Þá skelltum við okkur til Budapest á laug, ég og Gunna. Gunna reif mig á fætur til að ná 10 lestinni og eftir litin svefn nóttin áður svaf ég alla leiðina meðan Gunna lærði og talaði við manninn í fallegu bleikuskyrtunni. Fengum okkur hádegismat á Tom George, góður tikka masala réttur og steik fyrir Gunnu. Síðast komumst við aldrei að Hetjutorginu svo núna var það algjört must, fallegt torg..en þarf víst að fara aftur og sjá það á kvöldi
Búdapest er mjög falleg og hvað þá svona fín skreytt!:) En ekki nóg með að vera svona jólaleg með jólabásana, jólaglögg, jólaljós....en þegar við komum út úr búðinni var byrjað að snjóa!!! yndislegt!
Ferðin kláraðist með að kíkja í mollið, 'West End' og fá sér samloku á Submarine....eftirlíking, eða hvað sem er hægt að kalla þetta, Subways. Viðbjóður...ekki svo heppin með mat í Búdapest...en mæli með Tom George! En ef fólk þekkir mig rétt, þá er ég búin að vera frekar óheppin með mat síðan að ég kom frá París árið....2003. Það er ekkert að fara breytast.
heim eftir 3 daga! ég hlakka alltof mikið til...veit ekki alveg hvað ég á að gera þangað til...en 'þetta reddast'.:)
1 comment:
he he við erum að byrja að læra að herma ekki alltaf eftir þér þegar við pöntum okkur mat:) Vá ég get ekki beðið eftir að fá þig heim stelpa. Ég er að verða mikið betri í fætinum er búin að sparka hækjunum í burtu, þær fóru mér ekkert allt of vel;)knús knús knús og fullt af kossum xxxxx
Post a Comment