Sunday, November 4, 2007

það er ekki bara fallegt fólk sem býr á simonyi....


heldur yndislegar stelpur sem koma koma mér sí á óvart!...ég var s.s. heima í gær að læra undir drepleiðinlegt biophysics próf sem er í vikunni þegar ég fæ sms frá Gunnu að eitthvað hafi komið upp á og ég yrði að koma með Drífu á Plaza (mollið í Debrecen) og við þurftum að ræða málin. Ég var farin að búa til allskonar hluti sem gæti verið að. Jæja svo var haldið á Plaza með Drífu og hringir Gunna um að eitthvað væri að leigusamningnum okkar og við værum að fara ræða við landlorðinn. Þær leiða mig inn í hús og svo inn í snyrtistofu og beint í tveggja tíma andlitsnudd! ég var svo sjokkeruð og kjaftstopp að ég hefði ekki einu sinni sagt hvað ég heiti. Þær eru svo æðislegar og gera allt til þess að láta mér líða vel hérna og ekkert annað kæmi til greina. Ekki nóg með þetta en svo eru þær búinar að bjóða mér herbergið eftir áramót og lengra!...lá rós á koddanum mínum með falleg skilaboð frá Gunnu:) svo ég verð áfram á Simonyi og get þá komið mér ennþá betur fyrir. Ég hefði ekki geta verið meira heppin eftir að koma svona seint í skólann, til ókunnugs lands og ekki svo ánægð með þetta allt saman....datt inn í herbergi sem átti að vera tímabundið...en vegna þess að ég hef komist í gegnum öll próf sem Simonyi tens hafa sett fyrir og allt gengur eins og í sögu. Rós, dekur, knúsar og kossar....Simonyi.

Það er greinilega ekki svo erfitt að búa með mér...þau sem hafa kvartað á Big Blue;)

8 comments:

Anonymous said...

whatever floats ur boat eeeeelskan ;o) or kills ur dolphin ;o) hvernig sem þú vilt hafa það ;o)

ekkert smá ánægð að fá þig á simonyi... prófatörnin hefur verið strembin.. en ég held að drullukakan hafi gert útslagið ;o)

10s of simonyi ;o)

Anonymous said...

Frábært að heyra að þær eru að fara vel með þig þarna úti og réttrúmlega það...er ekki hægt að skipta út sínum rúmí fyrir þína...ég held að Davíð sé örugglega alveg sama :)

Eva Margrét said...

Oh frábært að heyra þetta elsku Stína mín;) ég verð að koma í heimsókn sem fyrst!!! Gunna er farin að skoða fyrir mig hvort að ég geti ekki komið í skiptinám þarna út!!!he he það væri geggjað..
sakn sakn sakn
knús kossar

Hildur Sólveig said...

Hvaða svaka dekur er í gangi?! HELVÍTI ERTU HEPPIN KONA! Annars alltaf jafn æðislegt að lesa bloggið þitt og frétta hvernig þú ert að smell passa þarna inn! Enda enga trú á öðru. Ætli þetta sé karma? Eða bara good things happen to good people? Ætti maður ekki bara að segja screw you Masters Lögfræði, Halló Læknisfræði í Debrecen? Þarf lítið til að sannfæra mann þessa dagana ;) Koss og knús!

Anonymous said...

Sæl Stína mín!!

Til hamingju með þetta allt saman, gott að allt er að komast í fastar skorður og fyrr en varir eru komin jól og þú situr við eldhúsborðið á Bollagörðum. Hefur einhverjum þótt erfitt að búa með þér?? :þ))
Ég er á leið til Svíþjóðar með Ömmu og skæruliðunum, til að halda uppá það með Jóhanni & Co að Camilla ver doktorsritgerðina sína á föstudaginn. Edda verður heima að passa uppá Páfagaukinn. Síðan mun nú fjölga á heimilinu fljótlega því Loppa er orðin fjögurra kettlinga móðir, svo aðal dilemman er hvaða kettling á að velja, svo að vandamálin geta verið margvísleg hjá fólki!!!!

bestu baráttukveðjur úr Kópavoginum!
puss og kram
Siddý

Brynjar said...

Mér finnst þessi Simonyi klíka nú frekar vafasöm. Var að heyra að þær væru eitthvað tengdar mafíunni, jafnvel í innsta hring!

Anonymous said...

Hey Brynjar! Ég sagði þér þetta í trúnaði!! Aldrei hægt að treysta þér fyrir neinu!
Drífan

sirry said...

Jæja, þá er það komið á hreint...við þurfum að fara til Jakarta í Indónesíu...þar er sem sagt Chocolate Expo og þeir eru búnir að hanna kjóla úr súkkulaði...jepps i said it!! Kjóll úr súkkulaði, og við getum örruglega fengið hann skreyttan með bombum og djúpum fyrir þig;)

Allavega, þetta er mjög góð hugmynd að mínu mati....let me know..

Anyways...must work allavega smá....

knúsar og kossar á drungarlegum föstudegi frá stórhöfða!!