Wednesday, October 24, 2007

Eitt stykki góðverk.


Ég er að fara í próf á eftir í Biostatistics.....ég er ekkert sérstaklega stressuð fyrir þessu prófi, en ef ég næ yfir 75% þá fæ ég að sleppa þessum hluta í lokaprófinu sem er þýðir lengri tíma til að eyða á klakkanum í jóla fríinu.

Jæja þá kemur færslan...ég fæ stundum rosalegt æði fyrir einhverju og á erfitt með að einbeitta mér fyrr en ég fæ þetta sem ég þrái. Einmitt áðan langaði mig alveg rosalega í heitt kakó...ég er ekki lengur heima hjá mér svo það er ekki sjálfsagt að fara inn í eldhús og þar er til kakó, neibb...það þýddi ferð í Heliker. Fyrir þá sem hafa þurft að hlusta á mig í sumar og sumum tilfellum upplifað ýmis skemmtileg atriði þá er ég öll í þessu 'karma' trúi. Ég trúi að ef maður gerir góða hluti fær maður það til baka. Anyways...þá er alveg hægt að finna nokkra betlara hérna um Debrecen og er einn sem er soldið að hanga í kringum Heliker og ég, í þetta sinn, fór inn í búðina keypti eitt stykki Nesquick og banana, borgaði gömlu afgreiðsludömunni og fékk afganginn...gékk svo út og lagði banana og klink í hattinn hjá karlinum:)
Hann sagði reyndar eitthvað á ungversku sem ég skildi ekki...ég vona bara að honum finnist bananar góðir, annars hefur hann klinkið til þess að kaupa sér bjór eða eitthvað.

Gott að safna góðu karmai svona rétt fyrir próf;) En ef ekki...þá er best að halda áfram að reikna og lesa!

10 comments:

Anonymous said...

Góð stelpa...
Gangi þér vel í prófinu
Saknaðarkveðja
mamma

Hildur Sólveig said...

Jé hvað þú ert sæt Stína. Ég trúi líka á karma og ég vona að þér gangi vel í þessu prófi. Flott hjá þér að gefa honum banana. Fullt af potassium. Það er gott. mmm. Banani og bjór, BUENO! (þarna er ég að vitna í ,,la comida leyenda")

HEYRI Í ÞÉR STÍNER!

Anonymous said...

Ég vitna nú í Friends!

Góðverk er ekki góðverk nema það sé gert án nokkurrar umbunar, þ.e. af algerlega eigingjarnalausum hvötum.

Að þú skulir vonast til góðs árangurs í prófinu fyrir hið meinta góðverk, eyðileggur góðverkið.

Góðan daginn hvað ég er leiðinlegur :) heheh

Það breytir þó ekki því að ég skil þig fullkomlega og vona ég að að róninn hafi ekki bananaóþol. Nema hann hafi selt bananann, keypt tvo, selt þá og keypt fjóra... og orðið moldríkur fasteignamógúll í Ungverjalandi.

Nú tek ég lyfin mín!

Stina Jona said...

haha...ok, hver er þessi geðveiki anonymous manneskja.
Já, ég veit alveg með maður ætti ekki að óska um góðs gengis á prófinu bara út af því að ég gerði góðverk...en því á að fylgja. engu að síður...þá gerði ég góðverk og maðurinn græddi, ekki mundi ég taka þetta til baka eða gera það ekki ef ég væri t.d. ekki að fara í próf.
bara svona mín pæling á þessu öllu.

Anonymous said...

Þetta var fallegt af þér en ekki missa þig í þessu Karma bulli.

Eva Margrét said...

Gangi þér vel í prófinu dúllan mín:*

Anonymous said...

Brilliant! Ég er bara ekki frá því að þetta eigi eftir að virka hjá þér.. Þessi banani er öruglega 5 auka stig :) En ég er samt með svona pælingu í sambandi við þetta líka. Þú gafst rónanum banana, við það leið þér betur (óháð því hvað bananinn gerði fyrir rónann). Þér líður betur ergo þú lærir betur og gengur betur á prófinu.. Þetta virkar allt!
Kv. Ívar

Stina Jona said...

nákvæmlega:) takk ívar!

Anonymous said...

oo þú ert svo góð stelpa. Hann myndi pottþétt ekki fara og kaupa sér banana frekar eitthvað óholt það eru miklar pælingar í þessu hjá þér skvísa ;)
Kveðja úr rokinu yrði ekki hissa þó ég fyki til ungverjalands.
Stórt knús og kossar
Sigga Magga og co
vonandi gekk þér vel í prófinu :O)

Anonymous said...

sæta sæta alltaf svo góð í þér, vonandi hefur þetta skilað sér í prófinu en ég er ekki frá því að það sé svolítið til í þessu karma...