Tuesday, March 11, 2008

Loki



Nei, ég er ekki að tala um Snorru-Eddu hérna heldur fótboltalið Debrecen sem eru með nickname...LOKI. Ég er búin að vera suða í Ófeig núna í marga mánuði að fara á leik og loksins hættu þeir í þessu endalausa fríinu sínu og spiluðu leik í gær. Þeir eru með gott lið hérna, búnir að vinna titilinn hérna í Ungverjalandi síðan 2005 og þeir sem eru miklir fótboltaáhugamenn muna kannski eftir því þegar þeir spiluðu á mót Man. Utd í Meistaradeildinni árið 2005.


Ég, Kata og Ófeigur kíktum á völlinn í gær eftir skólann. Þetta var fínt leikur, fór 2-0 fyrir Debrecen. Ég og Kata vorum afar æstar þarna í stúkunni með hinum gömlu körlunum að hrópa og syngja á ungversku/íslensku. Ég er sjálf voða mikið fyrir að reyna að vera með í einhverjum hefðum eða venjum og það fór ekki framhjá okkur að ungverjarnir eru stanslaust að éta sólblómafræ (mér sýndist það vera það) á meðan. Þeir setja það upp í sér, ná fræið í miðjunni og spýta svo hún hýðið, í endan myndast svona fræjahýðihrúga fyrir framan hvern mann. Fórum við svo í hálfleik að kaupa okkur einn poka og skildum ekki beint hvað var æðið með þetta, þetta var alltof mikið vesen fyrir svona lítið bragð. En eins þrjósk og ég get verið hélt ég áfram að naga fræinn allan seinnihálfleik....

Best var samt að horfa yfir í næstu stúku og sjá allt fólkið með fræin sín....þetta minnti mig á Willi Wonka og þegar íkornin eru að opna hneturnar, höndin upp svo niður, upp svo niður...aldrei að vita kannski vorum við ekki beint að ná þessu, er kannski sólblómarfræjarfyrirtæki hérna í debrecen??? mmmm....

tók vídeó af þessu öllu...enjoy:



nóg af fótbolta í gangi, svo er það bara meistaradeildin í kvöld. jippíkæjæjeiiiii...
xoxo

4 comments:

Unknown said...

hahahha þetta er svo mikil snilld!=) mjög góður leikur annars.. náðum meira að segja að skila eitthvað! :) barbie...

Eva Margrét said...

HAHAHAHAHAHA það eru allir í stúkunni að háma þessi fræ í sig!!!!

Anonymous said...

hahaha hvad er malid med thessi fræ....pant eg thrifa eftir leiki :)

Anonymous said...

hahahaha omægad hvað ég hló.. Ég hefði ekkert getað horft á leikinn gleymt mér að horfa á fólkið :O)
En alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt Stína mín,,
Hafðu það gott love you
Sigga Magga og Strákarnir