Thursday, March 20, 2008

Páskaplanið

Í fyrsta lagi...hversu óheillagt er að hafa próf á Föstudaginn Langa??? ég er allavegana núna stödd að skoða vefjafræði sýni til að undirbúa mig undir próf á morgun. Það gengur líka það vel að ég sá að það var komin tími á nýja færslu!
Við fáum þá frí á mánudaginn svo það er löng helgi framundan og ég þarf ekkert að gera upp þann dag, jeij! Helgarplanið...

Föstudagur: Mæta í próf, fá 10, klára skóladaginn, mæta aftur í 3. manna bylgju á Debrecen körfuboltaleik og bjór...framhaldið, aldrei að vita??.

Laugardagur: Debrecen 'Loki' fótbolta leikur á móti liðinu Búdapest MTK sem situr efst fyrir framan mínu liði í deildinni. Versla í matinn svo kannski smá lærdómur, tjaaa það er samt ólíklegt víst það er páskahelgi...annars alveg óákveðið.

Sunnudagur: Manchester Utd vs. Liverpool...þar eftir ræðst algjörlega hvernig leikurinn fer! hvort ég fari í fýlu og ræni hinu dekkinu hans ófeigs eða fari að njóta páskamatsins með vinum....nei smá grín, eða hvað? allavegana ákeðið að það erpáskamatur hjá Bjarti, þar sem við, ég, Bjartur, Kata og Ófeigur ætlum að elda gómsæta páskaveislu og bara hafa það extra gott saman. Þetta eru fyrstir páskar sem ég eyði ekki með fjölskyldunni...look, i'm a big kid now! (segja þetta með Pull-ups auglýsinguna í huga, þið sem getið)

Mánudagur: Klára páskaeggin....jábbs...páskaeggin, í fleirtölu! þarf ekki nema flytja til útlanda 22. ára og fá loksins TVO páskaegg. Life is good.


xoxo

4 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ frænka
Þín er sárt saknað um páksana skrítið að hafa þig ekki.. Ég Guðjón Berg hlaupabóla og Hlynur Fannar erum bara heima á meðan ALLIR eru á skíðum ;(Guðjón Berg þurfti náttulega að fá hlaupabóluna um páskana.. Mjög gott veður en samt pínu íslendingur í því sól og ekki sól snjókoma og ekki snjókoma ;) Guðjón Berg vann 4páskaegg á páskabingói og við vorum nýbúinn að kaupa egg fyir strákana svo það er nó til hér af páskaeggjum :)En hafið það rosaelga gott um páskana líst vel á páskamatinn hjá ykkur bið að heilsa Bjarti :)
Páskakveðja love yoy
Sigga Magga og Strákarnir
setti inn nokkar mydnir á bl
vonandi hefur þér gegnið vel í prófinu

Anonymous said...

Hahaha, ég hló í svona korter, "mommy wow!... I´m a big kid now!"
Hafðu það gott um páskana :)

kv. Ívar Már

Anonymous said...

Elsku Stína hafðu það rosalega gott um páskana. Takk fyrir spjallið um daginn;) æði að heyra í þér dúllan mín!!!!
luv u
xoxo
Eva Margrét

Anonymous said...

Vonandi ertu búin að njóta frísins skvís, gangi þér vel með páskaeggin...hehe ég fékk nú bara eitt en ég er komin vel á veg með Davíðs í staðinn....hehehen

Alveg allt of mikið kominn tími á skype-date, þú setur tíma og ég mæti ok

kv Gerður :)