Thursday, October 30, 2008

shusssssh!

Ég er búin að búa hérna í aðeins meira en ár og þá búin að kynnast vel öðrum þjóðernum og hegðun þeirra. Stundum græðir maður eitthvað á þeirra svindli, frekju og fl en stundum er það bara hreinilega óþolandi. Eins og núna, þá erum við að fara í fjögur próf frá 3. nóv til 12. Physiology, Anatómía, Biochemistry og Histology. Physio og Anatómía eru næsta mánudag og þriðjudag....en þetta hentaði 'þeim' ekki fyrst og þá fengu þeir aðalprófessorinn til að færa anatómíuprófið á fimmtudaginn, þann 6. (btw, algjör hardass þessi gaur svo það var ótrúlegt að þeir fengu þetta í fyrsta lagi), allt í lagi ágætt að dreifa þessu aðeins og flest okkar frekar sátt. En svo kom í ljós að þetta hentaði ekki minna hluta 2. árið og fóru einhverjir sem þóttust vera representative allt 2. árið og færðu prófið aftur á þriðjudaginn, s.s. þann 4. nóv, og fengu við að vita það í gær:o) takk fyrir. Svo núna eru tvo próf back to back eftir þrjá daga, maður þarf að fara endurskipuleggja og CRAM CRAM CRAM....og Sirrý, ekkert Halloween hjá þessari stelpu:( mínar búningshugmyndir verða að bíða þangað til næsta ár.


Ekki nóg með það en þegar maður umgengst svona fólki þá fer maður sjálfur að passa upp á að maður fái sitt og leyfa ekki vaða fyrir sig. Ég er alveg ákveðin manneskja en vil oftast ekki búa til neint vesen og læt mig hafa sumt en hægt og rólega er ég farin að sjá smá breytingu í mér. T.d. var ég að fara í læknaskoðun og sá að stelpa ætlaði að laumast á undan mér inn. Ég var mjög meðvituð um þetta og ekki séns að ég æltaði að hleypa henni á undan mér. Næsti kallaður inn og við báðar stóðum upp ég horfði bara á hana og sagði skýrt 'ég var hérna á undan!!'...halló, tíminn er dýrmætur:O) svo shush-aði ég í fyrsta sinn í tíma um daginn, ég held ég hafi bara aldrei gert það áður!!...enda fann ég mörg augu fara á mig eftir það:/ veit ekki hvort ég geri það aftur.

En já, talandi um dýrmætan tíma þá best að halda áfram. Eitt í lokin, svona fer kreppan illa með mann....




Þetta er í staðinn fyrir Red Bull og 1/3 verðið:o) alltaf að spara.

xoxo


Saturday, October 25, 2008

Hajrá Loki

Það er gaman að segja frá að Debrecen fótboltaliðið situr núna í efsta sætið í Sopronideildinni, s.s. ungverskadeildin. Ég er náttla orðin frekar mikill stuðningsmaður eins og má sá...



fór á leik í gær þar sem þeir unnu 4-1. Hægt og rólega stefni ég á að vera komin í aðalstuðningsmanna klúbbinn 'Loki' og hoppandi upp og niður syngjandi eins og vitleysingur, kveikjandi á blis eftir hvert mark. En ég hef góð 5 ár til að smygla mér þarna inn, kannski fyrst læra þetta helsta eins og lögin og hvernig á að blóta dómarann. En með þessu framhaldi hjá liðinu gæti maður kannski séð annað stórt lið koma hingað til að keppa um sæti meistaradeildinni eins og Manchester Utd árið 2005.

Annars bara allt ágætt að frétta. Fengum frí á fimmt og föstudaginn, vegna þess að 23. okt var byrjunin á ungversku byltingunni árið 1956. Svo maður nýtur það í smá afslöpun, fótbolta og 'kiscit' lestur:o)


Monday, October 20, 2008

Snilld

Búin að vera horfa soldið á viðtöl við hana Sarah Palin varaforestaframbjóðandi republikana, og allt bullið sem kemur út úr henni. Mér finnst ótrúlegt hvað sumir geta samt verið fljótir að hugsa, og hvað þá að gera fréttakona kjaftstopp. Ef Palin bara hefði náð að pulla þetta einu sinni af en hún situr nú oftast bara í skítinu.

Anyways...
Það var fréttakona að taka viðtal við Major General Peter Cosgrove frá Ástralíu í útvarpinu varðandi krakka og byssur. Skiptir engu máli hvað þínar skoðanir á byssum eru, þetta er bara besta diss ever!

..............

FEMALE INTERVIEWER:
So, General Cosgrove, what things are you going to teach these young boys when they visit your base?

GENERAL COSGROVE:
We're going to teach them climbing, canoeing, archery and shooting.

FEMALE INTERVIEWER:
Shooting! That's a bit irresponsible, isn't it?

GENERAL COSGROVE:
I don't see why, they'll be properly supervised on the rifle range.


FEMALE INTERVIEWER:
Don't you admit that this is a terribly dangerous activity to be teaching children?

GENERAL COSGROVE:
I don't see how. We will be teaching them proper rifle discipline before they even touch a firearm.

FEMALE INTERVIEWER:
But you're equipping them to become violent killers.

GENERAL COSGROVE:
Well, Ma'am, you're equipped to be a prostitute, but you're not one, are you?

The radio went silent and the interview ended.
..................

Annars allt ágætt að frétta. Það er byrjað að kólna aðeins hérna í Debó, komið niður í 18°C á daginn...slæmt. En annars er alveg skítakuldi á næturnar, ég var allavegana komin í vetraúlpuna. Fór í 80's partí um helgina, svaka svaka fjör...ég ætlaði bara að sitja heima að horfa á sjónvarpið, en ótrúlega fegin að ég dreif mig út og náði að pulla lookið af með því að nota mín eigin föt....ætti ég kannski ekki að vera stolt af því???:/ ég er því miður ekki komin með neina myndir...kannski seinna.
Skólinn same old same old. Við fáum smá vetrafrí í næstu viku, er að meta að kíkja kannski í dagsferð til Búdapest, koma mér aðeins frá yndisleg Debrecen. Kemur í ljós:o)

bless í bili, xoxo


Friday, October 10, 2008

Ask and you shall receive!

Byrjum frá byrjuninni...þá er það kveðjumatarboðið mitt fyrir stuðmenn, alveg ótrúlega glæsilegur hópur sem þú sérð hérna:









Allir mjög einbeittir í leiknum rétt áður en allt varð brjálað...;o)





Svo var það smá stopp í Köben til Heru og Gerðar...





Coldplay....tók mest bara video en hér er ein mynd.


snilldar tónleikar, ég var næstum því á leiðinni til Vienna á næstu tónleika.

Þá er það nýja íbúðin, fyrst sérðu herbergið mitt, litla rúmið mitt, klósettið, stofan, eldhúsið, garðurinn...














Annars allt sæmilegt að frétta, var að klára 1. próftörnin þess vegna er ég búin að vera soldið óvirk líka bara ömuglegt ástand heima sem við erum algjörlega að finna fyrir hérna. Það er hægt að segja að það er slæmt þegar það er orðið jafndýrt að búa í Ungverjalandi og á Íslandi....en er bjartsýn.

xoxo