Sunday, January 20, 2008

Stjörnuvél

Já eftir yndislegt frí alveg byrjun til enda, er ég komin til Debrecen. Helsta sem einkennir þetta frí fyrir utan hátíðarnar er afslöpun í sveitinni, mörg afmæli og ganga upp Arnafell....og jú, ég lærði smá:) Bráðum set ég inn frábæra myndamöppu sem lýsir þessu betur, því annars voru þið nú flest öll þarna með mér!:)
En ég er komin aftur í íbúðina, ein. Það er samt ekki svo slæmt, bara taka upp úr töskunum og byrjað að læra. Samt er þessi helgi ekki búin að fara alveg eins og ég var búin að skipuleggja. Fyrst lendi ég í London eftir að sitja í svaka stjörnuvél með Baltasar Kormáki og konu hans, _____Pálmadóttir, Siggi Raggi kvk landsliðsþjálfari, Oddur yndislegi efnisfræði kennarinn minn í HÍ og engan annar en forsetinn sjálfur, Ólaftur Ragnar....og ekki gleyma, yours truely. En eftir reynsluna af mikið bið í síðustu ferð og seinkun á Icelandair vélinni var ég mjög tæp á tíma að ná næstu vél svo ég hleyp í gengum allt saman, bíð í stressi eftir töskunni sem tók enga stund miðað við síðast og hleyp sveitt að check-in-u. Ég var að fljúga með British Airways svo það kemur ekki að óvart að fluginu mínu var aflýst og fékk ég að njóta útsölurnar á Heathrow í ekki nema sex tíma, sem í rauninni var ekki leiðinlegt. En ekki var allur tíminn eyddur í verslununum, enda buddan ekki djúp...svo ég geri eins og allir skynsamir nemar gera og fer að læra á veitingastað og í fyrsta skiptið á ævinni minni (eða svo ég man eftir) kvartaði ég yfir matnum mínum, fannst hann bara alveg óætur. Skemmtilegt var samt að ég fékk að sjá svipinn á kokknum þegar þjóninn fór aftur með diskinn minn, ég fékk vægt flashback frá því að vinna á kaffihúsi og fara með mat aftur inn í eldhús. En sex og hálfur tími á Heathrow einn og hálfur á flugbrautinni og til Búdapest ég fór.
Mætti í heitu íbúðina, þar sem myglaður matur tók á móti mér í eldhúsinu...labbaði eiginlega að mér sjálfur. Skemmtilegt. Í dag gerði ég samt svaka mistök og drakk vatn...vatn úr vatnvélinni sem er búið að sitja þar síðan í desember. Þetta gerði ég án þess að hugsa að, jú, vatn getur skemmst! En ég er búin að vera ónýt í dag með magavesen og ferðaþreytu, en á morgun er nýr dagur:)

góða nótt.

5 comments:

Anonymous said...

skott... var íbúðin alveg sjóðandi eða var þetta kaldhæðni? ;o) þarna vatnsnúmerið er upp á spegli við eldhúsið... kallinn heitir andrás og talar ensku ef þú vilt fá þér ómyglað vatn....
kv. gunna dóra

Brynjar said...

vingaðistu ekki örugglega við Óla Ragg og Baltasar?

Stina Jona said...

ekki í fyrsta sinn sem ég flýg með Ólafi, við erum bara orðnir ferðavinir...en Baltasar var fyrir framan mig svo bara sparkaði af og til í stólinn hans.

Stina Jona said...

oh já...ekkert kaldhæðni, hún var bara mátuleg heit. en það liggur ekkert á með vatnið:)

Anonymous said...

ég lækkaði sko niðri 12 áður en ég fór??? hum.. var samt búin að segja sándor hvenær þú kæmir þannig kannski kom hann og hækkaði áður enn þú komst... annars kunni ég ekki við að henda öllum matnum sem var í ískápnum sem þið áttuð.. henti bara öllu sem ég átti...sorry ef það var ólíft:/
kv drífa