jæja, í það sem er að gerast hérna í Debrecen. Sum fög hérna á fyrstu önn hristi ég hausinn við. Við áttum að fara í próf í vikunni í sálfræði, og það átti að vera þegar annar tíma er alltaf hjá okkur en kennarinn var búinn segja okkur að við þurftum að halda smá 'presentation' og kynna ritgerð sem við erum að skrifa í Communication Skills. Svo þrátt fyrir að allir á fyrsta ári voru viss um að þau voru að taka fara taka sálfræðipróf voru við ekki viss og ákveðum, sem bekkur, að læra ekki undir það og segja bara að þetta væri hans misstök. Jæja, þá er ég undirbúinn til að kynna ritgerðina mína nema ég sef yfir mig...ég verð að gefa sjálfum mér svona hálftíma til að komast í þennan tíma (fyrsta skipti sem ég sef yfir mig hérna, btw). En ég vakna tuttugu mínútur í og stelpurnar heyra bara 'SJITT' úr herberginu mínu, fer ég fram í einu stress kasti að ég verð hálftíma of sein í þennan tíma...en gunna minnir mig á að það er hægt að taka leigubíl...jáhá, auðvitað. Hringir hún fyrir mig og afhendir mér súrmjólk dós á leiðinni út...'þú verður að borða eitthvað', þessi elska. Jæja, long story short....þá var kennarinn alveg miður sín og cancellerað kallinn tímanum þegar við löbbuðum inn. Svo ég borgaði 1000 forintur og nástum því lenti í bílslysi með leigubílnum bara til þess að fá að vita þetta! (minna ykkur á að 1000 forintur er svona 400 kr ísl svo þetta er ekki heimsendir) En samt pirrandi. Nú verð ég með tvo próf í næstu viku á sama dag og þessa kynningu...og svo einhvern fyrirlestur um mismunandi lipíð í frumumhimnum eða eitthvað svoleiðis, blah blah....ekki beint sátt. úfff...þá er ég búin að koma því frá mér.
Annars gengur allt vel, er bara að reyna að byrja læra meira til að kannski minnka álagið í janúar. Alltaf erfitt að byrja þegar það er svona langt í prófin mín en kannski smitast ég af stressi frá hinum sem er að taka þau fyrr:)
3 vikur í mig! - Stína
12 comments:
úpps...svolítil löng færsla:)
En samt gaman að lesa hana og fá fréttir! :)
Ég bara táraðist í augunum eftir að lesa færslunna, svo löng og hvít á svörtum grunni! Muhahahaha..en falleg jólastjarna, ég hef nú séð aðra eins í dag..nema bara teiknimynda..
Allavega, allt gott að frétta af stórfhöfðanum. Ég er reyndar að spá í að koma með jólaljós í cubicle-inn minn, held að það myndi gera alla hamingjusama..Og svo ætla ég að fá gerfisnjó bara í minn cubicle, make all the others jealous.......
Jæja, ég er farinn að júnó röfla...Síjú on da flipside!
Kossar og knusar!!!
Falleg færsla, sakna þín úr jóla undirbúningnum.
Gaman að heyra hvað það er hugsað vel um þig.
Það þarf að breyta röðinnni í sambandi við aðventukransinn, eða hvað???
Knús og kossar
mamma
Ohh ég elska ykkur og ykkar jólahefðir..þið eruð náttúrulega bara krútt(verð að senda mömmu í æfingabúðir);)
Held að ég verði að fara að kíkja á Bollagarðana til að komast í gírinn...nú fæ ég engar smákökur á Hlöðunni...:(
það styttist og styttist í þig..jeeej
knúúúus
p.s þetta var ekki of löng færsla hún var mjög skemmtileg
Alltaf að gaman að lesa færslurnar þínar Stína mín :)
ég þekki það alveg með jólastemninguna....stalst til að skreyta á laugardaginn síðasta...soldið snemmt en ég hafði þau rök að ef ekki núna þá er ekki nægur tími til að njóta skrautsins sem við eigum því við förum svo snemma heim....ég veit glötur rök en maður verður að reyna að réttlæta þetta eitthvað hehehe
Hlakka til að sjá þig um jólin
kv Gerður
Gerður...síðasta laugardag var líka bara vika í fyrsta í aðventu! Alveg réttlætanlegt!!
Við réttlætum jólatréð þannig hér á bæ, setjum það alltaf upp viku fyrir jól og byrjum að hlaða pökkunum undir...ég meina það er bara vika í aðfangadag þá!
Ég les þessa færslu betur þegar ég er búinn að fara í hraðlestrarskólann
Hæ hæ Stína
Maður fær bara tár í augun við að lesa færsluna þína. ég er búinn að baka 4sortir og svona ;O) erum byrjuð að skreyta en aðalmálið er að við erum að fara til Edenborgar á fimmtudaginn m&p ætla bara að flytja hingað.. O það verður svo gott fyrir þig að komast á Bollagarðana og fá mömmu dekur ;O) Hafðu það gott Stína mín msnið mitt er enþá bilað heima,
Kveðja
Sigga Magga og guttarnir
Bara ég aftur Gleymdi Björg sem fann haframjölið er það Björg sem var hér í Nesk sem læknanemi..
jólahjólakveðjur
Sigga magga færslan var ekki löng bara skemmtileg
já sigga það er rétt, björg sem vann á neskaupstað. Hún bjó hérna í íbúðinni og ég er núna í herberginu hennar svo er líka besta vinkona Gunnu og kom hingað í heimsókn í nokkra daga:)
Þú verður að skila kveðju til hennar frá mér og Hlyni Fannari náðum aldrei að kveðja hana og þakka henni fyri allt ;O).
Kveðja úr pestinni hf er orðinn veikur og við að fara út eftir 2daga mamma og pabbi verða bara í veikindfríbarna úff úff
Love you jólastelpa
Kveðja sigga magga sem er nú líka jólastelpa
Post a Comment