Thursday, October 4, 2007

And what was the cause of death, doctor???


Jæja...í dag byrjaði læknisfræði. Ég smyglaði mér inn í krufningu í dag með Drífu (meðleigandi) og 3. árs bekkjasystkini hennar. Það er ekki eðlilegt að fyrsta árs nemi skellir sér beint í að kryfja og hvað þá fyrstu vikuna!....en enda er ég engin eðlilegur fyrsta árs nemi;) Þetta var mjög sérstakt...við löbbuðum inn og skelltum okkur í slopp. Þar inni lágu þrjú lík, öll skorin og innyflin á borðunum. Lyktin var ekkert eins og í blómabúð en samt ekki eins slæm og fólkið var að reyna vara mig við. Jæja, svo umkringdum við borðið og kennarinn byrjaði...fyrst kom sjúkrasagan um 85 ára gamla manninn síðan byrjaði að skoða allt sem leiddi til dauða mansins.
Eftir að vera í svona ógeðislega leiðinlegum grunnfögum fékk ég aðeins að kíkja í framtíðina í dag og sá afhverju ég er hérna sem var nauðsynlegt eftir erfiðan gærdag með hugsuna að snúa heim. En það er gott að hafa heimþrá...sýnir hvað maður hefur það gott heima:)



Næsta önn byrjar anatomían þá byrjar maður að skera....

12 comments:

Stina Jona said...

Nú er ég búin að breyta þessu og allir geta kommentað og þá verða allir að kommenta!

Anonymous said...

svo kemuru bara með mér í tauga á morgun... þú verður bara orðin allra árs nemi ;o)

stína.... svo er ég á 5 ári ;o)
just to keep that clear... ;o)

gunna dóra

Anonymous said...

Mega cool! Til hamingju með þetta :)

Ívar Már

Anonymous said...

Hef fylgst með frá fyrsta degi;)

Vona að þú hafir það frábært þó að þín sé greinilega saknað hérna heima.

Anonymous said...

Frábært Stína mín, þín er sárt saknað, en gaman fyrir þig að fá að sjá hvað bíður þín
love
mamma

Anonymous said...

Jahúúú loksins get ég kommentað! Þetta hljómar ekkert smá spennó, maður verður því miður alltaf að fara í gegnum þetta þurra efni áður en maður byrjar á því sem mann langar akkurat að læra!! Enjoy enjoy!! Miss jú, Hera

Stina Jona said...

úú...ég er með anonymous admirer!:)

Unknown said...

Hæ Stína.
Vá þetta hljómar ekkert smá spennó! Eða þú veist... mér finnst þetta viðbjóður en ef ég væri í læknisfræði þá þætti mér þetta mega spennó ;)
Annars lýst mér bara mega vel á bloggið þitt hlakka til að fylgjast með þér þarna úti. Vona bara að allt eigi eftir að ganga smurt og já eitt enn... heimþrá er góð, sýnir manni bara hvað maður á yndislega fjölskyldu og vini ;)

Sjáumst um jólin!
Kveðja úr Horsens,
Margrét Rós

Anna María said...

Vissi ekkert að síðan væri komin í gang. Var alltaf að bíða eftir link á amigos síðunni....fann þetta í gegnum síðuna hennnar gerðar! Og nú mun ég kíkja reglulega..örugglega nokkrum sinnum á dag þegar mér leiðist í tíma ;)

Sakna þín ekkert smá..sko ekkert smá!!

Anonymous said...

Valtýr hér.

Shiz þetta hlýtur að vera rosalega gaman að gera þetta :). Svo þegar þú ert strax komin og byrja á þessu, hlýtur að vera magnað.

Sakna þín mest
Þinn lille bror
Valtýr

Anonymous said...

Þú ert ótrúleg samála þetta hljómar ekki vel fyrir þá sem eru ekki að spa í læknisfræði ;) Þú vars nú ekki gömul þegar þú vast að horfa á pabba þinn sprauta ekki málið fyrir þig ;) En hafðu það rosalega gott
Sigga Magga og co

Anonymous said...

Hæ hæ gaman að fylgjast með þér Stína mín hér eru allir hressir Jóhanna Lind að verða 6ára á miðvikud ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Við erum að fara á Rock-show á laugard vinnan hjá mér er að fara.Vonandi líður þér vel kelli mín .Bless bless þín frænka.