Thursday, March 27, 2008

Páskahelgin

Helgin fór alveg nákvæmlega eins og ég lýsti planinu, klikkaði voða lítið á því....sumir eru meira að segja einu dekki fátækari.

En Páskadagur var þannig....
Ég sat upp í rúmi og opnaði páskaeggin mín (í fleirtölu) og las málshættina upphátt fyrir sjálfan mig, hló og sagði svona 'ahah' eða 'jáhá'...'þessi er nú góður'. Svo tók ég myndir af þessu öllu svo þið fáið að vera með í hamingjunni hjá mér....og súkkulaði átinu.

Málshættarnir: 'Sjálfs er höndin hollust' og 'Af góðum hug koma góð ráð'.

Treystiði mér, ég náði brandarnum.....en svo lærði ég eins og fyrirmyndar nemi þar til 'the unmentionable' tók sér stað.

Við krakkarnir héldum svo af stað til Bjarts þar sem við elduðum nautalundir í dijon sinnepi, piparsósu, salat og kartöflur.


Ég og Ófeigur stálum greinar frá í nágrenninu, páskagreinar með gulumblómum. Svo til að halda hefðir mömmu hérna í Debrecen, skreytti ég þær með páskaeggjum og kanínum:o) makin' my mamma proud.

Í eftirrétt var súkkulaðikaka a la Frænku, sem klikkar aldrei.


Við vorum þrusu góðir kokkar saman og bjuggum til gómsætan páskamat og ekki ætluðum við að komast neitt lengra frá sófanum vegna ofáts þar til það var gerð eitt 'beer run' í Nonstop og áður en við vissum af vorum við komin í ísrealískt grímupartí....enduðum með að dansa eins og vitleysingar fram að morgni.


Kata, ég, Ófeigur, Doddi & Bjartur

Á morgun er annað próf, en eftir það er hið árlegt GUMBALL.....to be continued;o)


xoxo

1 comment:

Anonymous said...

Þú stendur þig betur í ár en ég varðandi páskaskrautið Stína mín.
því það var ekkert skreytt á Nesk.
Saknaðarkveðja knús og kossar
mamma