Monday, January 28, 2008

Bubble toes

Ég ákvað að taka heilsupásu í gær og skreppa í ræktina. Ég er byrjuð á nýjum stað og er fljótast fyrir mig að hoppa í tramman í smá stund svo labba nokkur skref. Svo í gær, þegar ég var í trammanum tek ég eftir fullt af einhverju hvítu á götunni. Fyrst hélt ég bara að þetta væri snjór, samt skrítið því það er engin snjór hérna, en ég nennti ekkert að pæla í þessu frekar. Þá á leiðinni heim sé ég meira af þessu og virðist þetta vera svona sápufroða. Held ég áfram að trammastöðinni og verður alltaf meira og meira þangað til ég sé slóðina koma fyrir aftan hornið. Kem ég að horninu og sé að húsasundið er allt fullt af sápufroðu!!! Þetta var sjón beint úr teiknimynd...eins og þegar það er sett alltof mikil sápa í þvottavélina og svo er allt húsagólfið þakið í sápu...hehehe. Ég verð að fara ganga með myndavélina, aldrei að vita hvað þessi ungverjar gera næst:O)




Fréttir: ég fann túnfisk sem er ekki í olíu!! vei, hitt er algjör viðbjóður.

Saturday, January 26, 2008

Það er laugardagur í Debrecen og....

...ég á að vera læra svo ekki er til betri tími en að uploada myndir frá fríinu mínu. Enjoy:)
Debrecen um kvöldið.

Friday, January 25, 2008

only the loney...bah bah bah

SING IT IF YOU KNOW IT!!!.....Sirrý;o)

Það er næstum því vika liðin síðan að ég fór frá ykkur. Ég er mest bara búin að vera að læra, ferðast um á trammanum, taka próf og horfa á Grey's og How I Met Your Mother. Það kom mér svolítið að óvart hvað eru margir hérna í rauninni, nokkrir sem ég þekki...svo bara kunnugleg andlit sem er ekkert verra að sjá. Mér leiðist ekkert nema að þurfa að læra, ég er alveg með smá lóner inn í mér en ég hlakka samt til þegar fólkið byrjar að streyma inn á fullu. Þrátt fyrir að vera bara ein í íbúðinni er ég með marga vini bara rétt fyrir utan gluggan minn...ahhh, og þeir leyfa mér aldrei að gleyma því...






Þetta tók ég í morgun svona hálf sjö. Skemmtilegt, er það ekki? þá er bara að halda áfram að chilla 'Hans style'......uh, 'Solo';) (einn af mörgum frá The Barnicle)

Monday, January 21, 2008

Málsháttur

Mamma gaf mér lítið freyjuegg áður en ég fór og í því stóð....

ÞEIR SEM BORGA FYRIRFRAM FÁ KORNIÐ GRÓFT MALAÐ!

...ég skil ekki baun í þessu, hvað segið þið?


Annars...er mánudagur og er mjög hlýtt hérna í Debrecen enda skín sólin. Mér skilst að ég hafi komið með hana:o)

Sunday, January 20, 2008

Stjörnuvél

Já eftir yndislegt frí alveg byrjun til enda, er ég komin til Debrecen. Helsta sem einkennir þetta frí fyrir utan hátíðarnar er afslöpun í sveitinni, mörg afmæli og ganga upp Arnafell....og jú, ég lærði smá:) Bráðum set ég inn frábæra myndamöppu sem lýsir þessu betur, því annars voru þið nú flest öll þarna með mér!:)
En ég er komin aftur í íbúðina, ein. Það er samt ekki svo slæmt, bara taka upp úr töskunum og byrjað að læra. Samt er þessi helgi ekki búin að fara alveg eins og ég var búin að skipuleggja. Fyrst lendi ég í London eftir að sitja í svaka stjörnuvél með Baltasar Kormáki og konu hans, _____Pálmadóttir, Siggi Raggi kvk landsliðsþjálfari, Oddur yndislegi efnisfræði kennarinn minn í HÍ og engan annar en forsetinn sjálfur, Ólaftur Ragnar....og ekki gleyma, yours truely. En eftir reynsluna af mikið bið í síðustu ferð og seinkun á Icelandair vélinni var ég mjög tæp á tíma að ná næstu vél svo ég hleyp í gengum allt saman, bíð í stressi eftir töskunni sem tók enga stund miðað við síðast og hleyp sveitt að check-in-u. Ég var að fljúga með British Airways svo það kemur ekki að óvart að fluginu mínu var aflýst og fékk ég að njóta útsölurnar á Heathrow í ekki nema sex tíma, sem í rauninni var ekki leiðinlegt. En ekki var allur tíminn eyddur í verslununum, enda buddan ekki djúp...svo ég geri eins og allir skynsamir nemar gera og fer að læra á veitingastað og í fyrsta skiptið á ævinni minni (eða svo ég man eftir) kvartaði ég yfir matnum mínum, fannst hann bara alveg óætur. Skemmtilegt var samt að ég fékk að sjá svipinn á kokknum þegar þjóninn fór aftur með diskinn minn, ég fékk vægt flashback frá því að vinna á kaffihúsi og fara með mat aftur inn í eldhús. En sex og hálfur tími á Heathrow einn og hálfur á flugbrautinni og til Búdapest ég fór.
Mætti í heitu íbúðina, þar sem myglaður matur tók á móti mér í eldhúsinu...labbaði eiginlega að mér sjálfur. Skemmtilegt. Í dag gerði ég samt svaka mistök og drakk vatn...vatn úr vatnvélinni sem er búið að sitja þar síðan í desember. Þetta gerði ég án þess að hugsa að, jú, vatn getur skemmst! En ég er búin að vera ónýt í dag með magavesen og ferðaþreytu, en á morgun er nýr dagur:)

góða nótt.