Thursday, November 27, 2008

The Champions.....

Ég elska þetta meistaradeildarlag!!! svo góðar minningar að sitja heima eða á Palma, hvað þá úrslitaleikurinn 2005...en að heyra það live, standandi upp í stúku á Meistaradeildarleik...PRICELESS!



Við skelltum okkur í dagsferð til Cluj í Rúmeníu í gær. Leigðum okkur bíl og skelltum okkur á leikinn Cluj vs. Roma. Gátum ekki beðið um betri leik og þetta Cluj lið alveg að standa fyrir sínu, voru ekkert smá sprækir í byrjun og bara synd að ná ekki að skora fleiri mörk. Liðið situr því miður á botninum í riðlinu með Chelsea á toppnum, Bordeaux og Roma. Eru samt búin að ná að gera jafntefli við Chelsea og unnu seinasta leik á móti Roma svo alveg ágætt spútniklið þarna ferð. Því miður út af skólanum og prófum gátum við ekki eytt meiri tíma í Rúmeníu að túristast en það er nú ekki svo langt að fara og ég á nú einhver ár eftir hérna:o)








Annars allt ágætt að frétta. Fékk matareitrun hérna, svo ég var vel ónýt hérna í viku en allt í góðu núna. Það er orðið skítkalt hérna, en það snjóaði smá um daginn svo þá sætti ég mig alveg við þennan kulda:o)

Best að halda áfram að læra....
xoxo


Sunday, November 16, 2008

Mmmm....I'm lovin' it!

Það sem er heitast í Debrecen í dag er nýja stóra möllið sem var að opna hérna, alveg huge!! Ég kíkti þangað í gær í kvöldmat því með þessu mölli fengum við meira úrval að skyndibita en bara McD's, thank god. En núna erum við í Debrecen komin með Burger King og KFC...Sirrý núna er ekkert að stoppa þig frá því að kom hingað í heimsókn;o) En núna get ég ekki notað heldur afsökununa að það er ekki hægt að kaupa gjafir í Debrecen, svo ég verð víst að fara senda pakka á réttum tíma:/ það er bara ekki minn stíll. En hingað er þá komið H&M, Zara, Pull & Bear, Pepe Jeans, Sisley, nóg af nærfatabúðum, skóbúðum og ýmislegt annað. Alveg yndislegt:) gott að það er kreppa núna.

Svo er annað, í gær fór ég í bekkjapartí. Þetta var fyrsta bekkjapartí sem við höfum haft og í ár eigum við svo yndislega kennara í anatómíu og vefjafræði að þeim tveim var boðið í smá tjútt. Þeir voru bara í góðu geimi, enda aldrei verið boðnir í partí hjá nemendum áður. Einn, sannur ungverji, staupaði vodka/palinka allt kvöldið og þegar ég var á leiðinni út var hann kominn í danshringinn inn í stofu. Þetta var yndislegt að sjá...og gaman að vera með svona skemmtilega kennara og hlakka ég mikið til að mæta í tímana í vikunni;o)

jæja, bara stutt færsla í þetta sinn...en tvær viku í aðventu. Ótrúlegt! sá fyrsta jólaskrautið í gær og er ég farin að hlakka soldið til að skreyta íbúðina:o)

xoxo

Friday, November 7, 2008

just one of those days...

Ég átti 'just one of those days' eftir mánudagsprófið alveg að næsta próf á þriðjudagsmorgun. Svona fór þetta...

Ég var hérna í góðu geimi heima að undirbúa anatómíuna, hélt áfram að segja hvað ég var bara róleg ekkert uber stressuð, bara góð á því. Svo fattaði ég hvað þetta var mikil blekking hjá mér því það er frekar stuttur í mér þráðinn. Ég sit við skrifborðið mitt, með glósur og bækur á borðinu og anatómíumöppuna mín á gólfinu. Poppar upp eitt msn message og sný ég mér að tölvunni að fara skrifa tilbaka.... WHHOOOOOSH! Hendi ég niður kaffi bollan minn og hellist kaffi um allt. Vegginn, gólfið, mappan, skrifborðið og MIG:/ Ljós í myrkinu, þá sluppu bækurnar og tölvan. En ég er mjög spes með glósurnar og bækurnar mínar og verð ég að hafa allt mjög snyrtilegt annars get ég ekki lært. Kemur kannski sumum ekki á óvart, sem þekkja þetta líka. An organized desk, is an organized mind. En allavegana núna þarf ég líklegast að endurskrifa eitthvað sem fór verst í þessu, en annað þarf ég að láta mig hafa það.

Veit ekki alveg hvað er með allt anatómíudótið mitt, í fyrra rigndi á eina bók:(

Svo á þriðjudagsmorgun er ég er að gera mig til fyrir prófið og að setja ofan í töskuna mína og finn ég ekki veskið mitt. Leitaði út um allt og var þá sannfærð um það að hafa skilið það eftir í búðinni daginn áður, eini staðurinn sem ég stoppaði. Svo ég fór þangað klukkan 7.30 um morgunið, að vona að þær hafa tekið eftir því. Reyndi að útskýra eins vel og ég gat hvað mig vantaði og engin skildi mig. Byrjuðu svo ekki augun að fyllast af vatni aftur...svo ég sleppti þessu og kom mér í prófið.

Make a long story short....eftir prófið fór ég heim, rústaði herberginu og var að fara hringja í mömmu til að fá hana til að loka kortin mín, rekst ég ekki augun á veskinu upp í hillu beint fyrir framan mig. Sýnir að maður er kannski ekki beint í topp ástandi fyrir svona próf...þótt ég þykist vera það kannski.

Prófið gékk samt mjög vel og allt í góðu núna, nema kaffiglósurnar...en ég jafna mig.



Ennþá ruglheitt, tvo próf í næstu viku svo það þýðir að ein önnur helgi ónýt:o)

xoxo


Monday, November 3, 2008

allir eiga skilið smá hrós...

Eftir smá diss í síðustu færsla ætla ég að hrósa skólanum aðeins. Það er þannig að við áttum að borga skólagjöldin okkar síðasta lagi lok október og eins og ástandið er í dag eru skólagjöldalánin ekki að duga. Sumir lenda í því að borga þegar krónan er aðeins sterkari og þegar millifærslan fer loksins í gegn er hún búin að lækka aftur. Svo maður veit aldrei hvar maður hefur þessa elsku. En til að taka tillits til okkar og ástandið sem við erum í í dag, höfum við fengið frest á að borga skólagjöldin og megum vera róleg.

Halloween var alveg í lágmarki hjá mér í ár, hryllingsmynd og rauðvín. En á næsta ári verður tvoföld Halloween, bíðið bara. Og Hildur Sólveig vinnur fyrir besta búningin árið 2008;o)

En það er komið 2. nóv og það er ennþá 20°C hiti úti. Hvað er í gangi? þetta er samt ótrúlega næs, sólin, góða veðrið og haust litirnir. Þetta hefur ekkert smá mikið áhrif á manni að tíminn líður hratt og ekkert Debrecen-depression að stríða manni, of mikið;o)

Jæja, eitt próf búið og næsta á morgun....Anatómía:o)



xoxo