Monday, November 3, 2008

allir eiga skilið smá hrós...

Eftir smá diss í síðustu færsla ætla ég að hrósa skólanum aðeins. Það er þannig að við áttum að borga skólagjöldin okkar síðasta lagi lok október og eins og ástandið er í dag eru skólagjöldalánin ekki að duga. Sumir lenda í því að borga þegar krónan er aðeins sterkari og þegar millifærslan fer loksins í gegn er hún búin að lækka aftur. Svo maður veit aldrei hvar maður hefur þessa elsku. En til að taka tillits til okkar og ástandið sem við erum í í dag, höfum við fengið frest á að borga skólagjöldin og megum vera róleg.

Halloween var alveg í lágmarki hjá mér í ár, hryllingsmynd og rauðvín. En á næsta ári verður tvoföld Halloween, bíðið bara. Og Hildur Sólveig vinnur fyrir besta búningin árið 2008;o)

En það er komið 2. nóv og það er ennþá 20°C hiti úti. Hvað er í gangi? þetta er samt ótrúlega næs, sólin, góða veðrið og haust litirnir. Þetta hefur ekkert smá mikið áhrif á manni að tíminn líður hratt og ekkert Debrecen-depression að stríða manni, of mikið;o)

Jæja, eitt próf búið og næsta á morgun....Anatómía:o)



xoxo

2 comments:

Anonymous said...

gangi þér vel í prófinu skvís :)

Anonymous said...

sko þetta er anatómía sem mér finnst miklu skemmtilegri!!

cheerio...
María Rut