Tuesday, December 11, 2007

Afsakið Hlé...

Síðasta vika var mjög leiðinleg og var bara engin tími til að blogga, því miður. En eins og ég vona flestir vita þá kem ég heim EFTIR 9 DAGA! Legg af stað frá Debrecen um miðja nótt og keyri til Budapest og á flug þaðan klukkan 8.30 svo til London og síðasta stopp Seltjarnarnes, þar á ég von á gómsætan kvöldmat sem ég hlakka alltof mikið til að borða...spá í að byrja að spara mig. En vandamálið er að ég má velja og þjást af valkvíði, hugmyndir einhver? veit að Sirrý mun hafa einhverja skoðun á þessu!:) Svo eru næstu dagar fram að jólum pakkfullir af einhverju...þetta er yndislegt.
Síðasta vika tók ég nokkur próf og hélt leiðinlegan fyrirlestur á föstudaginn sem ég kveið alltof mikið fyrir, en vonandi batnar þetta með tímanum....en eina ferðina enn, gékk vel þrátt fyrir að enginn skildi efnið nema kennarinn, en það skiptir ekki máli, 3 bónusstig í hús. Var svo í morgun í fyrsta munnlega prófinu mínu hérna, en svo flestir vita þá verða flest prófin munnleg...svo best að byrja þetta vel. Þá eru bara tvo próf eftir og flýg ég svo heim...
Það fréttist aðeins hérna í síðustu færslu en þá er verið að skipuleggja ferð í lok jan/byrjun feb ef allt gengur vel með lokaprófin. Þá er sú hugmynd að fara til Ísreals, en Gunna Dóra og Drífa eiga marga vini þar sem vilja endilega sína okkur það sem landið hefur að bjóða. Væri nú gaman að upplifa Ísreal með ísrealum, og þá er þetta tækifærið! Svo er verið að plana brettaferðina ennþá, þá til Slóvakíu eða Pólands. Þetta eru ekki leiðinleg plön og svo er líka gaman að vera með smá gulrót prófloks. En þetta kemur allt í ljós, nægur tími til að hugsa og ákveða, fyrst koma mér HEIM!


Íbúðin er skreytt. Setti upp tvær seríur þann fyrsta og ég er búin að hlusta á jólalög stanslaust. Fékk svo jóladagatal frá heiman og ekki gleyma smákökur frá elsku mömmu:)....svo er aðventukaffi á sunnudaginn. Hafðu svo ekki áhyggjur mamma, ég verð mætt til að kveikja í síðasta kertinu...



p.s. væri ekki leiðinlegt ef þið væru búinir að kæla einn Malt í gleri fyrir mig strákar;)

4 comments:

Anonymous said...

Sæl elskan

Gaman að allt gengur vel
Hlakka til að fá þig heim.

Sirrý er búin að samþykkja að breyta um röð.

Knús og kossar

Mamma

Anonymous said...

Iss Way a Head of you maltið er löngu komið og kælt. Hugsaðu þér 9 dagar í gómsætt malt í gleri úff. Ég hlakka mjög til að sjá þig og við höldum eitthvað stórt póker dæmi 3k buy in ;D

Anonymous said...

Bóndakóla í rúðu klikkar seint! Uss, ég held ég eigi eftir að gera fátt nema öfunda þig ef þú kemst á bretti þarna úti, ég fer bara á Akureyri í staðin, ekkert að því s.s...
p.s. held ég sé búinn að finna fínasta fjall til að ganga á. Skjaldbreiður, hvernig leggst það í þig?
Kv. Ívar Már

Anonymous said...

Komdu sæl elsku Stína mín!

Talvan er búin að vera biluð eða ég kann ekki alveg á hana. En bæði pabbi þinn og Valli eru búin að vera hjá mér í tölvulækningum. Ég var í Bollagörðum og skar út laufabrauð um daginn, þín var sárt saknað, síðan á fimmtudaginn fór ég á jólatónleika með mömmu þinni og pabba, ásamt Sirrý og Óskari. Það var æðislega jólalegt og gaman, síðan kakó og smákökur á eftir. Annars er allt við það sama, lægðirnar koma yfir landið í röðum, þrjár þessa vikuna. Þvílíkt rok, ekki hægt að lýsa því í orðum en ég þakka fyrir að hafa ekki hárkollu. En svona er Ísland í dag, en jólin og þú eruð á leiðinni.

Gangi þér nú vel í prófunum, hlakka til að sjá þig.
kveðja
þín Amma