Sunday, October 7, 2007

Fyrsta helgin í Debrecen.

Jæja, þá er komið sunnudagskvöld og örugglega tími til þess að blogga um fyrstu helgina hérna, fyrsta fylleríið (sorrý mamma og pabbi), fyrsta fótboltaæfingin, fyrsta...jæja, þið nái þessu.. soldið mikið fyrsta í gangi hérna.

Föstudögum erum við í skólanum til 19.00 sem er algjört horror svo við eigum svo sannarlega skilið að kíkja aðeins út eftir það. Eins og öll kvöldin hérna þá fórum við út að borða á alveg æðislega góðan japanskan stað...Wasabi...og þá voru þetta nokkur bekkjasystkinin mín Ófeigur, Doddi, Bjartur og Kata og svo Vaka sem er á 3. ári. Ég borðaði yfir mig af sushi færibandinu...mesta úrval sem ég hef séð. Málið er að maður verður að sitja þarna í marga tíma til þess að fá fyrir sinn pening...þetta var mjög dýrt, eða þannig...dýrt fyrir svona 'ungverja' eins og mig. Svo fórum við á Imperial þar sem við spiluðum púl er nokkra tíma. Ég vann 2/3...sem er helv. gott. Við þurfum ekkert að ræða hvernig ég fór að því....það fylgir ekki sögunni. Svo enduðum við á Silence...mjög hipp og kúl staður:) Skemmtistaðirnir hérna eru oft með ensk nöfn...og þá kem ég með bestu..Silence, Da Cool, og El Tornado. Mjög töff. S.s. fyrsta djammið í Debrecen var mjög ljúft allir enduðu á skallanum en ekkert vesen það er náttla svo ódýrt að hella manni fullan hérna í Ungó.

Laugardagur...vaknaði ég eldhress og út í hádegismat fór ég með Ófeig og Drífu. Við fórum á Pálma sem er heitasti staðurinn hérna og er ég búin að borða þar 5/7 dögum síðan ég kom. En svo eftir hádegismat og smá göngutúr var búið að renna af mér og þynnkan kom inn sterk og var ég ónýt fram að kvöldmat. Jæja, aftur fórum við út að borða á Ungverskan/Afrískan stað. Fólkið hérna er mikið fyrir að hafa svona þema á veitingastöðum þeirra en maturinn eða tónlistin ekkert endilega í samhengi við það. Við erum með saloon, sjóræningaskip, afrískt...eina sem ég hef séð hingað til.

Sunnudagur...loksins fór ég út í búð og verslaði vel inn mat svo ég get byrjað að nesta mig (koma mér í rútínu er algjört must) og keypti smá skóladót....hálf vandræðalegt að eiga bara eina stílabók:) Kíkti á fyrstu fótboltaæfingu...þá með ísl. stelpum hérna í námi. Það er mót í næstu viku og verð ég í sigursæla liði Gunnu. Þær unnu í fyrra svo það er ekkert annað en verja titilinn!

jæja...það fylgja engar myndir þessa færslu því ég var aldrei með myndavélina. En bráðum detta vonandi myndir af íbúðinni, blokkini...svona skemmtilegt. Nei og svo bekkjasystkinum og meðleigendum. En annars er ný skólavika að byrja og það er bara eintóm skemmtun!

kveðja...'nýja stelpan',

Stína

11 comments:

sirry said...

Sælar,
Mér lýst nú vel á að þú verður búin að tékk át all the hotspots áður en ég kem í heimsókn;) Lýst svolítið vel á Da Cool.

Svolítið furðó að það sé komið tölvu samfélag next door..þeas núna heyri ég bara CounterStrike öskur í gegnum veggina!!

Allavega alla mína knúsa..Sakna þín endalaust.

Kveðja. Sirrý Stóra Systir

Eva Margrét said...

halló elsku bestasta Stína mín...er ekki búin að vera tölvutengd síðan á fimmtudaginn og vá hvað ég er búin að hugsa mikið til þín um helgina:)
ánægð með þig að skella þér á djammið og tékka þetta betur út!!!
heyri í þér elskan
STÓRT evuKNÚS

Anonymous said...

Vá djöfull ertu mikill heimsborgari, þetta er alveg rosalegt. Það er enginn staður þar sem þú ert ekki komin með allt á hreinu innan viku=) Sama gamla Stína=) Snilld!!!
Missu=)

Anonymous said...

Þú ert svo dugleg að blogga. Vorum að koma heim frá sigló fyrsta sem ég gerði þegar ég kveiti á tölvunni var að kíkja á síðuna þína. Gott að þú er farinn að brasa fullt Hentar minni konu.
Love you
Sigga Magga og Strákarnir

BJÖRG said...

ég er ýkt ánægð að hafa rekist á bloggið þitt... núna getur maður fylgst með ævintýrinu þínu! :)

Vinkona mín var í þessum skóla, Helga María heitir hún, hún er reyndar í fríi og verður heima framm að jólum og svo kemur hún aftur út... svo þú hlýtur að hitta hana þá... ;)

Hafðu það gott...

Doddi said...

Jæja new girl, þú stendur þig ekkert í blogginu. Farðu nú að lesa fyrir Medical Latin, annar fer ég fram úr þér.

Eva Margrét said...

OK STÍNA vá hvað mig dreymdi rosalegann draum í nótt um þig. Þú varst sko ólétt, svo bara búin að eiga strax. Skelltir þér svo heim yfir helgi með litla...það var sko strákur. Dóra og Bjarni voru bara að passa á meðan;) he he held að þetta hafi verið svona "SAKNA ÞÍN OF MIKIÐ" draumur:)
sko og það kom fram hvað strákurinn hét og allt, man það samt ekki alveg...eitthvað svona Gunnjón Þór, eða Gunnþór Bjarki....man ekki alveg sjáðu til...
knús knús knús
Eva sem er farin að dreyma tóma STEYPU

Gudrun Dora said...

bíddu saknaru mín bara ekkert..! ég er nú bara stórlega móðguð ;o) litli jóli.. ;o)

Anonymous said...

Hæ elsku stína var að lesa bloggið þitt, gott að allt gengur vel!
Kveðja Frænka

Eva Margrét said...

heyrðu heyrðu þetta gengur nú ekki lengur helduru að mig hafi ekki dreymt að ÉG væri ólétt í nótt....!!! Stína hvað er eiginlega í gangi???
á ég að byrja að hafa áhyggjur..
kv ein í prófastressi og það er greinilega farið að hafa áhrif;)

Kári said...

Sjúbb!