Sunday, November 16, 2008

Mmmm....I'm lovin' it!

Það sem er heitast í Debrecen í dag er nýja stóra möllið sem var að opna hérna, alveg huge!! Ég kíkti þangað í gær í kvöldmat því með þessu mölli fengum við meira úrval að skyndibita en bara McD's, thank god. En núna erum við í Debrecen komin með Burger King og KFC...Sirrý núna er ekkert að stoppa þig frá því að kom hingað í heimsókn;o) En núna get ég ekki notað heldur afsökununa að það er ekki hægt að kaupa gjafir í Debrecen, svo ég verð víst að fara senda pakka á réttum tíma:/ það er bara ekki minn stíll. En hingað er þá komið H&M, Zara, Pull & Bear, Pepe Jeans, Sisley, nóg af nærfatabúðum, skóbúðum og ýmislegt annað. Alveg yndislegt:) gott að það er kreppa núna.

Svo er annað, í gær fór ég í bekkjapartí. Þetta var fyrsta bekkjapartí sem við höfum haft og í ár eigum við svo yndislega kennara í anatómíu og vefjafræði að þeim tveim var boðið í smá tjútt. Þeir voru bara í góðu geimi, enda aldrei verið boðnir í partí hjá nemendum áður. Einn, sannur ungverji, staupaði vodka/palinka allt kvöldið og þegar ég var á leiðinni út var hann kominn í danshringinn inn í stofu. Þetta var yndislegt að sjá...og gaman að vera með svona skemmtilega kennara og hlakka ég mikið til að mæta í tímana í vikunni;o)

jæja, bara stutt færsla í þetta sinn...en tvær viku í aðventu. Ótrúlegt! sá fyrsta jólaskrautið í gær og er ég farin að hlakka soldið til að skreyta íbúðina:o)

xoxo

3 comments:

sirry said...

Skreyttu, skreyttu!!! Hér eru jólaljós komin á hús (önnur hús), maður er farin að sjá jólatré í húsum...ALLT að gerast...við keyptum meiri segja kanil-scentað kerti til að kveikja aðeins í hátíðarstemminginunni :) En hér verður beðið fram að allavega Thanksgiving..

Reyndu nú að njóta KFC :) Úff hvað það væri yndislegt að hafa almennilega shopping-aðstæðu hér....Copper Counrty Mall er bara ekki happening...En ég er nú farin að meta Walmart meira en ég gerði hér í byrjun :)

Lovjú móst. heyrumst xoxo

Unknown said...

Þegar jólaprófatímabilið er að nálgast þá rifjast alltaf upp fyrir mér prófatörnin þegar að við lærðum alltaf saman á Hlöðunni og þú komst með heimabakaðar smákökur ala Dóra fyrir mig á hverjum degi. Ahhh good times good times.
sakna þín í ræmur elskan mín

Gudrun Dora said...

ertu bara ekki alltaf á BK ? ;o) passaðu þig samt bara á sprengjuhótunum... þær virðast vera á fleiri stöðum en Kossuth...