Thursday, November 29, 2007

jólabarn?

Fólk segir að þegar maður eldist verður maður líkari og líkari foreldrum sínum, ég held bara að þetta sé satt á vissan hátt. Ég er byrjuð að hlusta á jólalög á léttbylgjunni og það er ekki einu sinni komin desember. Hingað til hef ég bara látið stóra jólabarnið heima, mömmu, sjá um jólastemmninguna þangað til prófin klárast en samt á meðan er ég alveg að njóta góðs með því að borða endalaust af smákökum á meðan ég les og meira. En nú ég er byrjuð...byrjuð að hlusta á jólalög, skoða jóladóttið út í búðum, jólablómin (var næstum því búin að festa kaup á svoleiðis um daginn, nema stoppaði mig af og sagði ekki fyrr en í desember), ég hlakka ótrúlega mikið til þangað til að þeir kveikja á ljósunum niðri bæ....og hvað þá stóra jólatréið sem stendur fyrir framan gulukirkjuna í miðbænum. En engin getur gefið mér upplýsingar um hvenær það verður kveikt á því, en ég væri ekkert á móti því að vera viðstödd. Rölta svo um bæinn og sitjast niður á nýfundið kaffihús og fá sér heitt súkkulaði. Ó það minnir mig á Þorláksmessu með stelpunum, Kaffi tár og heitt súkkulaði 'to go':o)..úfff, smá heimþrá í gangi hérna, sérstaklega þegar ég var ekki lengi að tárast við lagið 'Komdu um jólin. Vertu hjá mér, stjörnur og snjórinn...' En ég KEM HEIM um jólin svo þetta er allt í góðu:o)


jæja, í það sem er að gerast hérna í Debrecen. Sum fög hérna á fyrstu önn hristi ég hausinn við. Við áttum að fara í próf í vikunni í sálfræði, og það átti að vera þegar annar tíma er alltaf hjá okkur en kennarinn var búinn segja okkur að við þurftum að halda smá 'presentation' og kynna ritgerð sem við erum að skrifa í Communication Skills. Svo þrátt fyrir að allir á fyrsta ári voru viss um að þau voru að taka fara taka sálfræðipróf voru við ekki viss og ákveðum, sem bekkur, að læra ekki undir það og segja bara að þetta væri hans misstök. Jæja, þá er ég undirbúinn til að kynna ritgerðina mína nema ég sef yfir mig...ég verð að gefa sjálfum mér svona hálftíma til að komast í þennan tíma (fyrsta skipti sem ég sef yfir mig hérna, btw). En ég vakna tuttugu mínútur í og stelpurnar heyra bara 'SJITT' úr herberginu mínu, fer ég fram í einu stress kasti að ég verð hálftíma of sein í þennan tíma...en gunna minnir mig á að það er hægt að taka leigubíl...jáhá, auðvitað. Hringir hún fyrir mig og afhendir mér súrmjólk dós á leiðinni út...'þú verður að borða eitthvað', þessi elska. Jæja, long story short....þá var kennarinn alveg miður sín og cancellerað kallinn tímanum þegar við löbbuðum inn. Svo ég borgaði 1000 forintur og nástum því lenti í bílslysi með leigubílnum bara til þess að fá að vita þetta! (minna ykkur á að 1000 forintur er svona 400 kr ísl svo þetta er ekki heimsendir) En samt pirrandi. Nú verð ég með tvo próf í næstu viku á sama dag og þessa kynningu...og svo einhvern fyrirlestur um mismunandi lipíð í frumumhimnum eða eitthvað svoleiðis, blah blah....ekki beint sátt. úfff...þá er ég búin að koma því frá mér.

Annars gengur allt vel, er bara að reyna að byrja læra meira til að kannski minnka álagið í janúar. Alltaf erfitt að byrja þegar það er svona langt í prófin mín en kannski smitast ég af stressi frá hinum sem er að taka þau fyrr:)

3 vikur í mig! - Stína

Sunday, November 25, 2007

Gobble, Gobble


Já það var Thanksgiving hérna á Simonyi á fimmtudaginn fyrir litla kanan. En vegna skorts á tíma og pening...og kannski kalkún og fat, þá var frekar óhefbundinn Thanksgiving dagur hérna. Það er ekkert meira bandaríkin fyrir mér heldur en epla pæ, sakna þess alveg úber mikið, sérstaklega þessi litlu sem mamma keypti alltaf í Brennan's fyrir mig og ég át með bestu lyst eftir skóla. En ég ákvað að skella í slíka böku tilefni dagsins og fór með Gunnu út í Interspar til að versla epli og fleira. Gunna, þetta yndi, ákvað að koma mér svo einu sinni enn á óvart og bjóða mér í Thanksgiving hádegismat...á engan annan stað heldur en Wasabi. Góð ástæða fyrir því að borða sushi á Thanksgiving er út af...þú veist Pearl Harbour og þá voru þeir í stríði við Japan og japanir borða sushi...auðvitað, duh. Svo við borðum yfir okkur á sushi eins og maður á að gera á Thanksgiving og eftir smá lærdóm var komin tími á eftirrétt, þá eplapæ, vanilluís og bambus. Svo var toppað daginn af með fótbolta, kannski ekki amerískan en fótbolti samt.

Ein önnur stór frétt...ég fann HAFRAMJÖL! eða kannski ekki ég. Ég þurfti að fá nýútskrifan debrecen lækni til þess að finna það fyrir mig, hún Björg. Björg er s.s. fyrrverandi læknanemi í DOTE og fyrrverandi eigandi herbergis míns. En hún reddaði þessu fyrir mig og núna kann ég að segja haframjöl á ungversku og get byrjað daginn minn rétt hérna með hafragraut:o)





25 dagar:)

Tuesday, November 20, 2007

Krummi krunkar úti...


Hver þarf vekjaraklukku þegar þú hefur fleiri þúsund krákur fyrir utan gluggan þinn? Já, Simonyi gatan fyllist af krákum eldsnemma um morgunin og sitja öll á risa tréin fyrir utan og skíta á gangstéttina. Maður verður annaðhvort að labba út með regnhlíf eða þá hettu ef skítur á ekki að lenda á þig. Held ég sleppi því að kíkja á frægu Hitchcock myndina því þá er ég ekki viss um að ég fari út í Boot Camp á morgnana...hmmm, pæling samt:)

Svo um helgina hætti gasið okkar að virka og íbúðin okkar varð frystikista. Ég svaf í tveimum ullarsokkarpörum, buxum, síðermabol, peysu og tveimum sængum yfir mig....samt varð mér ekkert sérstaklega hlýtt. Þvoði hárið mitt í ísköldu vatn sem gaf mér höfuðverk, þetta var allt mjög skemmtilegt. En eins og oftast reddaði Gunna þessu og bankaði upp á hjá nágranna okkar sem er verkfræðingu og hann fiffaði þetta eitthvað til og núna búum við í saunu....nei grín....bara kósí, með ofnalykt;)

Helgin byrjaði með að fara í afmæli hjá strák á 6. ári á föstudaginn. Þetta var rosalegt afmæli og voru allir MJÖG hressir. Svo var haldið á Masquerade Party á Silence þar sem við fengum grímur á leiðinni inn. Frekar sniðugt....þeir elska þessa þema hérna. Á laugardaginn vaknaði ég mega hress og kát, að sjálfsögu, og fór nánast beina leið á McD's. Hélt aldrei að ég mundi fara svona oft á McDonald's eins og ég geri núna...ekki hægt. En eftir það, fórum við, Ófeigur og Doddi, á innanhús fótboltamót sem var haldið hérna í Debrecen yfir helgina. Kíktum á Brazilia vs. Ungverjaland og Tyrkkland vs. Iran. Brazila vann mótið, fengu bikar...allt voða fancy. En gaman að þessu...Iranar eru með svaka stuðningslið hérna miklu öflugari heldur en Ungverjarnir, soldið spes.


Jæja, eftir þessa færslu verð ég að segja fyrir utan þetta augljósa þá sakna ég rosalega HEITU sturtuna okkar á Bollagörðunum með þessari svaka bunu því þessi hérna er svona tíu sinnum minni:( og American Style.

Einn mánuður í 'Stínu heim':)

Tuesday, November 13, 2007

ohhh...mi perro mas guapo

varð að skella inn þessa mynd af sætasta hundi í heimi....sem er alltaf til í partí;)..tekílakongurinn.



Þessi mynd er í boði Evu.....la cocoracha...la cocoracha...lalalalala.

Monday, November 12, 2007

Nýjar Myndir

var að uploada nýjar myndir frá Búdapest og Golyabalinu.

Saturday, November 10, 2007

Budpest


Ég drífði mig til Búdapest á fimmtudaginn með Dodda og Ófeigi. Við fórum í dags ferð og vorum mætt í 7 lestina hérna í Debrecen, eftir 3ja tíma svefn. Ferðin til Budapest gékk mjög vel, fórum beina leið að Dóná eftir að fá okkur morgunmat á Burger King. Ástæðin fyrir þessa ferð var að versla mér föt, því 20 kg fyrir unga stelpu í háskóla er bara ekki nóg!:) Við vorum ekki lengi að finna verslunagötuna tæma bankareikningin. Leiðin lá svo á umtalaðan og hype-aðan mexikanski staðurinn Iguana. Það kom ekkert annað til greina en fara á þennan stað því mér var lofað svaka góðan mat. Við vorum ekki klár hvar staðurinn væri svo ég tókum leigara, ekki vissi leigubílsstrjórinn heldur hvar staðurinn væri svo við enduðum með að taka rándýran leigubílsferð fyrir vegalengd sem við höfðum verið 10 mín að ganga. Ég var fyrir mestum vonbrigðum þegar maturinn kom....hann var bragðslaus og bara já, ógeð. Enduðum svo ferðina með að kíkja inn í moliið og kláruðum síðustu forinturnar okkar þar:) Lestin heim átti að vera klukkan 19 aftur með 'hraðlestinni' en vegna þess að við reiknuðum ekki með miðaröðina þá misstum við af henni. Endðuðum með að taka vellyktandi sígunalestina klukkutíma síðar. Klukkan tólf vorum við loksins komin til Debrecen aftur....en fyrir suma var þetta ekki endirinn. Doddi gleymdi töskunni sinni á skítapub sem við fundum í undergroundinu þar sem var bara skuggalegt lið og rónar en okkur dauðlangaði í bjór. Doddi fór aftur til Búda klukkan sjö á föstudag kíkti á barinn og ótrúlegt þá var taskan hans þar. Barþjóninn þar hefði séð róna með töskuna og fannst hún einum of fín fyrir hann og tók töskuna af honum. Eina sem vantaði var smá klink, húfa og rakspíri....sem er kannski það eina sem rónin vantaði. Skildi eftir mynavélina, ipod, og vegabréfið. Góð endir á skemmtilegri og eftirminnilega ferð.

Var að klára horfa á fyrsta heila 90 mín Liverpool leik síðan ég kom og auðvitað vinna þeir....allir leiki sem ég kíki á enda vel...held að Liverpool ætti bara að redda því svo ég gæti auðveldlega séð alla leik víst ég er svona ómissandi!!

Núna þegar þessi leikur er búin get ég farið að gera mig til fyrir Golyabal sem er nýnema ball fyrir alla læknanema hérna. Ballið er í aðalbyggingunni og er svaka fancy...sýni ykkur myndir seinna.

Sunday, November 4, 2007

það er ekki bara fallegt fólk sem býr á simonyi....


heldur yndislegar stelpur sem koma koma mér sí á óvart!...ég var s.s. heima í gær að læra undir drepleiðinlegt biophysics próf sem er í vikunni þegar ég fæ sms frá Gunnu að eitthvað hafi komið upp á og ég yrði að koma með Drífu á Plaza (mollið í Debrecen) og við þurftum að ræða málin. Ég var farin að búa til allskonar hluti sem gæti verið að. Jæja svo var haldið á Plaza með Drífu og hringir Gunna um að eitthvað væri að leigusamningnum okkar og við værum að fara ræða við landlorðinn. Þær leiða mig inn í hús og svo inn í snyrtistofu og beint í tveggja tíma andlitsnudd! ég var svo sjokkeruð og kjaftstopp að ég hefði ekki einu sinni sagt hvað ég heiti. Þær eru svo æðislegar og gera allt til þess að láta mér líða vel hérna og ekkert annað kæmi til greina. Ekki nóg með þetta en svo eru þær búinar að bjóða mér herbergið eftir áramót og lengra!...lá rós á koddanum mínum með falleg skilaboð frá Gunnu:) svo ég verð áfram á Simonyi og get þá komið mér ennþá betur fyrir. Ég hefði ekki geta verið meira heppin eftir að koma svona seint í skólann, til ókunnugs lands og ekki svo ánægð með þetta allt saman....datt inn í herbergi sem átti að vera tímabundið...en vegna þess að ég hef komist í gegnum öll próf sem Simonyi tens hafa sett fyrir og allt gengur eins og í sögu. Rós, dekur, knúsar og kossar....Simonyi.

Það er greinilega ekki svo erfitt að búa með mér...þau sem hafa kvartað á Big Blue;)

Friday, November 2, 2007

Halloween

Á miðvikudaginn var Halloween og ælta ég að byrja með að leyfa ykkur að giska hvað ég er....

(hint: tvo orð á ensku...fyrsta orðið er litur. Svo er ég með frímerki á kinninni og heimilisfang)

Eins og hefðin er hjá mér þá bjó ég til drulluköku og nýjan blóðfordrykk fyrir nokkra vini hérna í Simonyi...svo var lá leiðin í partí hjá Maríu og Hrafnhildi þar voru allir mættir í búning og mjög góð stemmning. Í næsta íbúð var svo annað partí hjá norskum 1.árs nemum svo þetta var í raun eitt huge partí. Það var bara ein manneskja sem náði að giska hvað ég væri án þess að gefa henni hintin. Nokkrar myndir fylgja....