Monday, January 28, 2008

Bubble toes

Ég ákvað að taka heilsupásu í gær og skreppa í ræktina. Ég er byrjuð á nýjum stað og er fljótast fyrir mig að hoppa í tramman í smá stund svo labba nokkur skref. Svo í gær, þegar ég var í trammanum tek ég eftir fullt af einhverju hvítu á götunni. Fyrst hélt ég bara að þetta væri snjór, samt skrítið því það er engin snjór hérna, en ég nennti ekkert að pæla í þessu frekar. Þá á leiðinni heim sé ég meira af þessu og virðist þetta vera svona sápufroða. Held ég áfram að trammastöðinni og verður alltaf meira og meira þangað til ég sé slóðina koma fyrir aftan hornið. Kem ég að horninu og sé að húsasundið er allt fullt af sápufroðu!!! Þetta var sjón beint úr teiknimynd...eins og þegar það er sett alltof mikil sápa í þvottavélina og svo er allt húsagólfið þakið í sápu...hehehe. Ég verð að fara ganga með myndavélina, aldrei að vita hvað þessi ungverjar gera næst:O)




Fréttir: ég fann túnfisk sem er ekki í olíu!! vei, hitt er algjör viðbjóður.

6 comments:

Eva Margrét said...

Vá ég skil þig, túnfiskur í vatni er miklu miklu betri;)
æðislega skemmtlegar myndirnar..
sakna þín
koss-knús-koss-knús
E

Anonymous said...

hehe þetta hljómar sko eins og ástæða til að fara að ganga með myndavélina á sér, ég tek þig kannski á orðinu þó svo að Danir séu nú ekki mjög uppátækjasamir þá veit maður aldrei....:)

Brynjar said...

Ég keypti alltaf túnfisk í vatni, hellti vatninu af honum og blandaði hann svo með sérlega góðri ólífuolíu.

Þá gat ég borðað hann beint upp út dollunni. Þetta var kvöldmatur hjá mér nokkrum sinnum... kannski ekki skrýtið að ég skyldi ekki fitna þarna úti:)

Anonymous said...

Frumlegir Ungverjar var stórþvottur í gangi? Skemmtilegar myndir úr jólafríinu gangi þér vel kv frænka.

Hildur Sólveig said...

Fékkstu enga útskýringu á þessu? Ég er svo forvitin!

Anonymous said...

nei enginn utskyring...ekki einu sinni gunna skilda tetta, ta er sko mikid sagt. en eg er netlaus nuna...en vonandi fer tetta ad kikka inn. en annars var skolinn ad byrja i dag og klaradi eg profin i sidustu viku og allt i goodie!