Wednesday, October 3, 2007

its off to Debrecen I go...

jæja...þá kemur færslan sem allir eru búinir að bíða eftir í heila þrjá daga. Fyrsta færslan verður ekki sérstaklega "skemmtileg" því ég ætla bara að segja hvernig fyrstu dagarnir voru.

Á leiðinni til Debrecen stoppaði ég við í Köben í c.a. sex tíma....ég og Brynjar (vinur minna af nesinu sem er skiptinemi í Köben) áttum alveg yndislegan dag saman. Við hittumst á Strikinu og borðuðum 'All you can eat' pítsu sem var bara mjög góð sérstaklega því ég var alveg glorhungruð. Við löbbuðum um Nýhöfn og fengum okkur einn öl og skoðum okkur um. Ég greip svo í eitt stykki hjól og við náðum að hjóla um sum af hverfunum en komumst ekki til Kristjaníu sem við tökum næst! En skemmtilegt að segja að þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brynjar tekur á móti mér mjög döpur miðleið því ég hitti hann einu sinni óvænt á Minneapolis flugvellinum og þar líka ný búin að kveðja alla í Wisconsin.

Svo var flugið til Budapest....þar sótti Leo leigubílstjóri mig. Hann er traustur leigubílstjóri íslendingana hérna. Við náðum því miður ekki að tala saman alla þessa leið frá Budapest til Debrecen...2-2 1/2 tíma....því hann talaði ekki orð ensku en var oft að benda og tja sig og ég skildi ekki orð.

Ég komst svo til Gunnu og Drífu sem eru á 5. og 3. ári í heilu lagi og fór ég beina leið til Debrecen engin detour gegnum Slóvakíu eða eitthvað slíkt. Þetta er yndisleg íbúð sem þær búa í og hafa þær boðið mér til þess að vera fram að áramótum sem ég þáði að sjálfsögu eftir að frétta af húsinu sem ég ætlaði að flytja inn í dag fengu innbrotsþjófa í heimsókn meðan stelpurnar sáfu uppi. Þeir voru ekkert var við þessu en tölva, ipod og pening stolið. þannig að ég var að taka upp úr tösku og koma mér fyrir í nýja herbergi mínu.
(aðalbyggingin)
Skólinn byrjar ágætlega...einn kennari tók ekkert sérstaklega vel á móti mér í dag en ég bara brosti og afsakaði mig og við sjáumst svo hvað gerist. annars eru sum fögin frekar auðveld eins og efnafræði og biostatistics svo ég ætla að fara á morgun og ath hvað ég get fengið metið sem væri algjört snilld og mundi flýta fyrir náminu svona pinku.

jæja...þetta er nógu löng færsla og eru kannski sumir hættir að lesa. En þetta var fyrsta færslan svo detta inn nýjar upplýsingar seinna um hitt og þetta sem er áhugavert og skemmtilegt hérna í Debrecen.
(mér finnst litirnir hérna sérstaklega fallegir í debrecen)
ég sakna ykkar alveg ótrúlega mikið!

Missjú,

Stína

4 comments:

Gerður Rún said...

Gott að heyra að þú sért að koma þér vel fyrir og hafir það gott, Gunna er allgjör snillingur þannig að þú ættir að vera í góðum höndum ;)

sakna þín
kv Gerður

Brynjar said...

Hæ Stína, takk fyrir daginn og skemmtu þér nú vel þarna úti.

Eva Margrét said...

elsku stína mín, þetta lítur nú bara vel út hjá þér. COOL að þú getir verið hjá stelpunum fram að áramótum:) ég er sko sammál þér litirnir eru ekkert smá flottir þarna út....
gangi þér ógeðslega vel í skólanum, veit að þú sjarmerar kennarann og hann verður BESTI vinur þinn þegar fram líða stundir!!!
love you og miss you
knús knús xxxx

Gerður Rún said...

Sammála Evu þú átt eftir að ná að vefja þeim um fingur þér áður en þú veist af.....eins og við sögðum alltaf í denn(og stendur auðvitað enn)...there is something about Stína....hehe good old times :)

kv Gerður