Saturday, February 23, 2008

Við erum út um allt...

Það er byrjað að hlýna úti og komið peysuveður...yndislegt! Bráðum fer maður að taka smá lit og hætt að vera endurskýlsmerki út á götu. Skólinn gengur vel, anantomían er mjög skemmtileg...nóg að læra, en í verklegum tíma erum við komin með konu og byrjuð að leita af taugum og æðum í handleggjunum og axlir. Furðulegt samt að þeir eru ákveðnir í það að steikja okkur þarna inni í tímum, allir gluggar lokaðir og held að engin loftræsting sé í gangi. Ef við erum að kvarta núna...veit ekki hvernig þetta verður þegar hitinn er kominn í 30 stig.

Ég fór út í Mediamart á aðan sem er soldið eins og BT samt með mikið meira...en ég fór að skoða geisladiska og dvd, bara svona til að sjá hvað væri í boði hérna. Ég er að scanna yfir tónleikaDVDin og rekst ég augu á MEZZOFORTE LIVE IN LONDON...ungverjarnir kunna á þetta! Ég þurfti samt að taka diskinn upp og vera alveg viss að þetta væri íslenska Mezzoforte, ekki það að eitthvað annað sé til. En mjög skemmtilegt að sjá svona falleg íslensk nöfn í Mediamart....ah:)

Thats about it...í dag.

XOXO

6 comments:

Eva Margrét said...

love you love you love you..... miss you miss you miss you

Hildur Sólveig said...

Stoltur Íslendingur! Gaman gaman gaman. Annars er að snjóa hérna á Ísó... þannig að vertu glöð. En hvernig er það... kemur ekki svoldið vond lykt af konunni þegar það er svona heitt inni? Er hún ekki annars geymd í kælirnum? Hugs og kisses!

Anonymous said...

Hæ sæta=) gott að veðrið er að taka við sér=) ég meina til hvers að búa í útlöndum ef að það er ekki gott veður? Var að downloada skype i tölvuna þannig að ég verð orðinn stokker nr. 1 eftir að ég er búin að rifja þetta upp=) Er samt komin með þig inn þannig að watch out=) he he
Luv U=)

sirry said...

Hér er kveðja frá Stór-höfðanum::

Kveðja.

Muhaha...úff ég er næstum því fyndin..næstum því. Annars allt gott að frétta héðan. Svolítið eirðaleysi í gangi, alltaf um 15:30..oftast.

Lovjú gurl!!

Unknown said...

Sæl Stína
Gaman að lesa bloggið þitt. Ég sé að þú lifir eins og blóm í eggi. Allt við það sama hér á landi, snjór og frétti af fjármálum og penningum og peningum og peningum, nei þú ert ekki að missa af neinu í bili. Við íslendingar ætlum seint að hætta að ''skilgreina okkur út frá skorti''. Vertu dugleg að læra elskan en mundu að skemmta þér líka.
Kveðja frá Ingu og öllum í Tjarnarmýri 3

Unknown said...

Ég sá um daginn Emiliönnu torrini þarna.. Eins og þú sagðir, þeir kunna á þetta! =)