Saturday, November 10, 2007

Budpest


Ég drífði mig til Búdapest á fimmtudaginn með Dodda og Ófeigi. Við fórum í dags ferð og vorum mætt í 7 lestina hérna í Debrecen, eftir 3ja tíma svefn. Ferðin til Budapest gékk mjög vel, fórum beina leið að Dóná eftir að fá okkur morgunmat á Burger King. Ástæðin fyrir þessa ferð var að versla mér föt, því 20 kg fyrir unga stelpu í háskóla er bara ekki nóg!:) Við vorum ekki lengi að finna verslunagötuna tæma bankareikningin. Leiðin lá svo á umtalaðan og hype-aðan mexikanski staðurinn Iguana. Það kom ekkert annað til greina en fara á þennan stað því mér var lofað svaka góðan mat. Við vorum ekki klár hvar staðurinn væri svo ég tókum leigara, ekki vissi leigubílsstrjórinn heldur hvar staðurinn væri svo við enduðum með að taka rándýran leigubílsferð fyrir vegalengd sem við höfðum verið 10 mín að ganga. Ég var fyrir mestum vonbrigðum þegar maturinn kom....hann var bragðslaus og bara já, ógeð. Enduðum svo ferðina með að kíkja inn í moliið og kláruðum síðustu forinturnar okkar þar:) Lestin heim átti að vera klukkan 19 aftur með 'hraðlestinni' en vegna þess að við reiknuðum ekki með miðaröðina þá misstum við af henni. Endðuðum með að taka vellyktandi sígunalestina klukkutíma síðar. Klukkan tólf vorum við loksins komin til Debrecen aftur....en fyrir suma var þetta ekki endirinn. Doddi gleymdi töskunni sinni á skítapub sem við fundum í undergroundinu þar sem var bara skuggalegt lið og rónar en okkur dauðlangaði í bjór. Doddi fór aftur til Búda klukkan sjö á föstudag kíkti á barinn og ótrúlegt þá var taskan hans þar. Barþjóninn þar hefði séð róna með töskuna og fannst hún einum of fín fyrir hann og tók töskuna af honum. Eina sem vantaði var smá klink, húfa og rakspíri....sem er kannski það eina sem rónin vantaði. Skildi eftir mynavélina, ipod, og vegabréfið. Góð endir á skemmtilegri og eftirminnilega ferð.

Var að klára horfa á fyrsta heila 90 mín Liverpool leik síðan ég kom og auðvitað vinna þeir....allir leiki sem ég kíki á enda vel...held að Liverpool ætti bara að redda því svo ég gæti auðveldlega séð alla leik víst ég er svona ómissandi!!

Núna þegar þessi leikur er búin get ég farið að gera mig til fyrir Golyabal sem er nýnema ball fyrir alla læknanema hérna. Ballið er í aðalbyggingunni og er svaka fancy...sýni ykkur myndir seinna.

4 comments:

Eva Margrét said...

he he vá hvað þetta er allt saman spennandi:) ótrúlegt að Doddi skyldi fá töskuna sína aftur!!!
heyri í þér í dag elskan mín
knús og kossar
þín Eva

Eva Margrét said...

Takk fyrir spjallið í gær mín kæra:) ótrúlega gott að heyra í þér... þú manst díllinn, við verðum að standa við það;)
knús knús
Eva Margrét

Anonymous said...

Jæja þannig þið skemmtuð ykkur vel í Búdapest fyrir utan veitingastaðinn, leigubílinn og gleymdu töskuna. Og vona að þú skemmtir þér á ballinu. Annað er að það hefur oftast verið þannig að þegar ég horfi á Liverpool leiki tapa þeir eða jafntefli. Ég var á æfingu þegar 8-0 leikurinn var og líka var ég að hjálpa til í bílskúrnum þegar þeir jöfnuðu 3-3 í úrslita leiknum í meistaradeildinni. En ég hlakka til að sjá þig 21 des.


Valtýr.

Stina Jona said...

20. des, lúði:)