Friday, May 2, 2008

Er bara ekki í stuði.

Biðst afsökunar á frétta og bloggleysi en ég er bara einfaldlega ekki í stuði, en ég setti inn nýjar myndir af Sumardeginum fyrsta og heimsókn mömmu og pabba...ó, það var svo gaman að fá þau.

Þau komu klukkan 4 um nóttina á föstudaginn, ég skaust til þeirra eftir morguntímann hjá mér og við röltuðum um Debrecen sem tók svona tvo tíma. En þá settumst við bara niður á Palma og fengum okkur að borða og kokkteil í sólinni. Við enduðum með að fara á fjóra mismunandi veitingastaði þennan dag, mjög eðlilegt. Á laug keyrði ég með þau til Eger sem er bær c.a. klukkutíma í burtu sem er þekkt fyrir vínið sitt og kastala...æðislega sætur bær, get alveg hugsað mér að kíkja oftar þangað.
Svo eldaði Agi yndislega (ungversk snyrtifræðingur sem sér um að margir íslendingar hérna séu vel snyrtir) um kvöldið gúllas fyrir okkur og fengu mamma og pabbi að hitta þessa vitleysinga sem maður er að hanga með hérna úti:o) Það var svo Búdapest á sunnudaginn, þetta er svo yndisleg borg...komiði bara og sjáið. Við tókum einn sightseeing dag þar sem við skelltum okkur á strætó, góð hugmynd mamma, og keyrðum um borgina og sáum fallegt heildarsýn yfir hana. Síðasti dagurinn fór svo er verslun!!! Pabbi tók sér góðan göngutúr meðan ég og mamma versluðum fleiri og fleiri poka. Æ, svo gaman.
Ég er líka bara orðin nokkuð góð að rata þarna í borginni, ótrúlega stolt að sjálfum mér...þau gömlu fannst soldið skrítið að allt í einu var ég manneskjan sem keyrði og rataði...all grown up:o)
Ég hlakka nú til að fá þau aftur og svo ykkur öll hin!!! Brynjar....Lovarda bíður!;)

Nú er ég að fara týnast í bækurnar og drulla mér heim...ég er nú farin að þykja soldið vænt um þennan bæ en....There just is no place like HOME:o)

xoxo

1 comment:

Anonymous said...

Sakna þín elsku Stína mín, það var frábært að heimsækja þig og vera með þér og hitta vini þína, mér leist nú bara vel á þá, og ég kem örugglega aftur. Vertu nú dugleg að lesa svo þú komist fljótt heim!
Knús og kossar mamma