég ekki að svara þessari spurningu meira, því mér finnst það bara ekkert skemmtilegt:( Ég get ekki gefið nákvæma dagsetningu en í ár verða Debrecen-jól og Debrecen-gamlárs, svo kem ég einhverntímann í janúar. Vonandi fyrr en seinna. Skólinn byrjar aftur 9. febrúar svo ég þarf ekkert að vera stressa mig alltof mikið...ég mun koma heim þótt ég þurfi að gefa handlegg eða tvo til flugfélaganna.



Og engar áhyggjur það verða jól hjá mér og svo nóg að borða. Við, sama grúpan og alltaf, munum halda jólin með íslenskum hætti, eftir nokkrar sendingar frá klakanum að sjálfsögðu með hinum og þessum nauðsynjum:o) Verður skrítið að elda jólamatinn sjálf og svo á meðan að læra undir próf...en það fer bara beint í reynslubankan.

bless í bili
xoxo


Tuesday, December 2, 2008

Þegar piparkökur bakast...

Fyrsti í aðventu færðist yfir á mánudag hjá okkur vegna prófs, svo ég og María tókum okkur til í gær og bökuðum og máluðum piparkökur. Þá kemur piparkökurmyndasyrpan....





Það er ekki auðvelt að finna matarliti hérna, en við fundum bara bragðdropa með litum svo það var notað. Glassúrið var þá með marsipan og lakkrísbragð til dæmis.





Jólaglögg, piparkökur, góður félagskapur og the Grinch;o)


Ein sería komin upp í glugga hjá mér og jóladagtalið frá mömmu uppstillt fyrir ofan rúmið mitt, nammi nammi:o)

xoxo


Thursday, November 27, 2008

The Champions.....

Ég elska þetta meistaradeildarlag!!! svo góðar minningar að sitja heima eða á Palma, hvað þá úrslitaleikurinn 2005...en að heyra það live, standandi upp í stúku á Meistaradeildarleik...PRICELESS!



Við skelltum okkur í dagsferð til Cluj í Rúmeníu í gær. Leigðum okkur bíl og skelltum okkur á leikinn Cluj vs. Roma. Gátum ekki beðið um betri leik og þetta Cluj lið alveg að standa fyrir sínu, voru ekkert smá sprækir í byrjun og bara synd að ná ekki að skora fleiri mörk. Liðið situr því miður á botninum í riðlinu með Chelsea á toppnum, Bordeaux og Roma. Eru samt búin að ná að gera jafntefli við Chelsea og unnu seinasta leik á móti Roma svo alveg ágætt spútniklið þarna ferð. Því miður út af skólanum og prófum gátum við ekki eytt meiri tíma í Rúmeníu að túristast en það er nú ekki svo langt að fara og ég á nú einhver ár eftir hérna:o)








Annars allt ágætt að frétta. Fékk matareitrun hérna, svo ég var vel ónýt hérna í viku en allt í góðu núna. Það er orðið skítkalt hérna, en það snjóaði smá um daginn svo þá sætti ég mig alveg við þennan kulda:o)

Best að halda áfram að læra....
xoxo


Sunday, November 16, 2008

Mmmm....I'm lovin' it!

Það sem er heitast í Debrecen í dag er nýja stóra möllið sem var að opna hérna, alveg huge!! Ég kíkti þangað í gær í kvöldmat því með þessu mölli fengum við meira úrval að skyndibita en bara McD's, thank god. En núna erum við í Debrecen komin með Burger King og KFC...Sirrý núna er ekkert að stoppa þig frá því að kom hingað í heimsókn;o) En núna get ég ekki notað heldur afsökununa að það er ekki hægt að kaupa gjafir í Debrecen, svo ég verð víst að fara senda pakka á réttum tíma:/ það er bara ekki minn stíll. En hingað er þá komið H&M, Zara, Pull & Bear, Pepe Jeans, Sisley, nóg af nærfatabúðum, skóbúðum og ýmislegt annað. Alveg yndislegt:) gott að það er kreppa núna.

Svo er annað, í gær fór ég í bekkjapartí. Þetta var fyrsta bekkjapartí sem við höfum haft og í ár eigum við svo yndislega kennara í anatómíu og vefjafræði að þeim tveim var boðið í smá tjútt. Þeir voru bara í góðu geimi, enda aldrei verið boðnir í partí hjá nemendum áður. Einn, sannur ungverji, staupaði vodka/palinka allt kvöldið og þegar ég var á leiðinni út var hann kominn í danshringinn inn í stofu. Þetta var yndislegt að sjá...og gaman að vera með svona skemmtilega kennara og hlakka ég mikið til að mæta í tímana í vikunni;o)

jæja, bara stutt færsla í þetta sinn...en tvær viku í aðventu. Ótrúlegt! sá fyrsta jólaskrautið í gær og er ég farin að hlakka soldið til að skreyta íbúðina:o)

xoxo

Friday, November 7, 2008

just one of those days...

Ég átti 'just one of those days' eftir mánudagsprófið alveg að næsta próf á þriðjudagsmorgun. Svona fór þetta...

Ég var hérna í góðu geimi heima að undirbúa anatómíuna, hélt áfram að segja hvað ég var bara róleg ekkert uber stressuð, bara góð á því. Svo fattaði ég hvað þetta var mikil blekking hjá mér því það er frekar stuttur í mér þráðinn. Ég sit við skrifborðið mitt, með glósur og bækur á borðinu og anatómíumöppuna mín á gólfinu. Poppar upp eitt msn message og sný ég mér að tölvunni að fara skrifa tilbaka.... WHHOOOOOSH! Hendi ég niður kaffi bollan minn og hellist kaffi um allt. Vegginn, gólfið, mappan, skrifborðið og MIG:/ Ljós í myrkinu, þá sluppu bækurnar og tölvan. En ég er mjög spes með glósurnar og bækurnar mínar og verð ég að hafa allt mjög snyrtilegt annars get ég ekki lært. Kemur kannski sumum ekki á óvart, sem þekkja þetta líka. An organized desk, is an organized mind. En allavegana núna þarf ég líklegast að endurskrifa eitthvað sem fór verst í þessu, en annað þarf ég að láta mig hafa það.

Veit ekki alveg hvað er með allt anatómíudótið mitt, í fyrra rigndi á eina bók:(

Svo á þriðjudagsmorgun er ég er að gera mig til fyrir prófið og að setja ofan í töskuna mína og finn ég ekki veskið mitt. Leitaði út um allt og var þá sannfærð um það að hafa skilið það eftir í búðinni daginn áður, eini staðurinn sem ég stoppaði. Svo ég fór þangað klukkan 7.30 um morgunið, að vona að þær hafa tekið eftir því. Reyndi að útskýra eins vel og ég gat hvað mig vantaði og engin skildi mig. Byrjuðu svo ekki augun að fyllast af vatni aftur...svo ég sleppti þessu og kom mér í prófið.

Make a long story short....eftir prófið fór ég heim, rústaði herberginu og var að fara hringja í mömmu til að fá hana til að loka kortin mín, rekst ég ekki augun á veskinu upp í hillu beint fyrir framan mig. Sýnir að maður er kannski ekki beint í topp ástandi fyrir svona próf...þótt ég þykist vera það kannski.

Prófið gékk samt mjög vel og allt í góðu núna, nema kaffiglósurnar...en ég jafna mig.



Ennþá ruglheitt, tvo próf í næstu viku svo það þýðir að ein önnur helgi ónýt:o)

xoxo


Monday, November 3, 2008

allir eiga skilið smá hrós...

Eftir smá diss í síðustu færsla ætla ég að hrósa skólanum aðeins. Það er þannig að við áttum að borga skólagjöldin okkar síðasta lagi lok október og eins og ástandið er í dag eru skólagjöldalánin ekki að duga. Sumir lenda í því að borga þegar krónan er aðeins sterkari og þegar millifærslan fer loksins í gegn er hún búin að lækka aftur. Svo maður veit aldrei hvar maður hefur þessa elsku. En til að taka tillits til okkar og ástandið sem við erum í í dag, höfum við fengið frest á að borga skólagjöldin og megum vera róleg.

Halloween var alveg í lágmarki hjá mér í ár, hryllingsmynd og rauðvín. En á næsta ári verður tvoföld Halloween, bíðið bara. Og Hildur Sólveig vinnur fyrir besta búningin árið 2008;o)

En það er komið 2. nóv og það er ennþá 20°C hiti úti. Hvað er í gangi? þetta er samt ótrúlega næs, sólin, góða veðrið og haust litirnir. Þetta hefur ekkert smá mikið áhrif á manni að tíminn líður hratt og ekkert Debrecen-depression að stríða manni, of mikið;o)

Jæja, eitt próf búið og næsta á morgun....Anatómía:o)



xoxo

Thursday, October 30, 2008

shusssssh!

Ég er búin að búa hérna í aðeins meira en ár og þá búin að kynnast vel öðrum þjóðernum og hegðun þeirra. Stundum græðir maður eitthvað á þeirra svindli, frekju og fl en stundum er það bara hreinilega óþolandi. Eins og núna, þá erum við að fara í fjögur próf frá 3. nóv til 12. Physiology, Anatómía, Biochemistry og Histology. Physio og Anatómía eru næsta mánudag og þriðjudag....en þetta hentaði 'þeim' ekki fyrst og þá fengu þeir aðalprófessorinn til að færa anatómíuprófið á fimmtudaginn, þann 6. (btw, algjör hardass þessi gaur svo það var ótrúlegt að þeir fengu þetta í fyrsta lagi), allt í lagi ágætt að dreifa þessu aðeins og flest okkar frekar sátt. En svo kom í ljós að þetta hentaði ekki minna hluta 2. árið og fóru einhverjir sem þóttust vera representative allt 2. árið og færðu prófið aftur á þriðjudaginn, s.s. þann 4. nóv, og fengu við að vita það í gær:o) takk fyrir. Svo núna eru tvo próf back to back eftir þrjá daga, maður þarf að fara endurskipuleggja og CRAM CRAM CRAM....og Sirrý, ekkert Halloween hjá þessari stelpu:( mínar búningshugmyndir verða að bíða þangað til næsta ár.


Ekki nóg með það en þegar maður umgengst svona fólki þá fer maður sjálfur að passa upp á að maður fái sitt og leyfa ekki vaða fyrir sig. Ég er alveg ákveðin manneskja en vil oftast ekki búa til neint vesen og læt mig hafa sumt en hægt og rólega er ég farin að sjá smá breytingu í mér. T.d. var ég að fara í læknaskoðun og sá að stelpa ætlaði að laumast á undan mér inn. Ég var mjög meðvituð um þetta og ekki séns að ég æltaði að hleypa henni á undan mér. Næsti kallaður inn og við báðar stóðum upp ég horfði bara á hana og sagði skýrt 'ég var hérna á undan!!'...halló, tíminn er dýrmætur:O) svo shush-aði ég í fyrsta sinn í tíma um daginn, ég held ég hafi bara aldrei gert það áður!!...enda fann ég mörg augu fara á mig eftir það:/ veit ekki hvort ég geri það aftur.

En já, talandi um dýrmætan tíma þá best að halda áfram. Eitt í lokin, svona fer kreppan illa með mann....




Þetta er í staðinn fyrir Red Bull og 1/3 verðið:o) alltaf að spara.

xoxo


Saturday, October 25, 2008

Hajrá Loki

Það er gaman að segja frá að Debrecen fótboltaliðið situr núna í efsta sætið í Sopronideildinni, s.s. ungverskadeildin. Ég er náttla orðin frekar mikill stuðningsmaður eins og má sá...



fór á leik í gær þar sem þeir unnu 4-1. Hægt og rólega stefni ég á að vera komin í aðalstuðningsmanna klúbbinn 'Loki' og hoppandi upp og niður syngjandi eins og vitleysingur, kveikjandi á blis eftir hvert mark. En ég hef góð 5 ár til að smygla mér þarna inn, kannski fyrst læra þetta helsta eins og lögin og hvernig á að blóta dómarann. En með þessu framhaldi hjá liðinu gæti maður kannski séð annað stórt lið koma hingað til að keppa um sæti meistaradeildinni eins og Manchester Utd árið 2005.

Annars bara allt ágætt að frétta. Fengum frí á fimmt og föstudaginn, vegna þess að 23. okt var byrjunin á ungversku byltingunni árið 1956. Svo maður nýtur það í smá afslöpun, fótbolta og 'kiscit' lestur:o)


Monday, October 20, 2008

Snilld

Búin að vera horfa soldið á viðtöl við hana Sarah Palin varaforestaframbjóðandi republikana, og allt bullið sem kemur út úr henni. Mér finnst ótrúlegt hvað sumir geta samt verið fljótir að hugsa, og hvað þá að gera fréttakona kjaftstopp. Ef Palin bara hefði náð að pulla þetta einu sinni af en hún situr nú oftast bara í skítinu.

Anyways...
Það var fréttakona að taka viðtal við Major General Peter Cosgrove frá Ástralíu í útvarpinu varðandi krakka og byssur. Skiptir engu máli hvað þínar skoðanir á byssum eru, þetta er bara besta diss ever!

..............

FEMALE INTERVIEWER:
So, General Cosgrove, what things are you going to teach these young boys when they visit your base?

GENERAL COSGROVE:
We're going to teach them climbing, canoeing, archery and shooting.

FEMALE INTERVIEWER:
Shooting! That's a bit irresponsible, isn't it?

GENERAL COSGROVE:
I don't see why, they'll be properly supervised on the rifle range.


FEMALE INTERVIEWER:
Don't you admit that this is a terribly dangerous activity to be teaching children?

GENERAL COSGROVE:
I don't see how. We will be teaching them proper rifle discipline before they even touch a firearm.

FEMALE INTERVIEWER:
But you're equipping them to become violent killers.

GENERAL COSGROVE:
Well, Ma'am, you're equipped to be a prostitute, but you're not one, are you?

The radio went silent and the interview ended.
..................

Annars allt ágætt að frétta. Það er byrjað að kólna aðeins hérna í Debó, komið niður í 18°C á daginn...slæmt. En annars er alveg skítakuldi á næturnar, ég var allavegana komin í vetraúlpuna. Fór í 80's partí um helgina, svaka svaka fjör...ég ætlaði bara að sitja heima að horfa á sjónvarpið, en ótrúlega fegin að ég dreif mig út og náði að pulla lookið af með því að nota mín eigin föt....ætti ég kannski ekki að vera stolt af því???:/ ég er því miður ekki komin með neina myndir...kannski seinna.
Skólinn same old same old. Við fáum smá vetrafrí í næstu viku, er að meta að kíkja kannski í dagsferð til Búdapest, koma mér aðeins frá yndisleg Debrecen. Kemur í ljós:o)

bless í bili, xoxo


Friday, October 10, 2008

Ask and you shall receive!

Byrjum frá byrjuninni...þá er það kveðjumatarboðið mitt fyrir stuðmenn, alveg ótrúlega glæsilegur hópur sem þú sérð hérna:









Allir mjög einbeittir í leiknum rétt áður en allt varð brjálað...;o)





Svo var það smá stopp í Köben til Heru og Gerðar...





Coldplay....tók mest bara video en hér er ein mynd.


snilldar tónleikar, ég var næstum því á leiðinni til Vienna á næstu tónleika.

Þá er það nýja íbúðin, fyrst sérðu herbergið mitt, litla rúmið mitt, klósettið, stofan, eldhúsið, garðurinn...














Annars allt sæmilegt að frétta, var að klára 1. próftörnin þess vegna er ég búin að vera soldið óvirk líka bara ömuglegt ástand heima sem við erum algjörlega að finna fyrir hérna. Það er hægt að segja að það er slæmt þegar það er orðið jafndýrt að búa í Ungverjalandi og á Íslandi....en er bjartsýn.

xoxo