Tuesday, December 18, 2007

Litli jólabærinn, Debrecen.

ég er stolt af ungverjum og metnaðinn í jólastemmninguna niðri bæ. Kíkti aðeins með strákunum í kvöld og tók nokkrar myndir....

enduðum svo í jólaglögg og gúllas ;o)

Sunday, December 16, 2007

Jólagjafakaup




Þá skelltum við okkur til Budapest á laug, ég og Gunna. Gunna reif mig á fætur til að ná 10 lestinni og eftir litin svefn nóttin áður svaf ég alla leiðina meðan Gunna lærði og talaði við manninn í fallegu bleikuskyrtunni. Fengum okkur hádegismat á Tom George, góður tikka masala réttur og steik fyrir Gunnu. Síðast komumst við aldrei að Hetjutorginu svo núna var það algjört must, fallegt torg..en þarf víst að fara aftur og sjá það á kvöldi til. Á leiðinni aftur í neðanjarðarlestina, rakst ég augun á kunnuglegt skilti.....GLORIA JEAN'S....úúuú. Löbbuðum þar inn, meiri hlutinn kanar þarna, surprise surprise. Ég ákvað að bjóða Gunnu upp á uppáhaldsdrykkinn hennar mömmu og nú orðinn ein af mínum, Cappuccino Chiller, sem var í þetta sinn mesta ógeðið sem ég hef nokkurn tímann keypt. Gloria, þessi staður er til skammar! Ég gerði statement og drakk mitt ekki, en Gunna að reyna að vera jákvæð og kurteis...kláraði sinn. Síðan var haldið að aðalverslunnar götunni og kíkt á jólabásana....keyptum okkur jólaglögg og fengum flotta Budapest bolla með....eða við keyptum þá...því jeee, best að bjóða ekki upp á plastglös svo við fengum að bera bollana í gengum Budapest. en jú, nú á ég 'budapest bolla'.
Búdapest er mjög falleg og hvað þá svona fín skreytt!:) En ekki nóg með að vera svona jólaleg með jólabásana, jólaglögg, jólaljós....en þegar við komum út úr búðinni var byrjað að snjóa!!! yndislegt!

Ferðin kláraðist með að kíkja í mollið, 'West End' og fá sér samloku á Submarine....eftirlíking, eða hvað sem er hægt að kalla þetta, Subways. Viðbjóður...ekki svo heppin með mat í Búdapest...en mæli með Tom George! En ef fólk þekkir mig rétt, þá er ég búin að vera frekar óheppin með mat síðan að ég kom frá París árið....2003. Það er ekkert að fara breytast.


heim eftir 3 daga! ég hlakka alltof mikið til...veit ekki alveg hvað ég á að gera þangað til...en 'þetta reddast'.:)

Tuesday, December 11, 2007

Afsakið Hlé...

Síðasta vika var mjög leiðinleg og var bara engin tími til að blogga, því miður. En eins og ég vona flestir vita þá kem ég heim EFTIR 9 DAGA! Legg af stað frá Debrecen um miðja nótt og keyri til Budapest og á flug þaðan klukkan 8.30 svo til London og síðasta stopp Seltjarnarnes, þar á ég von á gómsætan kvöldmat sem ég hlakka alltof mikið til að borða...spá í að byrja að spara mig. En vandamálið er að ég má velja og þjást af valkvíði, hugmyndir einhver? veit að Sirrý mun hafa einhverja skoðun á þessu!:) Svo eru næstu dagar fram að jólum pakkfullir af einhverju...þetta er yndislegt.
Síðasta vika tók ég nokkur próf og hélt leiðinlegan fyrirlestur á föstudaginn sem ég kveið alltof mikið fyrir, en vonandi batnar þetta með tímanum....en eina ferðina enn, gékk vel þrátt fyrir að enginn skildi efnið nema kennarinn, en það skiptir ekki máli, 3 bónusstig í hús. Var svo í morgun í fyrsta munnlega prófinu mínu hérna, en svo flestir vita þá verða flest prófin munnleg...svo best að byrja þetta vel. Þá eru bara tvo próf eftir og flýg ég svo heim...
Það fréttist aðeins hérna í síðustu færslu en þá er verið að skipuleggja ferð í lok jan/byrjun feb ef allt gengur vel með lokaprófin. Þá er sú hugmynd að fara til Ísreals, en Gunna Dóra og Drífa eiga marga vini þar sem vilja endilega sína okkur það sem landið hefur að bjóða. Væri nú gaman að upplifa Ísreal með ísrealum, og þá er þetta tækifærið! Svo er verið að plana brettaferðina ennþá, þá til Slóvakíu eða Pólands. Þetta eru ekki leiðinleg plön og svo er líka gaman að vera með smá gulrót prófloks. En þetta kemur allt í ljós, nægur tími til að hugsa og ákveða, fyrst koma mér HEIM!


Íbúðin er skreytt. Setti upp tvær seríur þann fyrsta og ég er búin að hlusta á jólalög stanslaust. Fékk svo jóladagatal frá heiman og ekki gleyma smákökur frá elsku mömmu:)....svo er aðventukaffi á sunnudaginn. Hafðu svo ekki áhyggjur mamma, ég verð mætt til að kveikja í síðasta kertinu...



p.s. væri ekki leiðinlegt ef þið væru búinir að kæla einn Malt í gleri fyrir mig strákar;)