Wednesday, April 23, 2008

kveðjum vorið...

með 'Vor í Debó' albúm....enjoy:o) svona hitt og þetta.

xoxo

p.s. password: stina

Monday, April 21, 2008

Góðan daginn, sólskín.

Helgin er búin og allir að bíða eftir færslu reikna ég með:)

Gunna kom með þá spurningu um daginn.....ef þú værir ávöxt, hvað væriru? ég er ekkert gríðalega mikið fyrir að pæla í svona en eftir smá tíma kom hún með þá tillögu að ég væri ananas, hörð að utan en þegar það er loksins fjarlægt, er ég voða litrik og bragðgóð. Kannski eitthvað til í því, eitt sem ég veit er að Bógart ELSKAR ananas og reyndar er ég sjúk í hann líka, sem kemur kannski ekki að óvart;o)...svo það passar.

Andri, Gunna og Simonyi

En sólinn er annars að spá að hanga aðeins í Debrecen í nokkra daga, sem er æði. Ég var búin að lofa mömmu og pabba góðu veðri svo ég vona að ég þurfi ekki að svíkja þau. En gær dagurinn var alveg yndislegur...góður sunnudagur. Svaf aðeins út, vaknaði við maraþonhlaupið úti á götu. Skelltum okkur á Palma sátum úti í sólinni og við skáluðum fyrir sumrinu með kokkteila, ekkert smá flippuð. Svo var það fótbolti úti í steikjandi hita...en það er nú margt skemmtilegt sem fylgir því:)


fjórir dagar í m&p...helgin öll plönuð og verður þrususkemmtileg, jeij!

xoxo

Tuesday, April 15, 2008

Rain, Rain Go Away....

Jæja, þá er hjólið loksins komið í lag:o) litla bláa sæta.....ég er búin að sakna þíns. Tók ekki nema korter til að redda dekkinu sem ég er búin að vera vesenast með í mánuð og fyrir minna enn 800 ft. Svo núna þegar það er byrjað að hlýna get ég búið til mína eigin kælingu, jeij, þarf samt að fara finna trixið með að hjóla með regnhlíf....eða kaupa mér poncho! hmmmm, þá væri ég loksins töff.

Svo er aftur próf á föstudaginn, fótboltamót á laug og 'ísland-bezt í heimi' partí á morgun....nóg að gera, svo best að halda áfram.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum hversu mikil Queen aðdáendi ég er og í tilefni þess að ég er búin að horfa á stand-up í allan morgun...sem er pínu að ýkja, vil ég deili þessu með ykkur.

ugh ég get ekki sett youtube video á færsluna...bögg. svo ef þið nennið......

Sunday, April 13, 2008

My makeup maybe flaking...

...but my smile still stays on.Já ég vil fá að kalla þessa viku sem er liðin 'ekki vikan' mín...því hún gerðist aldrei. Það er þá kannski góð afsökun fyrir þessa bloggleysi, sem þið skilið örugglega vel. En í dag er sunnudagur og það þýðir að síðasta vikan er ALGJÖRLEGA búin og ég ætla að byrja upp á nýtt.

Það fer að styttast í heimsókn Mömmu og Pabba....úff, ég get ekki beðið:o) Þau fá þá að komast aðeins úr kuldanum og yfir til mín í 20°C hita.


Sólin er samt búín að vanta soldið hjá okkur, það er hlýtt hérna en skýjað. Það rignir mikið en ég og Debrecen rigningin erum ekki góðir vinir eftir hún tók það að sér ýta glugganum mínum opna og rigna yfir skrifborðið mitt og þar með eyðileggja þykku anatómíubókina mína. jeij.

Það var samt eitt sem gladdi mig í vikunni og það var á þriðjudaginn þegar Liverpool henti Arsenal út úr meistaradeildinni, gleði, gleði:o) verst var að ég gat ekki sitið heima að fygljast með leiknum með sumum fjölskyldumeðlimum...en ég vona að Valtýr sé að reyna fylla í fótsporin mín, samt stór spor að fylla:o)
Það er þokkaleg heimþrá í gangi í dag...ég get bara ekki beðið eftir sumarið. Þetta verður svo næs að vinna úti alladaga með mínum bestu vinum, worka tanið, spila hver er maðurinn eða hvað annað nýtt Ali verður kominn með í sumar, fótbolti, póker...og vinna:o) Ég verð komin þokkalega úr pókerformi þegar ég kem aftur...en ekkert 'easy money' í gangi hérna strákar, fer bara að kíkja á video og svona eins og sumir;o)
ég er viss um að þetta var færslan sem allir voru að bíða eftir :O)
lov'all....xoxo.

"The show must go on" - Queen.