Saturday, October 25, 2008

Hajrá Loki

Það er gaman að segja frá að Debrecen fótboltaliðið situr núna í efsta sætið í Sopronideildinni, s.s. ungverskadeildin. Ég er náttla orðin frekar mikill stuðningsmaður eins og má sá...



fór á leik í gær þar sem þeir unnu 4-1. Hægt og rólega stefni ég á að vera komin í aðalstuðningsmanna klúbbinn 'Loki' og hoppandi upp og niður syngjandi eins og vitleysingur, kveikjandi á blis eftir hvert mark. En ég hef góð 5 ár til að smygla mér þarna inn, kannski fyrst læra þetta helsta eins og lögin og hvernig á að blóta dómarann. En með þessu framhaldi hjá liðinu gæti maður kannski séð annað stórt lið koma hingað til að keppa um sæti meistaradeildinni eins og Manchester Utd árið 2005.

Annars bara allt ágætt að frétta. Fengum frí á fimmt og föstudaginn, vegna þess að 23. okt var byrjunin á ungversku byltingunni árið 1956. Svo maður nýtur það í smá afslöpun, fótbolta og 'kiscit' lestur:o)


1 comment:

Gudrun Dora said...

þú þarft bara að fara niðrí bæ á LOKI barinn... smáklúður hjá okkur að hafa aldrei farið þangað..