Friday, May 30, 2008

Síðasti Dagurinn...

...í afmælinu mínu. Ég var búin að fá leyfi að eiga afmæli, annar í afmæli, svo daginn sem ég hélt upp á afmælinu mínu...sem mér finnst mjög sanngjart þegar próf flægjast fyrir. Síðasti dagurinn í 3ja daga afmælinu mínu var þá í gær og var þá góð ástæða til að halda á upp á því. Ég bauð krökkunum heim í íslenskt lambalæri sem mamma og pabbi komu með, Egrivín svo kakan hennar Sibbu í eftirrétt með fullt af berjum....mmm, hvað þetta var gott.



Svo fékk afmælisbarnið nokkrar gjafir: fína læknanemamyndin af okkur bekkjasysktinum (-1:))innrömmuð og ekkert annað en....



Ég er svo nálægt því að verða die hard Debrecen fan að það er ótrúlegt. Komin með trefil og svo núna búning!! Næst er bara að mæta í Lokistúkuna með blis og sveifla treflinum mínum meðan ég hoppa upp og niður að syngja...læri kannski textana seinna.

jæja, back to the books.


Wednesday, May 28, 2008

Annar í afmæli

Skemmtilegur dagur...annar í afmæli. Var í prófi í dag sem fór bara mjög vel. Svo styttist í að þetta klárist allt saman hjá mér og ég að fara klára fyrsta árið mitt hérna, ótrúlegt. En afmælisdagurinn minn var nú alveg ágætur hérna í Debrecen þrátt fyrir smá lærdóm. Veðrið var yndislegt 30°C og sól, þá var ekkert annað en að kíkja á Palma í uppáhaldskokteilinn minn hérna sem er Mai Tai í heilum ananasi:o) það er bara eitthvað við það að fá drykkinn í ananas og svo biðja um skeið og skafa restina sem svona 'eftirrétt'. Næsta próf í næstu viku...no time to waste, verður líklegast erfiðasta vikan mín í þessu próftímabili. jeij.

En ég vil bara þakka fyrir afmæliskveðjurnar og ég reyni að drífa mig heim!!:O)


xoxo



Friday, May 23, 2008

One down.

Skemmtilegt að Ísland komst áfram í gær, en ég því miður horfði ekki á þetta(smá kaldhæðni í 'því miður'). Ég hef aldrei verið mikill Eurovisionfrík og þennan lítinn áhuga sem ég hafði fór bara minnkandi á hverju ári að fylgjast með hvað þetta keppni væri orðið mikið rugl. Silvia Nótt fór svo alveg með þetta. En samt sem áður hef ég rosa gaman að Eurovision partíum og held að núna vantaði mig mömmu til að skella niður snakk og nammi fyrir framan sjónvarpið og systur mína til að peppa þetta aðeins upp með sínum pælingum hvar við ættum eiginlega að halda þetta á næsta ári, því þetta væri sko 'okkar ár' í Eurovision. Gaman að þessu.

En til hamingju Ísland, við loksins náðum inn í AÐALkeppnina!

Kláraði fyrsta prófið mitt í gær og náði. Það þýðir að skipulagningin helst hingað til og er næst á miðvikudaginn:o)



Wednesday, May 21, 2008

Tvíburi.

Stjörnuspáin mín í dag:
Með því að nota kunnáttu þína á kerfisbundinn máta, færðu niðurstöðurnar sem þú vilt. Þú vinnur - mundu eftir að gleðjast. Haltu svo strax áfram og þú vinnur aftur.

Passar soldið vel við núna, og ég vona að það er eitthvað til í þessu því fyrsta prófið er á morgun.

En í þessum próflestri þá sakna ég þess rosalega að vera læra á fullu lokuð af inn í herberginu mínu heima á BigBlue alveg sokkin í bækurnar og áður en ég veit af þá er bank á hurðinni...

"Stína, það er matur."

Ó, hvað ég sakna þessi orð...að allt í einu fatta að klukkan er orðin rúmlega sjö þ.e.a.s. ef gómsætamatarlyktin er ekki búin að laumast inn í herbergið mitt fyrir þann tíma. Ég á það nú til að gleyma að borða þegar ég er stressuð, veit alveg hversu óhollt það er en get lítið gert í þessu. Annars hef ég uppgötvað að harðfiskur er ágætiskvöldmatur. Átti soldið safn af harðfiskpokum inn í ískáp, var farin að sjá til að þurfa gefa eitthvað af þeim en þetta klárast kannski bara. Verð kannski að fara vera duglegri að panta mér mat...sushi, indverskan, pítsur, ó mæ.
Jæja.....þá vonum við bara að fyrsta prófið gengur vel og skipulagningin helst hjá mér, því ég er alveg græn að allir eru búinir heima og flokkjá2008 er hafið. En þrátt fyrir að vera hérna að lesa í steikjandi hita, er ég.....

....með ykkur í anda. Kannski ekki að þrífa fuglaskít en bara allt þetta skemmtilega:o)


over and out

Saturday, May 17, 2008

Ready, Set....Go!

Þá er próftímabilið officially byrjað!!! Síðasti dagurinn á 1. árinu í DOTE kláraðist í gær með fjögur próf. Anatomy, histo, embryo og svo síðast og skemmtilegast...molecular eða sameindafræði. Fyrsta prófið er svo á fimmtudaginn, frumulíffræði...best að fara byrja. Enn annars voða lítið að frétta svo sem...smá þreyta og kannski smá þynnka í gangi;o)

Hérna er mynd af okkur bekkjasystkinum, eða við sem eru í anatómíu saman því það vantar Maríu, en annars er hérna Kata, ég, Axel, Ófeigur, Bjartur og Doddi. Allir voða sætir eftir Skull/bak prófið.

xoxo

p.s. Ég held að það verður seint sagt að ég sé ekki sannur púlari....en ég mun aldrei óska Chelsea til að lyfta upp bikar, ekki vil ég frekar sjá Man Utd en í þessari stöðu var það 'betri' kosturinn. You win some, you lose some:o)


Saturday, May 10, 2008

Tíminn líður hratt.

ég trúi því varla að ég er búin að vera hérna í Debrecen city og frá ykkur öllum í fjóra mánuði! ótrúlega líður tíminn hratt, og vonandi verður þetta próftímabil ekkert öðruvísi. Það er ein vika eftir af skólanum svo byrja lokaprófin. Ég stefni á að vera komin heim miðjan júní...ég bara verð! margt gott sem bíður mín...og þá er vinnan að sjálfsögðu talin með:o)

Núna þegar stressið er byrjað að taka yfir líkama minn, er engin betri tíma en núna að fara hugsa betur um sjálfan mig og reyna að losa mér við þessa constant streitu og kvíðni. Ég og Kata erum þá byrjaðar að æfa með einkaþjálfara hérna, æfum 3x á viku. Mjög yndisleg fitness stúlka með leyfi til að taka okkur í gegn...gott að fá svona útrásspásu í þessum miklum lestri. Ekki nóg með að það en ég kíkti svo í nudd í dag. Tók allan líkamann í 60 mín, nuddaði vel allar þessar harðsperrur sem ég komin með núna en svo var ég næstum því sofnuð í fóta-, handa- og hausnuddið, þvílíkt dekur. Buddan finnur ekki mikið fyrir þessu svo ég gæti alveg venst þessu;o)

Spennandi helgi í enskaboltanum. Því miður er mitt lið ekki í neinu stressi...situm róleg þarna í fjórða sæti, en annað er með þessi efstu tvo. Bara svona til að halda strákunum í góðu skapi vona ég nú að rauða(og svarta)liðið lyfti bikarnum...lesser of the two evils! Þetta er svo tæpt að það er æðislegt....en engar áhyggjur, við tökum þetta allt saman á næsta ári;o)

Friday, May 2, 2008

Er bara ekki í stuði.

Biðst afsökunar á frétta og bloggleysi en ég er bara einfaldlega ekki í stuði, en ég setti inn nýjar myndir af Sumardeginum fyrsta og heimsókn mömmu og pabba...ó, það var svo gaman að fá þau.

Þau komu klukkan 4 um nóttina á föstudaginn, ég skaust til þeirra eftir morguntímann hjá mér og við röltuðum um Debrecen sem tók svona tvo tíma. En þá settumst við bara niður á Palma og fengum okkur að borða og kokkteil í sólinni. Við enduðum með að fara á fjóra mismunandi veitingastaði þennan dag, mjög eðlilegt. Á laug keyrði ég með þau til Eger sem er bær c.a. klukkutíma í burtu sem er þekkt fyrir vínið sitt og kastala...æðislega sætur bær, get alveg hugsað mér að kíkja oftar þangað.
Svo eldaði Agi yndislega (ungversk snyrtifræðingur sem sér um að margir íslendingar hérna séu vel snyrtir) um kvöldið gúllas fyrir okkur og fengu mamma og pabbi að hitta þessa vitleysinga sem maður er að hanga með hérna úti:o) Það var svo Búdapest á sunnudaginn, þetta er svo yndisleg borg...komiði bara og sjáið. Við tókum einn sightseeing dag þar sem við skelltum okkur á strætó, góð hugmynd mamma, og keyrðum um borgina og sáum fallegt heildarsýn yfir hana. Síðasti dagurinn fór svo er verslun!!! Pabbi tók sér góðan göngutúr meðan ég og mamma versluðum fleiri og fleiri poka. Æ, svo gaman.
Ég er líka bara orðin nokkuð góð að rata þarna í borginni, ótrúlega stolt að sjálfum mér...þau gömlu fannst soldið skrítið að allt í einu var ég manneskjan sem keyrði og rataði...all grown up:o)
Ég hlakka nú til að fá þau aftur og svo ykkur öll hin!!! Brynjar....Lovarda bíður!;)

Nú er ég að fara týnast í bækurnar og drulla mér heim...ég er nú farin að þykja soldið vænt um þennan bæ en....There just is no place like HOME:o)

xoxo