Wednesday, May 21, 2008

Tvíburi.

Stjörnuspáin mín í dag:
Með því að nota kunnáttu þína á kerfisbundinn máta, færðu niðurstöðurnar sem þú vilt. Þú vinnur - mundu eftir að gleðjast. Haltu svo strax áfram og þú vinnur aftur.

Passar soldið vel við núna, og ég vona að það er eitthvað til í þessu því fyrsta prófið er á morgun.

En í þessum próflestri þá sakna ég þess rosalega að vera læra á fullu lokuð af inn í herberginu mínu heima á BigBlue alveg sokkin í bækurnar og áður en ég veit af þá er bank á hurðinni...

"Stína, það er matur."

Ó, hvað ég sakna þessi orð...að allt í einu fatta að klukkan er orðin rúmlega sjö þ.e.a.s. ef gómsætamatarlyktin er ekki búin að laumast inn í herbergið mitt fyrir þann tíma. Ég á það nú til að gleyma að borða þegar ég er stressuð, veit alveg hversu óhollt það er en get lítið gert í þessu. Annars hef ég uppgötvað að harðfiskur er ágætiskvöldmatur. Átti soldið safn af harðfiskpokum inn í ískáp, var farin að sjá til að þurfa gefa eitthvað af þeim en þetta klárast kannski bara. Verð kannski að fara vera duglegri að panta mér mat...sushi, indverskan, pítsur, ó mæ.
Jæja.....þá vonum við bara að fyrsta prófið gengur vel og skipulagningin helst hjá mér, því ég er alveg græn að allir eru búinir heima og flokkjá2008 er hafið. En þrátt fyrir að vera hérna að lesa í steikjandi hita, er ég.....

....með ykkur í anda. Kannski ekki að þrífa fuglaskít en bara allt þetta skemmtilega:o)


over and out

2 comments:

sirry said...

Hæja. Jæja..þá er Eúróvision í kvöld..og eins og alltaf er ég sannfærð um að við vinnum og farin að hafa áhyggjur af því hvar við eigum að halda þessa mögnuðu keppni hér á næsta ári..Alltaf þarf einhver gleðispillir (td Óskar) að segja mér að fyrst þurfum við nú að komast upp úr undanúrslitum.

Pffff...aukaatriði!!

Anyways, nóg um mig! Gangi þér vel í prófunum...svo styttist nú ört í heimkomu þína:)

Baráttukveðja frá Stórhöfðanum í Eúróvision-skipulags-pælingum-DAUÐANS.

lovjú gurl!

Anonymous said...

Vá hvað þetta er sæt mynd af þér=) Makes me miss u more=(
HIlsen Anna