Saturday, May 10, 2008

Tíminn líður hratt.

ég trúi því varla að ég er búin að vera hérna í Debrecen city og frá ykkur öllum í fjóra mánuði! ótrúlega líður tíminn hratt, og vonandi verður þetta próftímabil ekkert öðruvísi. Það er ein vika eftir af skólanum svo byrja lokaprófin. Ég stefni á að vera komin heim miðjan júní...ég bara verð! margt gott sem bíður mín...og þá er vinnan að sjálfsögðu talin með:o)

Núna þegar stressið er byrjað að taka yfir líkama minn, er engin betri tíma en núna að fara hugsa betur um sjálfan mig og reyna að losa mér við þessa constant streitu og kvíðni. Ég og Kata erum þá byrjaðar að æfa með einkaþjálfara hérna, æfum 3x á viku. Mjög yndisleg fitness stúlka með leyfi til að taka okkur í gegn...gott að fá svona útrásspásu í þessum miklum lestri. Ekki nóg með að það en ég kíkti svo í nudd í dag. Tók allan líkamann í 60 mín, nuddaði vel allar þessar harðsperrur sem ég komin með núna en svo var ég næstum því sofnuð í fóta-, handa- og hausnuddið, þvílíkt dekur. Buddan finnur ekki mikið fyrir þessu svo ég gæti alveg venst þessu;o)

Spennandi helgi í enskaboltanum. Því miður er mitt lið ekki í neinu stressi...situm róleg þarna í fjórða sæti, en annað er með þessi efstu tvo. Bara svona til að halda strákunum í góðu skapi vona ég nú að rauða(og svarta)liðið lyfti bikarnum...lesser of the two evils! Þetta er svo tæpt að það er æðislegt....en engar áhyggjur, við tökum þetta allt saman á næsta ári;o)

3 comments:

Anna María said...

öfunda þig að nuddinu!!!!!

Anonymous said...

hlakka til að fá þig heim elskan mín. Gangi þér rosalega vel í prófunum:)
love you, miss you
xoxo
Eva Margrét

Anonymous said...

Sannir Poolarar una Mansjú aldrei þess að vinna titil.

Þú átt að vita það.

Sakna þín samt.