Gunna kom með þá spurningu um daginn.....ef þú værir ávöxt, hvað væriru? ég er ekkert gríðalega mikið fyrir að pæla í svona en eftir smá tíma kom hún með þá tillögu að ég væri ananas, hörð að utan en þegar það er loksins fjarlægt, er ég voða litrik og bragðgóð. Kannski eitthvað til í því, eitt sem ég veit er að Bógart ELSKAR ananas og reyndar er ég sjúk í hann líka, sem kemur kannski ekki að óvart;o)...svo það passar.
En sólinn er annars að spá að hanga aðeins í Debrecen í nokkra daga, sem er æði. Ég var búin að lofa mömmu og pabba góðu veðri svo ég vona að ég þurfi ekki að svíkja þau. En gær dagurinn var alveg yndislegur...góður sunnudagur. Svaf aðeins út, vaknaði við maraþonhlaupið úti á götu. Skelltum okkur á Palma sátum úti í sólinni og við skáluðum fyrir sumrinu með kokkteila, ekkert smá flippuð. Svo var það fótbolti úti í steikjandi hita...en það er nú margt skemmtilegt sem fylgir því:)
fjórir dagar í m&p...helgin öll plönuð og verður þrususkemmtileg, jeij!
xoxo
5 comments:
Get ekki beðið eftir því að koma og sitja út í sólinni, ekki skemmir fyrir að hafa kokkteil eða hvítvín.
Saknaðarkveðja
love mamma
ohhh það verður æði hjá ykkur:)
knús og kossar
Eva Margrét
ég veit nú ekki hvort ég hafi sagt orðrétt "bragðgóð..." mér finnst það svoldið krípi... ;o) klárlega er samt ekkert skakkt við ananas ;o)
jæja hringjum í kára.. þetta er ekki hægt.. við erum alltaf að segja það en gerum það aldrei...!
mér finnst að næsta færsla eigi að vera um yndislega nágranna okkar-sem þú elskar
jeiiiiiii
gunz
jú þú sagðir orðrétt 'bragðgóð' en það er náttla ekki literally speaking heldur meira svona metaphor...afsakið enskuna en þetta er ég. Þýðir kannski bara 'sæt og góð';o)
HÆ frábært að þú áttir góða helgi.. Væri nú ekki slæmt að koma til þín í sólina stína mín :O) það á ekki eftir að vera neitt smá ljúft að fá mömmu og pabba í heimskón.. Héðan er bara allt gott að frétta búið að vera æðislegt veður hjá okkur en nú er kominn rigning. Góða skemmtun um helgina..
Kveðja Sigga Magga og strákarnir
Post a Comment