Við skelltum okkur í dagsferð til Cluj í Rúmeníu í gær. Leigðum okkur bíl og skelltum okkur á leikinn Cluj vs. Roma. Gátum ekki beðið um betri leik og þetta Cluj lið alveg að standa fyrir sínu, voru ekkert smá sprækir í byrjun og bara synd að ná ekki að skora fleiri mörk. Liðið situr því miður á botninum í riðlinu með Chelsea á toppnum, Bordeaux og Roma. Eru samt búin að ná að gera jafntefli við Chelsea og unnu seinasta leik á móti Roma svo alveg ágætt spútniklið þarna ferð. Því miður út af skólanum og prófum gátum við ekki eytt meiri tíma í Rúmeníu að túristast en það er nú ekki svo langt að fara og ég á nú einhver ár eftir hérna:o)
Annars allt ágætt að frétta. Fékk matareitrun hérna, svo ég var vel ónýt hérna í viku en allt í góðu núna. Það er orðið skítkalt hérna, en það snjóaði smá um daginn svo þá sætti ég mig alveg við þennan kulda:o)
Best að halda áfram að læra....
xoxo
1 comment:
Frábært þið hafið sem sagt náð að koma ykkur á leikinn...takk fyrir spjallið um daginn við verðum að gera þetta oftar ekki spurning :)
Post a Comment