Þau komu klukkan 4 um nóttina á föstudaginn, ég skaust til þeirra eftir morguntímann hjá mér og við röltuðum um Debrecen sem tók svona tvo tíma. En þá settumst við bara niður á Palma og fengum okkur að borða og kokkteil í sólinni. Við enduðum með að fara á fjóra mismunandi veitingastaði þennan dag, mjög eðlilegt. Á laug keyrði ég með þau til Eger sem er bær c.a. klukkutíma í burtu sem er þekkt fyrir vínið sitt og kastala...æðislega sætur bær, get alveg hugsað mér að kíkja oftar þangað.
Ég er líka bara orðin nokkuð góð að rata þarna í borginni, ótrúlega stolt að sjálfum mér...þau gömlu fannst soldið skrítið að allt í einu var ég manneskjan sem keyrði og rataði...all grown up:o)
Ég hlakka nú til að fá þau aftur og svo ykkur öll hin!!! Brynjar....Lovarda bíður!;)
Nú er ég að fara týnast í bækurnar og drulla mér heim...ég er nú farin að þykja soldið vænt um þennan bæ en....There just is no place like HOME:o)
xoxo
1 comment:
Sakna þín elsku Stína mín, það var frábært að heimsækja þig og vera með þér og hitta vini þína, mér leist nú bara vel á þá, og ég kem örugglega aftur. Vertu nú dugleg að lesa svo þú komist fljótt heim!
Knús og kossar mamma
Post a Comment