Monday, December 8, 2008

Komdu um jólin, vertu hjá mér...?

Ég hef svo sem ekkert spennandi að segja nema að gefa ykkur hugmynd um hvenær ég kem heim, eða meira hvenær ég verð ekki heima. Þá þarf ég ekki að svara þessari spurningu meira, því mér finnst það bara ekkert skemmtilegt:( Ég get ekki gefið nákvæma dagsetningu en í ár verða Debrecen-jól og Debrecen-gamlárs, svo kem ég einhverntímann í janúar. Vonandi fyrr en seinna. Skólinn byrjar aftur 9. febrúar svo ég þarf ekkert að vera stressa mig alltof mikið...ég mun koma heim þótt ég þurfi að gefa handlegg eða tvo til flugfélaganna.



Og engar áhyggjur það verða jól hjá mér og svo nóg að borða. Við, sama grúpan og alltaf, munum halda jólin með íslenskum hætti, eftir nokkrar sendingar frá klakanum að sjálfsögðu með hinum og þessum nauðsynjum:o) Verður skrítið að elda jólamatinn sjálf og svo á meðan að læra undir próf...en það fer bara beint í reynslubankan.

bless í bili
xoxo


2 comments:

Anonymous said...

NEI, kemuru ekki heim um jólin!?!?
Litla jólabarnið! Við eigum öll eftir að sakna jólagleðinnar þinnar!

Hlakka bara til að sjá þig þá í janúar!

Tölum saman bráðum.

Anonymous said...

Sæl elsku Stíns

Gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár. Megi nýja árið verða þér heilla og hamingjuríkt.



Fréttir af klakanum:
Nú hér er allt að færast dálítið aftur á bak. Fjármálakreppan leikur okkur öll grátt. Við Dóri getum ekki kvartað enda bæði með vinnu. Margir eiga mjög erfitt þessa dagana. Jólin koma nú samt og allir reyna að finna jólagleði.

Það er reyndar verið að gefa út margar frábærar íslenskar bækur fyrir þessi jól svo þetta verða algjör bókajól hjá mér. Er búin að biðja um bækur eftir Sjón og Auði Jónsdóttur.
Annars verður þetta allt rólegt hjá okkur um jólin, ég ætla að hvíla mig, sofa og lesa góðar bækur og fara svo í ræktina á milli þess sem ég úða í mig sætindum ussss ussss

Elsku Stína ég vona að þú eigir frábær jól þó svo þú sért ekki í faðmi fjölsk. að þessu sinni.

Kveðja frá okkur öllum í Tjarnarmýri