Tuesday, February 19, 2008

When in Vienna....

Á föstudaginn hófst ferðalagið okkur til Vínar. Ég kom út úr erfðafræði prófinu klukkan sjö og biðu bílarnir tveir eftir mér fyrir utan og fyrsta stopp: Búdapest, eða það var planið. Við drógum í bílana...í fyrsta bílnum var Gunna, Kári, Andri og ég. Í seinni bílnum var Drífa, Ófeigur, Bjartur og Doddi. Þegar við vorum komin klukkutíma frá Debrecen komst í ljós að ekki allur farangurinn minn komst í bílinn eftir smá misskiling, það versta var að vegabrefið mitt var þá ekki með bíllinn þurfti að snúa við og hinn hélt áfram til Búdapest því við vorum með pantað borð á veitingastað. Svo fyrsta stopp, fyrir okkur fjögur: Debrecen, en ég náði í vegabréfið mitt og annað, staupuðum (ekki Gunna driver) eitt ópal skot og stoppuðum á Mc Donalds fyrir Kári...þá til Búdapest við fórum!:) Endaði í smá djamm þar, pínu mistök.

Laugardagurinn náðum við að koma okkur á fætur klukkan tíu, nokkrum klukkutímum á eftir áætlun:S En ferðin var mjög fín til Vínar, lentum í smá umferðarteppu en hópurinn lét sér ekki leiðast á meðan. Vín er ekki sú auðveldasta borg til að rata komumst við svo að. Keyrðum inn í borgina um fjögur leytið og óperan byrjaði tímalega klukkan sjö og tvennt sem við þurftum að gera áður: ná í miðana á óperuna og finna hostelið. Fundum hostelið eftir smá tíma en lentum í smá 'Amazing Race' þegar það kom að þessum miðum.
Kíktum fyrst á State Óperuna og þar benti maður í skikkju að við þurftum að fara í Volks Óperuna því þar var Marriage of Figaro sýnd, svo við fórum í það að leita að því...long story short, hringir konan með miðana í mig og segir að miðarnir eru í State Óperuna en sýningin værin í reyndar í Volks, tíminn tifar svo einn bíll fer í það. Allt í góðu við hlaupum um óperuna, tölum við nokkra skikkjumenn og loksins finnum við miðakonuna,´en núna var bara að koma okkur að hostelinu aftur. Við finnum aldrei hostelið fyrir sjö og endaði með að strákarnir klæddu sig í jakkafötin á götunni og ég ekki með nein föt í þessum bíl nema háhæla sko en náði að reddaði mér bara ágætlega. Mér fannst ég samt ekki gera mömmu mína stolta með að vera í gallabuxum í óperunni, en ekkert gat ég annað gert og ekki hefði ég viljað missa af því. Eftir óperuna vorum við búin á því og enduðum snemma í rúmið því við þurftum að nýta sunnudaginn vel sem við gerðum.
Á sunnudaginn vöknuðum við eldsnemma og fórum af stað....byrjuðum niðri bæ kíktum á St. Stephan's Cathedral, Natural History safn, löbbuðum um, kíktum á Mózart safnið og íbúðin hans og síðasta stopp í Schönbrun Palace...kvöldmatur var á Little Buddha veitingastað, þar sem við fengum endanlausan mat, einn besti fiskiréttur sem ég hef fengið, butter fish, og yndisleg þjónusta:) mæli með þessum stað. Snemma að 'sofa' aftur þessa nótt því við þurftum að vera komin út úr bænum fyrir ummm...segjum sjö:)

Þetta hljómar allt yndislegt og flest allt fullkomið kannski, en ég skal segja ykkur eitt...það fór nánast allt úrskeiðist á einhvernhátt en reddaðist alltaf að lokum og varð þetta snilldarferð með eðalhópi. Ég óska þess að ég gæti lýst allt fyrir ykkur, því mikið getum við hlegjið að öllu þessu rugli í dag og flest allt þá...en það eru svona óskipulögð ævintýri sem gera svona ferðir svo eftirminnilegar.
Takk fyrir mig:)

(myndir komnar á myndasíðuna)

4 comments:

Anonymous said...

Þetta hefur verið frábær ferð heyri ég.
Saknaðarkveðja mamma

Eva Margrét said...

hljómar ekkert smá vel..enda klikka ferðalög með þér Stína mín ALDREI;)
saknaðarkveðja
Eva Margrét

Stina Jona said...

ótrúlegt en satt, þá tók ég mér frí frá kortinu í þetta skiptið;o)

Anonymous said...

ekkert smá gaman hjá ykkur.. Það gerir ferðina bara eftirminnanlegri með að hafa smá svona óvænt.. Annars er bara allt ´fint að frétta af okkur alltaf einhver lasarus hér en tolum ekki um það ;O) Við erum búinn að vera rosalega dugleg að fara á skíði Guðjón Berg orðinn rosalega duglegur ég stend bara og horfi á með Hlyn Fannar og hann rennir sér stefnum á stóru lyftuna um páskana :O)
En hafðu það gott elsku frænka bið að heilsa Bjarti eini sem ég þekki þarna ;O) þekkir þú Eggert sem er að vinna hér???
kveðja
Sigga Magga og Guttarnir