Saturday, December 27, 2008

Ungverskar Jólamyndir

Jólin í Debrecen 2008...Þórður Gunnar, Njáll Ingi, Bjartur, Ófeigur Orri og yours truely, Kristín Jóna.

Dugleg í jólaundirbúningnum, extra touch frá henni ömmu að senda mér jólasvuntu:)



Alltaf einhver sem stelst í laufabrauðmylsurnar...Njalli.

Svo var það að finna piparkornið í súpunni...

...og að sjálfsögðu vann stelpan piparkornagjöfina í ár;)

Þessi 'ungversk' jól þurftu smá íslensktbragð og bauð hann Doddi upp á þetta æðislegt hangikjöt. Íslenskt malt og 'appelsín' líka í boðinu.

Restina af kvöldinu fór í að opna nokkra pakka og svo horfa á National Lampoon's Christmas Vacation...classic.

Litla ungverska fjölskyldan mín. Allir með gjafirnar sínar frá Baby Jesus (sem kemur með gjafirnar hérna í ungverjalandi í staðin fyrir jólasvein)


Nú er það bara að byrja 24/7 lestur...eða nánast það;) Kærar þakkir fyrir jólakveðjur, jólakort og jólapakka:*:* Skelli inn væntanlega næst áramótamyndum...svo bíðið spennt:)

xoxo

p.s. ef þið viljið sjá myndirnar betur þurfiði bara að smella á þær. ég gerði síðustu óvart soldið litlar:)


Monday, December 8, 2008

Komdu um jólin, vertu hjá mér...?

Ég hef svo sem ekkert spennandi að segja nema að gefa ykkur hugmynd um hvenær ég kem heim, eða meira hvenær ég verð ekki heima. Þá þarf ég ekki að svara þessari spurningu meira, því mér finnst það bara ekkert skemmtilegt:( Ég get ekki gefið nákvæma dagsetningu en í ár verða Debrecen-jól og Debrecen-gamlárs, svo kem ég einhverntímann í janúar. Vonandi fyrr en seinna. Skólinn byrjar aftur 9. febrúar svo ég þarf ekkert að vera stressa mig alltof mikið...ég mun koma heim þótt ég þurfi að gefa handlegg eða tvo til flugfélaganna.



Og engar áhyggjur það verða jól hjá mér og svo nóg að borða. Við, sama grúpan og alltaf, munum halda jólin með íslenskum hætti, eftir nokkrar sendingar frá klakanum að sjálfsögðu með hinum og þessum nauðsynjum:o) Verður skrítið að elda jólamatinn sjálf og svo á meðan að læra undir próf...en það fer bara beint í reynslubankan.

bless í bili
xoxo


Tuesday, December 2, 2008

Þegar piparkökur bakast...

Fyrsti í aðventu færðist yfir á mánudag hjá okkur vegna prófs, svo ég og María tókum okkur til í gær og bökuðum og máluðum piparkökur. Þá kemur piparkökurmyndasyrpan....





Það er ekki auðvelt að finna matarliti hérna, en við fundum bara bragðdropa með litum svo það var notað. Glassúrið var þá með marsipan og lakkrísbragð til dæmis.





Jólaglögg, piparkökur, góður félagskapur og the Grinch;o)


Ein sería komin upp í glugga hjá mér og jóladagtalið frá mömmu uppstillt fyrir ofan rúmið mitt, nammi nammi:o)

xoxo