Sunday, November 25, 2007

Gobble, Gobble


Já það var Thanksgiving hérna á Simonyi á fimmtudaginn fyrir litla kanan. En vegna skorts á tíma og pening...og kannski kalkún og fat, þá var frekar óhefbundinn Thanksgiving dagur hérna. Það er ekkert meira bandaríkin fyrir mér heldur en epla pæ, sakna þess alveg úber mikið, sérstaklega þessi litlu sem mamma keypti alltaf í Brennan's fyrir mig og ég át með bestu lyst eftir skóla. En ég ákvað að skella í slíka böku tilefni dagsins og fór með Gunnu út í Interspar til að versla epli og fleira. Gunna, þetta yndi, ákvað að koma mér svo einu sinni enn á óvart og bjóða mér í Thanksgiving hádegismat...á engan annan stað heldur en Wasabi. Góð ástæða fyrir því að borða sushi á Thanksgiving er út af...þú veist Pearl Harbour og þá voru þeir í stríði við Japan og japanir borða sushi...auðvitað, duh. Svo við borðum yfir okkur á sushi eins og maður á að gera á Thanksgiving og eftir smá lærdóm var komin tími á eftirrétt, þá eplapæ, vanilluís og bambus. Svo var toppað daginn af með fótbolta, kannski ekki amerískan en fótbolti samt.

Ein önnur stór frétt...ég fann HAFRAMJÖL! eða kannski ekki ég. Ég þurfti að fá nýútskrifan debrecen lækni til þess að finna það fyrir mig, hún Björg. Björg er s.s. fyrrverandi læknanemi í DOTE og fyrrverandi eigandi herbergis míns. En hún reddaði þessu fyrir mig og núna kann ég að segja haframjöl á ungversku og get byrjað daginn minn rétt hérna með hafragraut:o)





25 dagar:)

9 comments:

Anonymous said...

Hehe, góð rösemdafærsla fyrir sushi-inu :) En já, eplapæ, vanilluís og BAMBUS??? Hvað er það, þið hafið varla borðað bambus með þessu? Eða var það svona in keeping with the theme? Flott baka btw, meira að segja búið að föndra svona lítið sætt epli ofaná!
Kv. Ívar Már

Stina Jona said...

já bambusinn var bara til að halda áfram með japanska thanksgiving þeman....gunna fór í búðina til að kaupa ís og kom heim líka með bambus fyrir mig...long story short þá er bambus á öllum borðum á wasabi:) smá einkahúmor kannski!

Anonymous said...

hey.... þú gleymdir aðalpointinu í sögunni... og nú eru þeir ekki í stríði lengur... þannig við eigum að vera thankful fyrir það ;o)

annars finnst mér chings sagan betri... "i just like to look at them"

stína er það bara ég eða seturu vísviljandi myndir af þér vera með eitthvað upp í þér???

gunna dóra

Anna María said...

Dreymdi að ég væri komin til Ungverjalands að heimsækja þig...þú varst langt frá því að vera sátt við mig þó ég væri komin því ég kom ekki með neitt íslenskt handa þér! hehehe...vaknaði á algjörum bömmer!

Anonymous said...

Ekkert smá girnilegt eplapæ!! Ég held ég hafi aldrei smakkað alvöru svoleiðis... svo Stína það er komið að þér að baka þegar u kemur á klakann! ;)

Unknown said...

Elskan mín þú ert svo duglegur kokkur, maður hefur fengið að njóta góðs af því í gengum tíðina;)
25 dagar úlala get ekki beðið.
knúúúúús

Anna María said...

ÍSRAEL!?? vá ég öfunda!!

Anonymous said...

Af hverju öfundaru Ísrael? Er það eitthvað öfundsverðara land en t.d. Ísland. Ísrael er kannski ekki eins kalt... Hvar kemur Ísrael annars inn í þetta? Missti ég af einhverju?

Kv. þreyttur Brynjar með bullgalsa

Stina Jona said...

eins og mamma og pabbi sögðu....'þá ræðum við þetta seinna':o)