Thursday, October 30, 2008

shusssssh!

Ég er búin að búa hérna í aðeins meira en ár og þá búin að kynnast vel öðrum þjóðernum og hegðun þeirra. Stundum græðir maður eitthvað á þeirra svindli, frekju og fl en stundum er það bara hreinilega óþolandi. Eins og núna, þá erum við að fara í fjögur próf frá 3. nóv til 12. Physiology, Anatómía, Biochemistry og Histology. Physio og Anatómía eru næsta mánudag og þriðjudag....en þetta hentaði 'þeim' ekki fyrst og þá fengu þeir aðalprófessorinn til að færa anatómíuprófið á fimmtudaginn, þann 6. (btw, algjör hardass þessi gaur svo það var ótrúlegt að þeir fengu þetta í fyrsta lagi), allt í lagi ágætt að dreifa þessu aðeins og flest okkar frekar sátt. En svo kom í ljós að þetta hentaði ekki minna hluta 2. árið og fóru einhverjir sem þóttust vera representative allt 2. árið og færðu prófið aftur á þriðjudaginn, s.s. þann 4. nóv, og fengu við að vita það í gær:o) takk fyrir. Svo núna eru tvo próf back to back eftir þrjá daga, maður þarf að fara endurskipuleggja og CRAM CRAM CRAM....og Sirrý, ekkert Halloween hjá þessari stelpu:( mínar búningshugmyndir verða að bíða þangað til næsta ár.


Ekki nóg með það en þegar maður umgengst svona fólki þá fer maður sjálfur að passa upp á að maður fái sitt og leyfa ekki vaða fyrir sig. Ég er alveg ákveðin manneskja en vil oftast ekki búa til neint vesen og læt mig hafa sumt en hægt og rólega er ég farin að sjá smá breytingu í mér. T.d. var ég að fara í læknaskoðun og sá að stelpa ætlaði að laumast á undan mér inn. Ég var mjög meðvituð um þetta og ekki séns að ég æltaði að hleypa henni á undan mér. Næsti kallaður inn og við báðar stóðum upp ég horfði bara á hana og sagði skýrt 'ég var hérna á undan!!'...halló, tíminn er dýrmætur:O) svo shush-aði ég í fyrsta sinn í tíma um daginn, ég held ég hafi bara aldrei gert það áður!!...enda fann ég mörg augu fara á mig eftir það:/ veit ekki hvort ég geri það aftur.

En já, talandi um dýrmætan tíma þá best að halda áfram. Eitt í lokin, svona fer kreppan illa með mann....




Þetta er í staðinn fyrir Red Bull og 1/3 verðið:o) alltaf að spara.

xoxo


4 comments:

Anonymous said...

Verða ekki allir nemendur sem taka prófin að samþykja breytingar á prófdögum ef búið er að gefa út prófdag?

Anonymous said...

Iss það er tvennt sem maður sparar ekki og það er bjór og red bull! ;)

Anonymous said...

Jú það ætti að vera þannig, Anna. En svona er þetta stundum hérna og maður þarf bara að láta sig hafa það...og á ég mörg dæmi um svona ósanngirni, því miður:(

Anonymous said...

Hæ elskan

Gangi þér vel í prófunum. Ég er ánægð með þig að láta ekki vaða yfir þig.

Knús og kossar
mamma