Friday, May 23, 2008

One down.

Skemmtilegt að Ísland komst áfram í gær, en ég því miður horfði ekki á þetta(smá kaldhæðni í 'því miður'). Ég hef aldrei verið mikill Eurovisionfrík og þennan lítinn áhuga sem ég hafði fór bara minnkandi á hverju ári að fylgjast með hvað þetta keppni væri orðið mikið rugl. Silvia Nótt fór svo alveg með þetta. En samt sem áður hef ég rosa gaman að Eurovision partíum og held að núna vantaði mig mömmu til að skella niður snakk og nammi fyrir framan sjónvarpið og systur mína til að peppa þetta aðeins upp með sínum pælingum hvar við ættum eiginlega að halda þetta á næsta ári, því þetta væri sko 'okkar ár' í Eurovision. Gaman að þessu.

En til hamingju Ísland, við loksins náðum inn í AÐALkeppnina!

Kláraði fyrsta prófið mitt í gær og náði. Það þýðir að skipulagningin helst hingað til og er næst á miðvikudaginn:o)



5 comments:

Anonymous said...

Vel gert kelling=) Veit að þú átt eftir að massa þetta eins og þér einni er líkt=) Ég er búin að fá allar einkunni og allt gekk bara helv. vel og er byrjuð að vinna á fullu=) Er svo bara að bíða eftir að hafa ástæðu til að hringja í þig á ammælidaginn=) he he
Allavegana... þangað til bara gangi þér ekkert smá vel í prófunum og ég hugsa til þín=)
Luv u=)
Anna

Anonymous said...

Vúhuuuu=) Innilega til hamingju með afmælið elsku Stína mín=) Vona að þú eigir frábæran dag og njótir hans til hins ítrasta=)Stærsta knús í heimi frá mér=) Svo reyni ég að hringja í þér í kvöld til að catch up og tjatta=)Luv u
Anna=)

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Stína mín!
gangi þér vel og hlökkum til að sjá þig :-)

knús og kram
Siddý & Co

Anonymous said...

Til lukku með daginn sæta mín...vonandi nærðu að njóta hans þrátt fyrir prófin...afmælisdagur er nú bara einu sinni á ári...well daaaa hlakka til að sjá þig í sumar
kv Gerður

Anonymous said...

Innilega til hamingju með afmælið elski Stína Fína! Hlakka til að sjá þig á klakanum í sumar
Kveðja Iðunn