Wednesday, October 17, 2007

Simonyi 29





Já, það kalla ég 'heima' hérna. Blokkin er á aðal tramma götunni og kemst maður á helsta staði á þessu. Litið hef ég séð sem er ekki á tramma leiðinni þema eina götu til hliðar þar sem ég versla inn í matinn. Við búum á hefstu hæð og getur verið algjört horror að labba upp með tvo þunga innkaupspoka...en þá sleppur maður bara einum 'rass, maga, og læri' tíma.


Á horninu er Palma(neðan) og Heliker. Palma er aðal staðurinn að borða og er bókað að hitta á minnsta lagi einn íslending þarna inni. Gunna er vel þekkt þarna. Ég labba inn, spyr fyrsta þjónin hvar Gunna Dóra er og þeir vísa mér til hennar. Þessi staður er mikið stundaður, ég er búin að vera í tvær vikur og um daginn labbaði ég inn sagði ekki orð nema brosti og gaurinn benti mér á borðið hennar Gunna...afar heimilislegt. Heliker er supermarkaður sem er að mínu mati frekar óþolandi...ég á til dæmis mjög erfitt með að kaupa mér nokkra banana. Fyrsta tilraun fór ég með tvo upp að kassanum og konan blaðrar eitthvað á ungversku og ég gjörsemlega týnd, þá hefði ég gleymt að vigta þá og fá límmiða. Í annað skipti, vigtaði ég og setti límmiða en var stoppuð því ég gleymdi að setja í poka! Svo er alltaf einn kassi opin og massíf röð svo ekki sens að skreppa og kaupa mjólk, og er einnig með fáranlegan opnunnar tíma.

7 comments:

Anonymous said...

Þetta virðist vera mjög cozy íbúð bara :) Snilld að vera svona nálægt Tram stöðinni, ekkert óþarfa labb neitt. Sem er jákvætt ;) Hafðu það gott úti!

Kv. Ívar Már

Anonymous said...

Komdu sæl Stína mín!

En kósý íbúð, og þetta allt saman lítur vel út. En hvernig er í skólanum?
Þú ert ekki að missa af neinu stórkostlegu á kexinu þessa daga, reyndar alltaf spenna í loftinu og maður veit ekki hvað gerist næst eða hver er borgarstjóri í Reykjavík á morgun!! Við vorum reyndar fyrir austan í gær og kvöddum litlu lömbin (þori ekki að orða þetta neitt öðruvísi, viðkvæmar sálir í hverju horni)
Edda fer í skriflega ökuprófið á morgun, íslenskan aðeins að seitla inn - finnst reyndar furðulegt að það sé hægt að "ferma" bíl.

Gangi þér allt í haginn, og kveðja frá okkur öllum í Kópavoginum og sérstaklega frá Gunnari Breka sem er með það á hreinu hvar Stína frænka er.

puss og kram
Siddý föðursystir

Anonymous said...

Til hamingju með bikarinn, gott að þú ert farin að æfa fótbolta Flott íbúð...
Góða skemmtun með Binna

Saknaðarkveðja
mamma

Anonymous said...

Hæ hæ stína

Roasalega fín íbúð sem þið eruð í. Væri nú ekki leiðinlegt að kíkja á þig en það er bara allt upp pantað.Frábært samt að þú er byrjuð að fá gesti ekki eftir lengri tíma. Við erum bara hress þú verður að redda web caminu Guðjón Berg bíður spenntur eftir að sýna þér nýja búiningin.

Love ya
Sigga Magga Stebbi og guttarnir

Stina Jona said...

já ég veit...ég ætlaði að redda því í dag en datt í bíó í staðinn. Smá þreyta/leti í gangi, ætla samt að ath með þetta á morgun:)...ég hlakka mikið til að sjá þetta búning Guðjón:)

Stina Jona said...

Mér líst mjög vel á að Gunnar Breki sé búinn fatta hver Stína 'fuglatemjari' frænka sé...enda bjargaði ég deginum;)

Anonymous said...

Takk fyrir gódar móttőkur. Án efa besta hóruhús sem ég hef komid á en thau eru allnokkur skal ég segja thér. Bid ad heilsa hórumőmmunni og gimpinu hennar.