Monday, October 29, 2007

DOTE

Þá er kannski kominn á færslu um skólann sem ég er læknisfræði nemi í þessa dagana, verð að hafa eitthvað fyrir alla. Þá er ég að tala um University of Debrecen. Skólinn var stofnaður minnir mig 1912, ári eftir Háskóla Íslands. Hérna kenna þeir læknisfræði bæði á ensku og ungversku en mér skilst að þessar tvær deildir hittast aldrei, nema á einu balli. Til þess að byrja með eru þessi leiðinlegu grunnfög sem er allsstaðar kennd, en maður verður víst alltaf að byrja á þessu leiðinlegu og er alltaf best að sigta út fólkið sem virkilega nennir þessu og nennir þessu ekki.
Fögin sem er á fyrsta önn eru....

Biophysics: sem ég veit ekki alveg með, þau eru að kenna mann á helstu læknisfræðileg tæki eins og MRI, CAT, PET, CT....þið skilið. Svo er eitthvað um frumurhimnur og flutning á hinu og þessu. Þetta er svona frekar drepleiðinlegt fag en maður verður víst að læra þetta...svo þeir segja. Biostatistics er innifalið í þessu sem er eiginlega bara venjuleg tölfræði nema að dæmin hafa eitthvað með sjúkdóma og sjúklinga að gera. Við erum búin með tölfræðina og tóku prófi í því í síðustu viku. Þetta fag er svona það erfiðasta núna og eru margir sem hafa haft erfitt með það.

Medical Chemistry: það er bara voða fancy að bæta 'medical' in í þetta...en við erum bara að tala um efnafræði hérna. Við erum búin að taka próf úr Almenn efnafræði og er Lífræn og Ólífræn eftir....samt er það svo allt sem prófað um jólin, en eru miðannar próf af og til. Voða lítið að segja um þetta.

Medical Latin: þetta er bara læra svona læknisfræði 'terminology' um líkaman, þá beinin, vöðvar, æðir og bara latínu orð fyrir hitt og þetta tengt líkamanum. Þetta er bara allt í lagi tími...soldið bara páfagaukalestur.

Communication Skills: þetta er kúrs um almenn samskipti lækna og sjúklinga.

First Aid: sem er bara skyndihjálp sem er alltaf gott að læra þrátt fyrir að búin að fara á nokkur svona námskeið.

Medical Psychology: ég er ekki búin að vera neitt svaka dugleg að mæta í þessa tíma því maður fær allar glósurnar og svona en þetta er bara svona venjulegur sálfræði kúrs....enough said:)


Þetta er alveg ágætis skóli...ég kannski hef ekki mikið upplifað hvernig er að vera í 'læknisfræði' hérna en það byrjar strax á næstu önn þegar anatómían byrjar. En allavegana er erfitt að leiðast hérna eða vera einmanna því maður getur alltaf fundið íslending við næsta borð þegar maður er að læra og er ég líka svo heppin að búa með tvo sprelligosa, að lítill tími fæ ég til þess að leiðast.

-stína-

4 comments:

sirry said...

Sælar og góðan dag!!

En ég var að fá sorgar fréttir...the Cruises eru farinn frá Berlín! Trúiru þessu, einmitt þegar ég ætla loksins að uppfylla draum minn að vera alvöru stalker....þá er draumurinn squashed by greater powers than my own! En þetta er ekki alveg heimsendir, þar sem Naomi Watts er nú stödd í Berlín ásamt fjölsk...stundum verður maður að sætta sig við aðstæður...take what you can get, er það ekki...?

jæja, nóg um mig....sálfræði segiru.....maður getur víst ekki greint né læknað sjálfan sig þrátt fyrir að læra fræðin;)

Eitt í lokin...Halloween búningur? Bobbing for apples?? enough said.

Kossar og knúsar frá stórhöfða aðeins of snemma að þriðjudagsmorgni...

lovjú gurl...kv. ein sem vildi óska að halloween væri alvöru hátíðardagur á íslandi.....(á nefnilega geggjaðan magadansbúning frá dúbai!!!)

Hildur Sólveig said...

Sirrý, óheppin þú! Hérna á Akureyri halda menn uppá Halloween. Sumir vilja kalla það Halló-vín en ég er fljót að leiðrétta þau. Fools. Stína, gaman að lesa um fögin þín. Hvernig er það, fékkstu eithvað metið?

P.s. ég er hetja! Ég var að skipta um dekk, öll 4 nota bene, í morgun!!! WOOOOOHOOOOO! Ekkert smá myndarleg ;) Thought you should know...

Hildur Sólveig said...

Með hvaða flugfélagi fórstu til Budapest?

Anonymous said...

Þeir segja að besta leiðin til að þroska hugann sé að láta sér leiðast!