Saturday, June 7, 2008

Sumarhlé

Þá styttist heldur betur í heimkomuna og nóg að gera í þessari viku...
-læra fyrir próf.
-reyna að sleikja aðeins sólina inn á milli.
-velja og hafna föt sem fá að ferðast heim til íslands með mér....ég er byrjuð á því, erfitt process fyrir manneskju sem þjást af valkvíða, það tekur þá smá tíma.
-pakka og flytja dótið mitt út...spá hvar ég get fundið bleikan kassan.
-redda smá rugling hérna, það eru víst tvær Krístínur Jónur í þessum skóla...þessi hin er soldið erfið og er alltaf að skapa vesen. (ég er reyndar skráð tvisvar)

Svo bara hitt og þetta.
Ég og Bjartur kíktum til Búdapest í gær bara aðeins smá tilbreyting. Löbbuðum soldið, versluðum og fengum okkur 'rándýran' bjór við Dóná. 5 tímar í lest, 6 tímar í Búdapest...gott jafnvægi. En lestartíminn var nú eitthvað nýttur í að sofa eða læra, ekki svo slæmt.
Veðrið er ekki svo skemmtilegt síðustu tvo daga, bara 20°C og skýjað. En spáin segir semísól og 30°C aftur á mánudaginn, thank god.
Þá er þessi síða komin í sumarfrí....við sjáumst öll næstu helgi (eða þið á íslandi allavegana)!!!!!