Tuesday, November 20, 2007

Krummi krunkar úti...


Hver þarf vekjaraklukku þegar þú hefur fleiri þúsund krákur fyrir utan gluggan þinn? Já, Simonyi gatan fyllist af krákum eldsnemma um morgunin og sitja öll á risa tréin fyrir utan og skíta á gangstéttina. Maður verður annaðhvort að labba út með regnhlíf eða þá hettu ef skítur á ekki að lenda á þig. Held ég sleppi því að kíkja á frægu Hitchcock myndina því þá er ég ekki viss um að ég fari út í Boot Camp á morgnana...hmmm, pæling samt:)

Svo um helgina hætti gasið okkar að virka og íbúðin okkar varð frystikista. Ég svaf í tveimum ullarsokkarpörum, buxum, síðermabol, peysu og tveimum sængum yfir mig....samt varð mér ekkert sérstaklega hlýtt. Þvoði hárið mitt í ísköldu vatn sem gaf mér höfuðverk, þetta var allt mjög skemmtilegt. En eins og oftast reddaði Gunna þessu og bankaði upp á hjá nágranna okkar sem er verkfræðingu og hann fiffaði þetta eitthvað til og núna búum við í saunu....nei grín....bara kósí, með ofnalykt;)

Helgin byrjaði með að fara í afmæli hjá strák á 6. ári á föstudaginn. Þetta var rosalegt afmæli og voru allir MJÖG hressir. Svo var haldið á Masquerade Party á Silence þar sem við fengum grímur á leiðinni inn. Frekar sniðugt....þeir elska þessa þema hérna. Á laugardaginn vaknaði ég mega hress og kát, að sjálfsögu, og fór nánast beina leið á McD's. Hélt aldrei að ég mundi fara svona oft á McDonald's eins og ég geri núna...ekki hægt. En eftir það, fórum við, Ófeigur og Doddi, á innanhús fótboltamót sem var haldið hérna í Debrecen yfir helgina. Kíktum á Brazilia vs. Ungverjaland og Tyrkkland vs. Iran. Brazila vann mótið, fengu bikar...allt voða fancy. En gaman að þessu...Iranar eru með svaka stuðningslið hérna miklu öflugari heldur en Ungverjarnir, soldið spes.


Jæja, eftir þessa færslu verð ég að segja fyrir utan þetta augljósa þá sakna ég rosalega HEITU sturtuna okkar á Bollagörðunum með þessari svaka bunu því þessi hérna er svona tíu sinnum minni:( og American Style.

Einn mánuður í 'Stínu heim':)

6 comments:

Unknown said...

Elsku besta Stína mín...ég hlakka allt of mikið til að fá þig heim. Þú getur farið í læknaleik með mér..ég skal vera sjúklingurinn sem að er nýkominn úr aðgerð á ökklanum og er alveg að drepast!!!
ÉG er strax farin að æfa mig;) he he
knús og kossar

Brynjar said...

Amerikan Style er ofmetinn. Ég skal grilla fyrir þig alvöru hamborgara!

Anonymous said...

brynjar... ég hlusta ekki á svona kjaftæði....afmerican style er yndi ;o)

gunna dóra

sirry said...

Úúú lala...var einmitt að koma úr langri og mjög heitri sturtu hér á Bollagörðum..draumi líkast;)

En úff hvað ég er orðin spennt að fá þig heim...en ætla sko ekki með þér á Micky D's! On your own with that one!!

Jæja skvísí...ætli ég held ekki áfram að hugsa um að læra!!

lovjú gurl!! kossar og knúsar frá hinu herberginu á Big Blue.

Anonymous said...

Ég hlakka ekkert smá til að hitta þig um jólin....22 dagar í mig á klakann og er alveg að telja niður :)

Anonymous said...

Sæl Stína

Þú mátt sko koma í sturtu um jólin í Tjarnarmýrina hhahha
Gaman að lesa fréttir af þér. Hafðu það sem allra allra best og njóttu lífsins.
Kveðja Inga í Tjarnarmýrinni.