Monday, October 22, 2007

Toto, I've got a feeling we're not in Kansas anymore.

Ef ég mundi lifa svona eins og geri hérna í Debrecen annarsstaðar eins og t.d. á íslandi mundi ég þurfa að vera fáranlega vel sett því annars mundi það ekki koma til greina. Hérna eru nokkur dæmi um hvernig 'ríka lífið' er í Debrecen eða það sem er skemmtilega öðruvísi...

- Ég fer reglulega út að borða. Að elda heima geri ég bara á svona 'special occasions' eins og sunnudögum og svona...annars hef ég alveg reynt á pakkasúpur og pasta en finnst þeir eitthvað öðruvísi hérna en heima.

- Við stelpurnar erum með þrifkonu. Hún mætir hingað á föstudagsmorgni og sér um að þurrka af, ryksuga, skúra og klósettin. Við borgum svona 1/6 það sem maður gerir heima og þetta mjög algengt meðal íslensku (og aðra) nemum hérna.

- Hérna eru áfengisbúðaferðir ekki nauðsynlega fyrir djammið. Maður getur sest niður á bar eða veitingahúsi og bankareikningruinn finnur ekkert frekar fyrir því.

- Ungverjar djamma helst á miðvikudögum.

- Þeir heilsa með 'see-ya' og kveðja með 'halló' (auðvitað ekki skrifað svona, en svo þið skilið)

- Breyta dögunum...laugardagur verður mánudagur...laugardagur verður föstudagur...ahhh.

- Veðrið er jafn skrítið og á íslandi. Ég var á leiðinni út um daginn og byrjaði ekki bara koma haglél, svo bara var það búið og kom fínasta veður. Svo tveim dögum áður var c.a. 20 stiga hiti.

-Próftímabilið er yfir jólin og áramót...en plús aðrar 5 vikur. (Samtals sex)

- Þetta er nóg í bili...best að halda áfram að læra undir þetta blessaða próf.

Svo er ég búin að pína sjálfan mig í að setja upp svona myndasíðu..hingað til hef ég náð að forðast því ágætlega vegna þess að ég er bara alltof óþolinmóð að bíða eftir að þær upload-ast. En ég þakka Kötu fyrir flestar partí-myndir því eins og oft áður er ég of löt.

Þetta er svo íslensku krakkarnir í bekknum mínum mínus tvo....(Doddi, ég, Bjartur (niðri), Ófeigur og Kata)

-stína

12 comments:

Stina Jona said...

ég er kannski að verða ein of virk í þessu bloggi...

Eva Margrét said...

Stína þú ert aldrei of virk í blogginu:) ég elska að vita nákvæmlega hvað þú ert að gera!!!! var að koma heim frá Rotterdam..
knús og kossar

Anonymous said...

Alls alls ekki of virk í blogginu, ótrúlega gaman að fylgjast með ykkur þarna úti! Mundi nú ekkert segja nei við því að fara út að borða ca 3x í viku og láta einhvern þrífa herbergið mitt! Öfund öfund! ;)

sirry said...

óvæntir pakkar......á ég að senda þér bombur eða lakkrís? hmmm;) en mig langar að breyta öllum dögum í laugardaga...virkar það í ungó?

Jæja....ég er búin með brandarana í bili...frékar súr í vinnu á þriðjudegi....ég má víst ekki breyta deginum í föstudag...hmmm...nóg um mig.

lovjú gurl!! Sakna þín mest! kossar og knúsar.

Stóra Sys

Anonymous said...

haha...þú ert rugluð. ég held að við verðum að finna þetta land sem breytir dagana í laugardaga:)

óvæntir pakkar...það kemur allt til greina!:)

kv. stína

Anonymous said...

Er þetta sneið til mín með óvænta pakka... Reyni að bæta úr þessu.
Knús og kossar
mamma

Anonymous said...

Þvílíkt kongalíf sem þið eruð að lifa þarna, ég er alltaf alveg út úr korti þegar fólk er að spurja mig hvar er best að borða hérna...en hvernig er þetta með prófin hjá þér, þú kemur heim um jólin er það ekki? Geturu ekki valið hvernær af þessum vikum þú tekur prófin...minnir að Gunna hafi einhverntíman minnst á það...

kv Gerður

Stina Jona said...

jú...það er rétt. ég er að vinna í þessu;)

Stina Jona said...

og JÁ...þetta er sneið til þín!:)

Anonymous said...

Nau Nau er allt bara ódýrt :/. Og þú lfir eins og þú ert moldrík :D. En hér er bara skítaveður :( (rigning og rok daginn út og daginn inn)
Sakna þín



Valtýr

Anonymous said...

gerður... helvíti ert þú með gott minni ;o)

gunna dóra

Anonymous said...

Það er ekkert smá gaman hvað þú ert dugleg að blogga.. Það er nú ekki leiðinlegt að geta lifað svona skólalífi bara með þrifkonu og allt.. Væri sko til í EINA NÚNA
Kveðja
Sigga magga sem hatar húsverk
ps Msnið mitt er ekki að virka